Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 14
Jóhanna S. Einarsdóttir framkv.stj.: Frá félaginu Heyrnarhjálp „Vísakort heymarskertra“ Félagið Heyrnarhjálp, sem er félag heymarskertra, hefur lát- ið útbúa kort “Vísakort heyrn- arskertra” sem á stendur: “Eg heyri ekki vel, horfðu á mig þegar þú talar, talaðu hægt og skýrt!” - Þessu korti getur fólk framvísað, sýnt, þegar það á samskipti við banka, verslanir, heilsugæslustöðvar, opinberar stofnanir og allsstaðar þar sem nauðsynlegt er að vekja athygli á að það sé heyrnarskert og vilji að tekið sé tillit til þess. - Handhafar kortsins geta einfaldlega lagt kortið á borð viðkomandi í stað þess að endurtaka í sífellu “Ég er heyrnai'skertur”, “ég heyri illa”, og/ eða “viltu horfa á mig á meðan þú talar” o.s.frv. Heymarskertir lenda oft í þeirri aðstöðu að misskilja og vera misskildir, þeir fara leynt með fötlun sína og reyna hvað þeir geta að virka sem fullheyrandi. Það að ætla sér um of og leggja á sig ómælda vinnu við að heyra er spennuvekjandi. Sá heyrnarskerti er stöðugt að reyna að giska á hvað sagt er og er þá iðulega álitinn treg- ur eða illa gefinn af því að hann dregur ranga ályktun af því sem hann einfaldlega heyrir ekki. Þessi staða er niðurlægjandi og oft verður misskilningurinn að aðhlátursefni Jóhanna S. Einarsdóttir. fullheyrandi fólks. Fötlunin er lítt sjáanleg og því lítils skilnings að vænta meðal fólks ef við höldum feluleiknum áfram. Heyrnarskertir verða í auknum mæli að vekja athygli á sérstöðu sinni, gangast við fötlun sinni, biðja þá sem þeir þurfa að hafa samneyti við að taka tillit til hennar, bera svo höfuðið hátt, anda léttar, skilja það sem sagt er, vera fullgildur og eiga eðlileg samskipti við fólk. “Vísakort heyrnarskertra” er ein leið af mörg- um t.þ.a. gera líf heyrnarskertra þægilegra. En það verður að taka kortið fram, upp úr veskinu eða vasanum og framvísa því. Tónmöskvi í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu ónmöskvinn er eitt þeirra hjálpartækja sem gera heyrn- arskertum, þ.e. heyrnartækjanot- endum, kleift að njóta eðlilegs lífs. Þessi tæknibúnaður er í mörgum kirkjum en við viljum vekja sér- staka athygli á þessum búnaði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhús- inu. Leikhúsin hafa að beiðni Heyrnarhjálpar kynnt heyrnar- tækjanotendum þennan búnað í kynningarbæklingum sínum und- anfarin tvö leikár. Þar er bent á að í sölum leikhúsanna er tónmöskvi til þjónustu við heymarskerta. Tón- möskvinn gerir það að verkum að heyrnartækjanotandinn getur stillt tækið sitt á T og getur þá greinilega hlustað á það sem fram fer í leik- húsinu. Þetta gildir aðeins um þau heyrnartæki sem hafa umrædda T- stillingu. Athugið að nauðsynlegt er að taka það fram þegar miðar eru keyptir, að viðkomandi hyggist nýta sér þessa tækni og óski eftir leiðsögn urn hvar í sal leikhússins T-stillingin nýtist best. Og nú er bara að drífa sig í leikhúsið, góða skemmtun! Jóhanna S. Einarsdóttir. HLERAÐ I HORNUM I glaðatunglsljósi gengu piltur og stúlka eftir veginum. Piltur bar stórt tréílát á bakinu, lifandi hænu hélt hann á með annarri hendi, var með staf í hinni og teymdi svo stóra geit þar að auki. Þau komu að stóru tré og þá sagði stúlkan: „Æ, ég er svo hrædd svona ein með þér, hver veit nema þú reynir að kyssa mig“. „Ég veit ekki hvernig ég ætti að geta það svona klyfjaður", sagði piltur. „Þú gætir nú stungið stafnum í jörðina og bundið geitina við hann og sett svo hænuna undir tréílátið“, sagði stúlkan. * Sonurinn: „Kennarinn skammaði mig í morgun fyrir að vita ekki í hvaða landi pýramídarnireru". Móðirin: „Já, er ég ekki alltaf að segja þér að reyna að muna eftir því hvar þú lætur hlutina“. * Þingmaður einn var að óskapast yfir ástandinu á sjúkrahúsunum. Hann lýsti m.a. þeim hópum sem viðkomandi ástand bitnaði hvað harðast á. í mælskukastinu kom þetta þannig út að ástandið kæmi harðast niður á „öldruðum barnshafandi kon- um o.s.frv". Urðu margir kímileitir að vonum. * Iri nokkur var á ferð í Liverpool og hitti þar vin sinn á götu sem spurði hann, hvort hann hefði komið sjó- leiðis eða flugleiðis. „Það veit ég ekki. Konan mín keypti farmiðana“, sagði írinn. 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.