Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1995, Blaðsíða 10
Frá Félagi heilablóðfallsskaðaðra s II. tbl. þessa árgangs var frá því greint hér, að stofnað hefðiverið Félag heilablóðfallsskaðaðra og hefði það farið vel af stað með félagsstarf sitt. Þar var sagt frá helztu markmið- um félagsins, stjórn þess og fyrsta almenna fræðslufundinum. I myndar- legu blaði Hjartaverndar á vordögum var mjög greinargott og skemmtilegt viðtal við formann félagsins, Hjalta Ragnarsson, þar sem hann rakti til- drögin að stofnun félagsins og greindi í glöggu máli frá ýmsu er aðhafzt hefði verið, svo og kom hann inn á sitt eigið jákvæða lífsviðhorf. Til að fá frekari tíðindi af félaginu fékk ég á fögrum sumardegi til viðtals við mig nokkra félaga með Hjalta formann í fararbroddi til að fá frætt lesendur dulítið meira um félagið, starfið, markmiðin, framtíðarviðhorf o.fl. Þau byrjuðu á því að segjast vera afar ánægð með þátttöku félaga í fundar- sókn á liðnum vetri, en í félaginu munu nú teljast 80 félagar. Fundina halda þau í húsnæði Hússjóðs Öryrkjabandalagsins að Sléttuvegi 7 og báðu að koma hér á framfæri beztu þökkum fyrir það, svo og ekki síður hlýjum kveðjum og þökkum til Hall- dórs húsvarðar þar fyrir afbragðsþjón- ustu. Fyrir utan fyrsta almenna fundinn, sem þau héldu í janúar og hér hefur verið sagt frá voru þrír fundir, allir mjög vel heppnaðir og vel sóttir í vetur og vor. Fyrsti fundurinn var um tryggingamál og þar var Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir deildar- stjóri og nú alþingismaður frummæl- andi og svaraði fjölmörgum fyrir- spurnum. Þá var fundur með séra Kjartani Erni Sigurbjörnssyni um viðbrögð fólks við alvarlegum veikindaáföllum og aðlögun að hinum breyttu aðstæðum. Voru umræður þar einnig hinar líflegustu. Þriðji og síð- asti fundurinn var svo með Þóru Más- dóttur talmeinafræðingi á Reykjalundi um talmein og viðbrögð við málmissi og málhömlun svo og auðvitað endur- hæfingu í framhaldi af því. Var sá fundur og hinn gagnlegasti og fróð- legasti og vel sóttur sem hinir. Félagið hyggst með haustinu freista þess að Hjalti Ragnarsson. halda fram sömu braut með mánaðar- lega fræðslufundi og á þeim fyrsta munu hjúkrunarfræðingar frá Reykja- lundi mæta og ræða við félaga, en þær forfölluðust á liðnum vetri vegna veðurs. Mikill hugur er í þeim félögum að freista þess að ná til enn fleiri, einkum þeirra sem úti á lands- byggðinni kunna að vera og búa þar við mismiklar afleiðingar af heila- blóðfalli. Sömuleiðis kváðust þau mundu snúa sér að sem flestum þátt- um hagsmunabaráttunnar fyrir sitt fólk, en þar væri enn af ýmsu að taka. Þau bentu m.a. á hversu lokanir sjúkrahúsa bitnuðu hart á þessu fólki, sem þá væri oft sent heim nær hjálp- arlaust. í því sambandi komu þau inn á nauðsyn aðstandendahjálpar sem allra beztrar og vitnuðu til hinna góðu og árangursríku funda á Reykjalundi, þar sem farið væri yfir hina ýmsu þætti erfiðleika og annmarka og hvernig bezt væri að bregðast við þeim. Eitt aðalmarkmiða félagsins er það að setja sig í samband við fólk sem fær heilablóðfall og ná við það félagsskap, leyfa því að finna þá samkennd sem svo dýrmæt væri og leiðbeina og hjálpa sem í þeirra valdi stæði eða eins og einhver sagði: Telja í fólk kjarkinn og gera því glögga grein fyrir möguleikum þess í lífinu þrátt fyrir áfallið. Eignast þannig nýja von, eignast þannig verðmætan fé- lagsskap og vináttu þeirra, sem þegar hafa fengið að reyna. Þau lögðu öll áherzlu á að aðstandendahjálp ætti og að vera efst á blaði í verkefnum félagsins. í þessu sambandi sagði Hjalti það þeirra hugmynd að koma upp sjálfboðaliðahópum, af báðum kynjum, til að heimsækja fólk á sjúkrastofnanir og heim til þess eftir að baráttan við daglega lífið byrjar eftir heimkomuna. Félagana þarf að virkja til þessara verkefna m.a. einnig til þess að unnt sé fyrir fólk sem á í vanda þessu tengdu að ná til félaganna í síma og fá ráð og aðstoð. Enn er óráðið allt um það hvar félagið muni skipa sér í sveit, umræður voru á sínum tíma um að félagið yrði deild í Sjálfsbjörg, ágætur kynningar- og viðræðufundur var haldinn með hjartasjúklingum og forystu þeirra og eins hafa verið uppi hugmyndir um að félagið gengi beint inn í Öryrkjabandalag íslands. Þetta mun allt verða skoðað betur með haustinu. Margt athyglisvert kom fram í spjalli okkar sem ekki verður tíundað hér utan það, að vakin var á því verðug athygli, hversu misjafn- lega sveitarfélögin tækju á málum heilablóðfallsskaðaðra og hversu misvel þau væru í stakk búin til þess að veita nauðsynlega þjónustu. Það var mikill hugur í þessu ágæta fólki að gera sitt til að létta heilablóðfalls- sköðuðum lífsgönguna sem allra bezt, virkja kraftana í þeirra þágu og aðstandenda þeirra. Félagið hefur farið afar vel af stað og félagar staðið vel saman, sótt fræðslufundina mjög vel og héðan fylgja þeim hlýjar árnaðaróskir um áframhaldandi blóm- legt starf. Undirritaður hefur fylgst vel með tildrögum og stofnun sem og framhaldinu og veit að vissulega er þörfin brýn, að fólk sem fyrir heila- blóðfalli verður nái saman ásamt að- standendum sínum og myndi sem sterkasta félagseiningu sem fái hjálpað sem flestum til að fóta sig á ný við nýjar og umfram allt erfiðari aðstæður. Gagnlegt spjall og gott er þakkað og svo er að sjá hver fram- vindan verður, hvar félagið leitar hafnar og hvort áfram tekst að virkja fjöldann í félagsstarfinu. í því er þeim allrar farsældar óskað. jj_§. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.