Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Side 40
konsertar hans eru þrískiftir. Tesa-anti tesa-syntesa. Margir spádómar biblí- unnar eru túlkaðir af Bach þannig að það felur í sér von (Jóhannesarpassía), og trú. Sérstaklega hans sterka áhersla á að formið eigi eftir að ríkja sem sigur Guðs yfir djöflinum. Upprisa Krists er hápunkturinn. Hugsanlega eru fjórrödduð verk Bachs táknræn fyrir hinn eilífa dem- ant, (þ.e. þríhyrningur með þríhyrn- ings undirstöðu (tesa-anti - tesa- syntesa - tesa eða antisyntesaj.Hið mikla form Guðs sem flestir spekingar grufla í. Getur verið að á botni pýra- mídans sé tesa en ekki anti syntesa eða öllu heldur hvíthol handan svarthols- ins. Samkvæmt tímatali Gyðinga eru liðin rúmlega 6000 ár frá sköpun og fyrir Guði er einn dagur 1000 ár og sjöundi dagurinn er hvíldardagurinn. Jesús dó fyrir tæplega 2000 árum en sagðist rísa upp á þriðja degi. Geyma verk Bachs lykil að lausninni? Oft læt ég mér detta í hug málfræðikenningar Wittgensteins og Chomskis þegar ég hlusta og sé tölustafi verða að full- steyptum orðum, orð að setningum. Textar við verk Bachs eru samdir af vini hans og eru flestir kristilegir. Þama nær snilld Bachs e.t.v. hámarki, því samspil lags og texta er stórbrotið. Það er til sú hugmynd að verk Bachs séu meira og minna unnin sem stef eða tónlistarleg túlkun á biblíunni. Inniheldur heildarsafn verka Bachs tónlistarútgáfu af biblíunni? Eg byrjaði að hlusta á Bach í rólegheit- um. Mér finnst ég oft brákaður reyr. Þetta fasta form fór hægt og rólega að hjálpa mér að hugsa skipulega og eftir vissan tíma fór ég að upplifa öryggi í forminu og ég vona að sú þróun verði áfram mér til stuðnings og lækningar. Magnús Einarsson. Eftirmáli ritstjóra: Þessi hugleiðing Magnúsar, sem er íbúi hér í Hátúni, er allrar athygli verð og greinir frá hughrifum og hugsunum hans og um leið ályktunum í framhaldi þar af. Okkur er hollt að mega skyggn- ast inn í hugarheim sem er örlítið öðruvísi, ögrandi á vissan hátt í ályktunum, allt að því alhæfingum, en umfram allt íhugunar virði. Hugsað á hausti Fuglarnir syngja burt sumarsins yndi söknuð kvak þeirra ber. Gnauðar og hvín í haustsins vindi hrímið að grösum fer. Litafegurð mun skógurinn skarta skærastri nokkra hríð. Ennþá finn ég angur í hjarta er eftir vetri ég bíð. Sumarsins tíð hefur sungið mér Ijóðin um sólskin, birtu og yl. Borið í fang mér fegurstu Ijóðin við fagnandi undirspil. Borið mig aftur til æskunnar daga með unaðarkennd í sál. Minnt á það dýrmæti að halda til haga og hugleiða barnsins mál. Haustbleik og köld yfir foldina færist fölvans blæja á ný. Vetrarins kvíði í brjóstinu bærist bólstra sig kólguský. Angurvært jarmið frá hlíðunum hljómar hlýði ég klökkur á. Syngja í huga mér saknaðarómar sumarsins veröld frá. * Harma skal ei þó skipti um tóna og skerpist um veðurlag. Löngum mun hollast að herða klóna og hefja svo annan brag. Vetrarins tíð er oft töfrum slungin með tindrandi fannarlín. Myrkursins geigur er magni þrunginn og máninn á himni skín. Áfram skal haldið á ævinnar vegi eigandi vongleði og þrótt. Taka í sátt móti sérhverjum degi sækja þar verkefnagnótt. Veturinn hressandi hrekur burt dofa hristir oss værðinni frá. Árstíðaskiptanna lögmál skal lofa þar lífsfylling sækja má. H.S. Hlerað í hornum Þegar kötturinn hans Jóns klifraði upp í hátt tré og þorði ekki niður, var Jóni sagt að hafa engar áhyggjur. Kisi myndi korna niður, þegar hann væri orðinn nógu svangur. En þegar kisi var enn uppi í trénu að þrem dögum liðnum, leist Jóni ekki á blikuna. Hann brá sér í strigaskó og lagði af stað upp í tréð að bjarga kettinum. Þegar hann var kominn svo sem tuttugu metra upp, sá kisi sitt óvænna og stökk niður. „Allt í lagi, Jón“, hrópaði aðstoðarliðið á jörðinni. „Kötturinn stökk. Þú getur snúið við“. Fyrst var grafarþögn, en síðan kom skjálfandi rödd Jóns: „Ég kem þegar ég er orðinn nógu svangur“. 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.