Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 29
margra, öðru vísi hefði árangur ekki náðst. á flutti Sigrún Jóhannsdóttir forst.m. Tölvumiðstöðvar fatl- aðra yfirlit urn starfsemina. Sigrún fór yfir hlutverk miðstöðvarinnar og þá aðila sem að baki stæðu. Fór svo yfir aðstoð veitta skjólstæðingum m.a. fjölda þeirra sem notið hefðu, 46 sem hefðu komið eða verið komið til 1 - 5 sinnum og 10 þyngri, fjölfatlaðir einstaklingar sem væru í reglulegu sambandi. Mikið væri um heimsóknir í skóla og stofnanir og Akureyri hefði verið heimsótt. Komið hefur verið á fót breiðum umræðuhópi, bakhópi þar sem möguleikar tölvutækni eru nýttir sem bezt í þágu fatlaðra og leitað nýrra leiða. Sigrún sendir okkur fasta pistla um starfsemina og er það til fyrir- myndar. í hádegisverðarhléi var boðið upp á glæsilega tízkusýningu, föt frá prjónastofu ÖBÍ voru kynnt þar, hinar fallegustu flíkur og gerðu menn afar góðan róm að. Að loknu hádegishléi gerði Emil Thóroddsen skýra grein fyrir vinnu að stefnuskrá bandalagsins sem hefði miðað vel á veg. Hann kynnti drög að stefnumörkun: framtíðarsýn, til- gangi og verkefnum, áherzlum sem fundarfólk fékk svo í hendur sér til glöggvunar. Hann kvað stefnt að því að vinnu lyki á fyrri hluta næsta árs, en lagði áherzlu á að stefnumörkun lyki aldrei, endurskoðun hennar væri sífellt nauðsynleg. í umræðum á eftir fögnuðu menn þessari vinnu og töldu hana hafa fært fólk nær hvert öðru í viðhorfum og sýn til mála. Þetta væri skemmtilegt og lifandi starf að þörfu verkefni. Næst fóru fram kosningar: Formaður: Ólöf Ríkarðsdóttir. Gjaldkeri: Hafliði Hjartarson. Með- stjórnandi: Ólafur H. Sigurjónsson. I varastjóm: Elísabet Möller, Dag- fríður Halldórsdóttir og Valgerður Auðunsdóttir. Öll voru þau kjörin samhljóða og með lófataki. Endurskoðendur voru kjörin: Vig- fús Gunnarsson og Jóna Sveinsdóttir á sama hátt. Síðasti almenni dagskrárliðurinn voru ályktanir aðalfundarins og kynnti Helgi Seljan drög að 7 álykt- unum og Guðríður Ólafsdóttir að einni. Þær voru nokkuð ræddar og síðan samþykktar samhljóða. Þær eru birtar sérstaklega hér í blaðinu enda varða þær þau mál er nú brenna mest á okkar fólki og mun undan svíða ef fram ná að ganga, svo sem áform eru uppi um. Undir liðnum: Önnur mál var kos- ið í þrjár starfsnefndir fram að næsta aðalfundi; laganefnd, atvinnumála- nefnd og trygginganefnd, hver nefnd skipuð þrem fulltrúum. Helgi Hjörvar, Björn Hermanns- son og Sigurður Agústsson ræddu allir um nauðsyn enn öflugra og skipulegra starfs Öryrkjabandalagsins sem og félaganna og nauðsyn sem beztrar samvinnu þeirra á milli. Helgi vísaði til Svíþjóðar af blindravettvangi þar um fyrirmynd vinnubragða, sem vel mætti reyna hér og sem tryggja ætti skipulegri og fag- legri vinnu að hinum mörgu rétt- indamálum. Ragnar Magnússon minnti á Dag hvíta stafsins, Hafliði Hjartarson ræddi nauðsyn sem beztrar samvinnu allra þeirra er vinna að málefnum fatlaðra og Guðríður Ólafsdóttir minnti á þau skerðingaráform sem uppi væru. s Olöf Ríkarðsdóttir, formaður bandalagsins flutti svo loka- ræðu aðalfundarins. Hún þakkaði fyrir fjölsóttan og árangursríkan fund sem vonandi skilaði sem mestu inn í bar- áttu daganna. Hún þakkaði starfs- mönnum fundarins, færði sérstakar þakkir þeim sem nú hættu í stjórn og bauð nýja velkomna. Ólöf minnti á þau mörgu átök sem félögin stæðu farsællega að og hefðu svo mikla þýðingu fyrir heildarhag sem einstaka hópa. Hún kvað til þess mjög ríka ástæðu að ályktunum yrði fylgt eftir af fremsta megni. Verkefnin framund- an eru fjölmörg og öll þurfum við að snúa bökum saman í sókn sem vörn. Fundi var slitið um kl. 17. H.S. Stjóm • • / Oryrkjabandalags Islands Formaður: Varaformaður: Ritari: Gjaldkeri: Meðstjórn.: Ólöf Ríkarðsdóttir, Haukur Þórðarson, Þórey J. Ólafsdóttir, Hafliði Hjartarson, Sjálfsbjörg. SÍBS. LAUF Styrktarfélagi vangefínna. Ólafur H. Sigurjónss., Umsjónarfélagi einhv. Þessi skipa um leið framkvæmdastjórn. Aðrir í stjórn eru: Björn Hermannsson, Dagfríður Halldórsdóttir, Eggert Sigurðsson, Elísabet Á. Möller, Emil Thoroddsen, Guðbjörg Jóna Sigurðard., Guðjón Ingvi Stefánsson, Heidi Kristiansen, Hugrún Þórðardóttir, Jóhannes Ágústsson, Magnús Þorgrímsson, Nína Hjaltadóttir, Oddný Fjóla Lárusdóttir, Ólöf S. Eysteinsdóttir, Ragnar Magnússon, Valgerður Auðunsdóttir, Þórir Þorvarðarson, Félag heyrnarlausra. Félag nýrnasjúkra. Alnæmissamtökin. Geðverndarfélagi Islands. Gigtarfélagi Islands. Blindravinafélagi Islands. Heyrnarhjálp. Foreldrafélagi misþroska barna. FAAS. Foreldra og styrktarfélagi heyrnardaufra. Geðhjálp. Parkinsonsamtökin. MS félag íslands. MG félag íslands. Blindrafélagið. SPOEX. Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.