Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 31
þess þó að það teljist fyllilega töl- fræðilega marktækt. Hins vegar sjást marktækar vísbendingar um tengsl slíkra einkenna við vanheilsu og einkum þegar menn telja orsakatengsl milli sjónskerðingar og vanheilsu. Tilhneiging til áleitinna hugsana, m.a. um hvað hefði getað orðið ef sjón- missir hefði ekki átt sér stað, virðist meiri hjá lögblindum en sjónskert- um. Þegar á heildina er litið varðandi líðan er samhengi milli minni sjónar og verri líðanar. A.m.k. 6-7% svarenda virðast þjást af svo alvarlegri vanlíðan (einkum þunglyndis- og kvíðaeinkennum) að þeir þarfnist meðferðar. Niðurstöður benda til meiri meðferðarþarfar meðal yngri hópsins og því meiri sem sjón- skerðingin er því brýnni verði þörfin að öðru jöfnu. Jón Sig. Karlsson Sigrún Júlíusdóttir Leiðréttingar Aldrei er með nægri aðgát farið. í síðasta tölublaði var viðtal í fréttabréfinu við hjónin Gunnar Reyni Antonsson og Steinunni Gunnars- dóttur sem vel að merkja varð Ragn- arsdóttir hjá ritstjóra. Um leið og Steinunn er mikillar velvirðingar beðin, þá mætti orða þetta svo í orðastað Gunnars Reynis; Kann að feðra konu mína kyndugt þykir mér og frekt. Helgi er farinn heyrn að týna heldur er það bagalegt. Með afsökunarbeiðni til Steinunnar Gunnarsdóttur. Gunnar Hansson t.h. afhendir Stefáni Hreiðarssyni bók sem framlög verða skráð í. Styrktarsjóður stofnaður við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Nýverið var stofnaður Styrktarsjóður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson, sem lést 20 . janúar sl. á fimmta aldursári. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru móðurbræður Þorsteins Helga, þeir Gunnar, Sveinn og Guðmundur Hanssynir, en foreldrar hans, Magnea Hansdóttir og Ásgeir Þorsteinsson, lögðu sjóðnum einnig til stofnfé. Skipulagsskrá hefur verið staðfest af dómsmálaráðuneytinu. Tilgangur styrktarsjóðsins er að veita styrki til símenntunar og fræðilegra rannsókna á sviði fatlana barna, með það að leiðarljósi að efla fræðilega þekkingu og faglega þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Hefur starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að jafnaði forgang um styrkveitingar úr sjóðnum, sem fara munu fram árlega. Sjóðnum hafa þegar borist allmörg framlög, m.a. frá Foreldra- og styrktarfélagi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar, starfsmannafélagi stofnunarinnar og einstökum starfsmönnum, auk framlaga frá ættingjum Þorsteins Helga heitins og annarra minningargjafa. Sjóðnum verður m.a. aflað tekna með útgáfu samúðarkorta. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn með minningargjöfum eða með öðrum hætti, er bent á að snúa sér til Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar, Digranesvegi 5, Kópavogi, sími 564 1744, eða Breiðholtsapóteks, Mjóddinni, sími 557 3390. Jólatré sem snúast Og í ágætri grein í síðasta tölublaði einnig var þessi vísa ekki heldur rétt feðruð og mér á bent af bókamanni glöggum svo og að skv. frumriti höfundar væri hún svona: Ég að öllum háska hlæ á hafi sóns óþröngvu. Mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngvu. Og höfundur samkvæmt sama eiginhandriti er Níels skáldi. Þessu er skylt að koma á framfæri. Ritstjóri. Axel Eiríksson rafvélavirki og uppfinningamaður, sá semhækjustandarann handhæga fann upp, hefur kynnt uppfinningu sína um jólatré sem snúast með lifandi ljósin, og þykir rétt að koma henni á framfæri. Axel segir jólatrén setja sinn hátíðablæ á umhverfið allt á jólum, enda þau skreytt sem bezt og ljósadýrðin um leið mikil. Hápunkturinn sé þegar gengið er kringum trén og sungið af hjartans lyst, en það geta ekki allir veitt sér og þar á Axel við allt það fólk sem alvarlega er hreyfihamlað. Axel hefur hannað og smíðað palla undir jólatrén sem snúast. Þar er tengill sem stinga má trénu í samband og sá undramáttur fylgir að á pallinum er straumur þótt hann snúist, en inni í pallinum eru “kontaktar ’ - kol sem leiða strauminn upp í tengilinn. Þetta þýðir að fólk þarf ekki að ganga kringum tréð til að sjá það frá öllum hliðum og segir Axel það að sjálfsögðu áhrifaríkara að horfa á trén snúast fyrir þá sem ekki geta gengið í kringum þau. Svofelld varörstutt kynning Axels á uppfinningu sinni. Hann veitir allar upplýsingar hér um í heimasíma 567 4021 en Axel býr í Hraunbæ 50 hér í borg. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.