Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Page 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Page 39
heilagrar þrenningar og blessun páf- ans hefur svo leitt til þess að margir líta á Þríkrossinn sem sérstakan verndargrip. Sjálfur þáði páfinn grip- inn að gjöf og er hann væntanlega vel geymdur í Páfagarði.” I fyrstu var krossinn einkum gefinn fermingar- börnum og afmælisbörnum. Nú er al- gengt að börn fái hann í skírnargjöf og stúdentar í útskriftargjöf. Guðlaug tók upp samstarf við Blindrafélagið um sölu og dreifingu á gripnum við fráfall Asgeirs. “Félagið á mikinn heiður skilinn fyrir þátt sinn í að skapa Þríkrossinum þann sess sem hann hef- ur öðlast”, segir Guðlaug að endingu. Frá Blindrafélaginu. Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku: AÐVENTULJÓÐ I myrkrinu aðventuljósin loga sem lýsandi bæn um grið. Þessi veröld er full af skammdegisskuggum það skortir á gleði og frið. Það er margt sem vakir í vitund okkar sem við höfum þráð og misst. Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun að hugsa um Jesú Krist. Við lifum á uppgangs- og umbrotatíð þar sem allt á að gerast strax. Og andlegir sjóðir eyðast og glatast í erli hins rúmhelga dags. En samt er ein minning sem brennur svo björt eins og brosandi morgunsól um hann sem var sendur frá góðum Guði og gaf okkur þessi jól. Og jólin nálgast í hverju húsi og hjarta hvers trúaðs manns. Það er eins og við fáum andartakshvíld á afmælisdaginn hans. En eitt er það þó er í sál minni svíður sárt eins og þyrnikrans, að mennirnir halda markaðshátíð í minningu Frelsarans. Hann boðaði hamingju, frið og frelsi og fögnuð í hverri sál. Hann kenndi um guðdóminn, kraftinn og Ijósið og kærleikans tungumál. Og samt eru jólin hjá sumum haldin í svartnættismyrkri og kvöl, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. í skugga eymdar og ofbeldisverka við örvænting, skort og böl. Við lifum í dimmum og hörðum heimi með hungur, fátækt og neyð þar sem einn er að farast úr ofáti og drykkju en annar sveltur um leið þar sem einn er þjakaður andlegu böli en annar ber líkamleg sár. Og samt hefur lausnin frá þjáning og þraut verið þekkt í tvöþúsund ár. En þrátt fyrir mannkynsins mistök og syndir og myrkvuðu tímabil og þrátt fyrir allt sem hann þurfti að líða og þjást hér og finna til hann bíður samt ennþá með opinn faðm þar sem alltaf er skjól og hlíf, og biður um meiri mátt til að gefa mönnunum eilíft líf. í myrkrinu aðventuljósin loga sem lýsandi himnesk rós. Ógnþrungnir skammdegisskuggar víkja við skínandi kertaljós. Á jörðinni fölskvast hin andlegu efni og oft er hér þungbær vist. Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun að hugsa um Jesú Krist. Þríkrossinn í þágu blindra ríkrossinn, tákn heilagrar þrenn- ingar, hefur hlotið afar góðar við- tökur og hafa um eitt þúsund eintök selst ár hvert síðan farið var að selja hann á markaði og er að sjá sem salan muni tvöfaldast á þessu ári. Þríkross- inn er seldur til styrktar blindum og hefur undanfarin ár skilað Blindra- félaginu um einni milljón króna ár- lega. Þríkrossinn hannaði Asgeir Gunnarsson forstjóri, en hann féll frá árið 1989. Guðlaug Konráðsdóttir er eftirlifandi eiginkona Asgeirs og eigandi höfundarréttar að krossinum. Hún segir: “Þríkrossinn hefur öðlast sérstakan sess í hugum fólks og er á sinn hátt orðinn sígildur. Hann hlaut blessun páfans þegar hann kom hing- að til lands. Það gerðist áður en Ásgeir féll frá. Það að Þríkrossinn er tákn FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.