Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 7
byggja upp þjónustu fyrir fatlaða. Meðal þess sem þar er fjallað um er samvinna milli mismunandi stjórnun- araðila (þversviða) til að tryggja betri árangur og skilvirkni. Frá Danmörku skrifar Gunnar Eggert Jörgensen um þróunar- verkefni sem fólst í að koma á fót skipulegu samstarfi milli Arósaamts og átta sveitarfélaga í amtinu um stuðningsaðgerðir fyrir fatlaða sem snertu bæði búsetu og vinnu. Mark- miðið var aukin lífsgæði fyrir fatlaða og samvinna á ýmsum sviðum. I þriðju bókinni um samskipti (kommunikation) eru kynntir ýmsir fletir á fræðilegri skilgreiningu sam- skiptahugtaksins. Skýrt er m.a. frá athyglisverðum rannsóknum á sam- skiptaferli við alvarlega fötluð börn þar á meðal börn sem eru fædd dauf- blind. Hér hefur einungis verið drepið á örfáar greinar til kynningar. Til frekari fróðleiks skal þess getið að Norræna ráðherranefndin gefur bæk- urnar út og dreifingaraðili á Islandi er Mál og menning, Laugavegi 18, Reykjavík. Ennfremur er hægt að panta bækurnar beint frá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Margrét Margeirsdóttir HLERAÐI HORNUM Ungi viðvaningurinn var að taka viðtal við háaldraðan mann og spurði hann hvort hann væri virkilegaorðinn 99 ára og kvað hinn já við. „Ja, held- urðu að það verði nokkuð því til fyrirstöðu að ég fái að eiga viðtal við þig á 100 ára afmælinu?” spurði ungi maðurinn. Sá aldraði leit á hann og sagði: „Nei, það held ég ekki. Mér sýnist þú líta býsna hraustlega út, góðurinn”. * Slökkviliðið í Hafnarfirði var að endurnýja bílakostinn og slökkvi- liðsstjórinn var spurður hvað yrði nú gert við gömlu bílana. „Við notum þá í göbbin”. Ásgerður Ingimarsdóttir. Kynning á ráðstefnu ÖBÍ. Oryrkjabandalagið efnir til ráðstefnu um staðlaðar reglur Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra hinn 13. okt. n.k. Reglur þessar sem eru 22 voru samþykktar á þingi Sameinuðu þjóðanna í desember 1993. I upphafi l.gr. segir að aðildarríki SÞ skulu gera ráðstafanir til að vekja athygli samfélagsins á málefnum fatlaðra, réttindum þeirra, þörfum, mögu- leikum og framlagi. Á Islandi má segja að félög fatlaðra sjálfra hafi gengið mest og best fram í því að vekja athygli á málum sínum enda er sá eldur heitastur sem á sjálfum brennur. Það verður ekki sagt að hið opinbera veki oft máls á málefnum fatlaðra að fyrra bragði þó oft hafi verið vel tekið undir, þegar athygli hefur verið vakin á ýmsu sem snertir fatlaða beint. En því er ekki að neita að það voru okkur mikil vonbrigði að ná ekki fram jafnsjálfsögðum hlut og þeim að fatlaðir yrðu með í upptalningu um minnihlutahópa í Stjómarskrá íslands þegar hún var endurskoðuð á síðasta þingi. Ur því verið var með einhverja upptalningu þótti okkur sjálfsagt mál að fatlaðir væru þar með og reyndi bandalagið ásamt Lands- samtökunum Þroskahjálp að koma þessu að en sem sagt án árangurs. En í einni af þessum reglum Sameinuðu þjóðanna, 15. reglu er einmitt talað um að aðildarríkin beri ábyrgð á mótun löggjafar hvað varðar ráðstafanir til þess að fatlaðir njóti fullrar þátttöku og jafnréttis. Ekki höfum við t.d. orðið vör við miklar umræður um þessar ágætu reglur og þessvegna var ákveðið að halda þessa ráðstefnu til þess að kynna þær og við vonumst til að þeir sem sækja ráðstefnuna verði aðeins fróðari um þær og hvernig að sumum þeirra er staðið hér á landi og höfum við einkum tekið þar út reglur um tekjur, menntun, atvinnu og aðgengi. En það er til lítils að setja reglur ef þær eru ekki kynntar og síðan reynt að fara eftir þeim. Við vonum að þeir sem boðið hefur verið að sækja ráðstefnuna sjái sér fært að koma og eyða með okkur þessum eftirmiðdegi til þess að ræða reglumar sem snerta hagsmuni svo margra í þjóðfélagi okkar. Ásgerður Ingimarsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.