Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 14
Orstutt áning í Eir
s
Afögrum haustdegi lögðum við
Anna Ingvarsdóttir og Halldór S.
Rafnar í ferðalag, eigi alllangt þó, upp
í Grafarvog til Gagnvegar þar sem
stendur ein falleg og rismikil bygging
sem nefnist því ágæta, þjóðlega nafni
Eir.
Eir - hjúkrunarheimili hefur áður
á góma borið hér í Fréttabréfinu og
velflestir lesendur hafa eflaust um
heimilið heyrt og hlutverk þess. En
til að fræðast nánar þar um þótti rit-
stjóra kjörið að fá fylgd tveggja stjórn-
armanna þar á fund framkvæmda-
stjórans þar, séra Sigurðar Helga Guð-
mundssonar og fá af honum numið
fróðleik nokkurn um Eir. Séra Sig-
urður Helgi er sá sem hita og þunga
hefur þar af borið og áhugi hans, elja
og framsýni tleytt framkvæmdum yfir
ntarga erfiða hjalla. Eins og margir
vita eru einstök félög Öryrkjabanda-
lagsins aðilar að Eir svo og Hússjóður
Öryrkjabandalagsins, svo málið er
okkur ærið skylt.
Séra Sigurður tók okkur fjarska
ljúfmannlega og leysti úr spurnum
greiðlega vel, en ritstjóri kýs að setja
spjallið í samfellt mál.
Eir er sjálfseignarstofnun. Aðilar
að Eir eru nú: Reykjavíkurborg, Sel-
tjarnarnesbær, Skjól - umönnunar- og
hjúkrunarheimili, Blindrafélagið,
Blindravinafélagið, Félag aðstand-
enda Alzheimersjúklinga, Hússjóður
Öryrkjabandalagsins, SÍBS, Sjó-
mannadagurinn í Reykjavík og Hafn-
arfirði, Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur og Verkakvennafélagið Fram-
sókn.
Sumir aðilar hafa verið með frá
upphafi, aðrir fyrir skömmu til liðs
gengið. Þessir aðilar tilnefna í l'ull-
trúaráð Eirar sem kýs stjórn stofnun-
arinnar.
essir aðilar hafa tryggt sér
vistunarrétt fyrir sitt fólk með því
að kosta byggingu ákveðinna rýma,
enda uppfylli viðkomandi kröfur til
vistunar á hverjum tíma.
Eir er heimili 120 manna, þar af
eru 3 deildir sérhæfðar: blindradeild
fyrir 26, deild fyrir Alzheimer-
sjúklinga fyrir 20 manns og svo mót-
Sigurður H. Guðmundsson.
tökudeild fyrir24. Móttökudeildin er
deild til skammtímavistunar og einnig
sem biðrými meðan beðið er eftir var-
anlegri vistun. Með því ávinnst það,
að betur er unnt að átta sig á hverjum
bezt hæfir það rými er losnar. Frá í
vor leið hafa 100 manns farið í gegn-
um móttökudeildina. Bæði Skjól og
Eir veita varanleg vistunarrými fyrir
þá sem bíða svo og önnur heimili s.s.
Hrafnista.
Hafizt var handa við framkvæmdir
haustið 1990. I desember á þessu ári
verður það síðasta af húsinu tekið í
notkun. Framkvæmdir allar hafa
gengið ákaflega vel.
Þetta heimili var í upphafi hannað
af Reykjavíkurborg fyrir 86 manns en
síðar varð breyting á yfír í 120 manns.
Samt sem áður er kostnaður 10%
undir upphaflegri kostnaðaráætlun
fyrir aðeins 86. Endanlegur kostnaður
á hvert rými mun nema rúmlega 7
millj.kr. eða 120 þús.kr. á hvern fer-
metra með öllum búnaði þ.m.t. sjúkra-
rúm öll.
Séra Sigurður brosir þegar talið
berst að því að mörgum þyki sem
íburður sé mikill, en sannleikurinn sá
að svo sé alls ekki þó mjög hafi til
allrar byggingarinnar verið vandað.
Hann minnir á mahognyið sem vissu-
lega væri áferðarfallegt, en það var
einfaldlega ódýrasti harðviður sem
unnt var að fá.
Hann segir anddyrið setja mjög
svip sinn á húsið en það gegni marg-
víslegu hlutverki. Það er eini staður-
inn sem allir íbúar hússins (sem það
geta) geta komið saman á. það gegnir
hlutverki torgs og út frá anddyrinu er
svo aðstaða fyrir ýmsa þjónustuþætti
s.s. hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verzlun
o.fl. Þarna í anddyrinu safnast fólk
saman einu sinni í viku, þar fara fram
guðsþjónustur og dag þann sem við
vorum þarna á ferð stóð til voldugur
vetrarfagnaður.
Aðspurður um fjármögnun þess-
arar þörfu byggingar upplýsti séra
Sigurður að Framkvæmdasjóður aldr-
aðra hefði lagt fram 40% kostnaðar,
14