Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Page 34
Útskriftarhópur síðasta vors með kennurum sínum. Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur Starfsþjálfunar fatlaðra var haldinn fimmtudag- inn 8. júní sl. í fundarsal ÖBÍ að Há- túni 10. Fundarstjóri varHelgi Seljan og fundarritari Snorri Þorsteinsson. Forstöðumaður Guðrún Hannesdóttir fór yfir liðið starfsár, en alls útskrif- uðust 18 frá síðasta fulltrúaráðsfundi; í desember og maí. Kennsluskipan og kennaralið með mjög líkum hætti, sömuleiðis var starfsráðgjöf veitt. Áhugasviðskönnun var framkvæmd og verið er að vinna úr henni. Minnti á ýmislegt sem gert hefði verið til gagns og gamans um leið. Hún kvað flesta sem útskrifuðust stefna á frek- ara nám. Gat um vinnuklúbb sem starfræktur yrði í haust. Fór svo yfir hinn mikilvæga þátt sem tölvunám- skeiðin eru, en styrkur úr Starfs- menntasjóði farið að verulegu leyti til þeirra. I fyrrasumar voru 6 hópar alls, nú voru 5 að ljúka. Guðrún velti svo upp spumingunni um ýmislegt í fram- tíðarþróun m.a. með tilliti til vaxandi ásóknar í einstaklingsþjónustu. Sam- starf við Tölvumiðstöð fatlaðra afar dýrmætt. 14 nýir nemar komu inn í janúar og umsóknir um nýja önn væru sem óðast að berast. Þá var dreift gögnum um ýmislegt varðandi starf- semina og ársreikningum liðins árs. Margrét Margeirsdóttir form. stjórnar Starfsþjálfunar fatl- aðra kvaðst fagna því hve starfsemin væri blómleg og í örum vexti. Hennar erindi fjallaði svo um nýbygginguna. Útboð verksamnings fór fram á liðnu ári og áætluð verklok 25. ág. Bygg- ingasagan því ævintýralega stutt - 9 mánaða meðganga. Heildarfjár- veitingar úr Framkvæmdasjóði fatl- aðra næmu nú 65 millj. kr„ en þar af væru 1.5 millj. kr. til búnaðar. Öryrkjabandalag Islands hefði og lagt fram 1.5 millj. kr. til búnaðarkaupa. Margrét kvað endumýjun tölvuflotans afar nauðsynlega. Allnokkuð stæði út af í búnaði ofl. og í því sambandi sagði Ólöf Ríkarðsdóttir að Öryrkjabanda- lagið myndi áfram að málum koma með einhverframlög. Margrét minnti svo á allnokkra þörf aukins rekstrar- fjármagns, þegar í nýja húsnæðið væri komið, enda væri stefnan sú að nemendum fjölgaði og aukin þjónusta fylgdi í kjölfar nýrra húsakynna. Sigrún Jóhannsdóttir forstöðum. kynnti því næst starfsemi Tölvu- miðstöðvar fatlaðra en að henni standa 6 félög fatlaðra. Tölvumið- stöðin þjónar öllum hópum fatlaðra og bæði einstaklingar og hópar geta leitað til hennar. Hún sagði samvinnu við aðra aðila hafa afar vel gengið. Á ársgrundvelli væri þjónusta veitt milli 50 og 60 einstaklingum sem og ýmsum aðilum, er á þessu sviði starfa. Sigrún er afar ötul að kynna starfsem- ina hér í Fréttabréfinu og skal vísað þar til um allan frekari fróðleik. Þær Margrét og Guðrún litu svo til fram- tíðar. Markmiðið sem fyrr að koma enn fleiri út á vinnumarkað, enn fleiri til frekara náms. Möguleikar bættir til þessa með nýju, glæsilegu húsi. Starfsgreiningu og ráðgjöf þyrfti að auka sem allra mest. Guðrún kynnti sérstaklega samstarfsverkefni Starfs- þjálfunar og Vinnustaða ÖBI um fyrirtækjaþjónustu. Þannig mætti fara í fararbroddi með að gefa skjólstæð- ingunum tækifæri. Tölvugrundvöllur- inn væri mikilvægur mjög - tenging við gagnabanka og net ásamt öðru sem tækni tölvunnar færði upp í hendur manna. Fundurinn var allvel sóttur og urðu umræður allnokkrar. Ákveðið að hittast á ný að ári í nýjum húsakynnum. H.S. Hlerað í hornum Hálfur heimurinn er fólk, sem hefir eitthvað að segja, en getur ekki sagt það, og hinn helmingurinn er fólk, sem hefir ekkert að segja, en segir það samt. * Gestur á áheyrendapöllum enska þingsins spurði einn dyravarðanna, hvort starf þingprestsins væri í því fólgið að biðja fyrir þingmönnunum. „Nei“, svaraði dyravörðurinn, „hann kemur hingað í þingið, lítur yfir hóp- inn og biður svo fyrir fósturjörðinni“. Þessi gerðist snemma á öldinni: „Viljið þér verða konan mín?“ „Hvað hafið þér mikil laun?“ „Hundrað krónur“. „Uss það myndi ekki nægja fyrir vasaklútum handa mér“. „Jæja, en ég gæti nú beðið þangað til yður batnar kvefið“. * Dórothea kvartaði undan því, að hún hefði verk í maganum. „Það er vegna þess að maginn er tómur“, sagði móðir hennar. „Láttu eitthvað í hann og vittu hvort þér batnar ekki“. Næst þegar Dórothea var í spurningum hjá prestinum, ásamt stallsystrum sínum, kvartaði prestur sáran um höfuðverk. „Það er vegna þess að höfuðið er tómt“, sagði telpan. „Viljið þér ekki reyna að láta ofurlítið í það og sjá svo til, hvort yður batnar þá ekki?“ 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.