Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Síða 41
Ráðherra félagsmála flytur ávarp sitt. Sameinuðu þjóðunum á að tryggja að reglum SÞ sé á lofti haldið. Vekja þarf athygli á málum og vera á ferli, halda mönnum í heimabyggð við efnið, þar kemur að samtökum fatl- aðra sem og fötluðum ein- staklingum. Aðgengi kem- ur öllum við, snýr að sam- félagslegri þátttöku á öllum sviðum. á var komið að Guð- rúnu Hannesdóttur forst.m. sem talaði um 6. reglu - menntun. Hún vitn- aði í máli sínu til þeirra laga- og reglugerðar- ákvæða sem giltu í landi hér og ákvæði þar augljós og skýr en um framkvæmd gilti oft annað. I þessu sambandi sagði Guðrún að til kæmu tvenn lög í land- inu - fjárlög og hin lögin og mála sannast að alltof oft réðu fjárlögin og hin lögin öll yrðu að lúta þeim í fram- lögum og þar með í fram- kvæmd. Samskipan, jöfn þátttaka er í afar mörgu lagatryggð s.s. í mennta- málum en framkvæmd oft ekki í samræmi við fyrir- heit. Vissulega skortir ekki lög, reglugerðir, skýrslur og stefnumótun. Hún kvað jafnvel þær blikur á lofti nú að aðstaða fatlaðra gæti versnað. Guðrún mun ski'ifa um þetta efni grein í næsta blað. Þorsteinn Jóhannsson fram.kv.stj. rakti megin- atriði 7. reglu - atvinnu - og kynnti í framhaldinu hvert ástand mála væri hér. Hann mun eiga grein hér í blað- inu sem er nær samhljóða erindi hans. Síðasta framsöguerindið flutti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþ.m. og ræddi 8. reglu - tryggingu tekna og almannatrygg- ingar. Ásta Ragnheiður fór yfir meginreglur almanna- trygginga og félagslegrar aðstoðar annars vegar hvað varðaði tekjur 75% öryrkja svo og 65% öryrkja og skal ekki rakið hér svo kunnugt sem það á að vera. Hún fór sérstaklega yfir tekjuteng- inguna sem gildir um alla bótaflokka, aðeins á mis- munandi vegu. Inn í þetta samhengi setti hún aðstoð félagsmálastofnana og upplýsti að hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur væru 22% þeirra sem þar fengju aðstoð, öryrkjar. Ásta Ragnheiður nefndi svo sér í lagi heimildar- bætur félagslegrar aðstoðar sem bundnar væru því að viðkomandi byggi einn. Ef tveir fatlaðir flyttu saman yrði af umtalsverð tekju- skerðing, sömuleiðis ef fatlaður einstaklingur eign- aðist barn, þá missti við- komandi heimildarbætur. Hún fjallaði einnig um ákveðin letjandi áhrif tekju- tengingar varðandi at- vinnusókn öryrkja. Vék sér í lagi að end- urhæfingarlífeyri sem hefur áður haft sömu bótaflokka með sér og örorkulífeyrir, en nú aðeins tekjutryggingu skv. breytingu frá 1. okt. sl., þar sem bætur félagslegrar aðstoðar kæmu ekki inn í myndina lengur. Ásta Ragnheiður fór yfir réttindi sjúkratrygginga, umönnunarbætur og styrk, makabæturo.fl. sömuleiðis hin bótatengdu hlunnindi. Hún kvað mikla nauðsyn fyrir samtök fatlaðra að vera ævinlega vel á verði gagnvart hagsmunum skjólstæðinga sinna. Eftir kaffihlé hófust almennar umræður með allgóðri þátttöku ráð- stefnugesta og bar margt á góma m.a. lífskjör fatlaðra almennt, aðgengisvandi svo alltof víða m.a. hjá heyrnarlausum, uppsagnir starfa hjá fólki vegna veik- inda, ráðgjafarþjónusta og úttektarskylda vegna að- gengis, skerðing framlaga nú o.fl. Ráðstefnunni var svo slitið laust fyrir kl. 17. Þess má geta að þessi fjölsótta og velheppnaða ráðstefna var tekin upp á myndband til seinni tíma varðveizlu. Öryrkjabandalagið hef- ur gefið út bækling þar sem er að finna stutta kynningu á meginreglum SÞ um jafna þátttöku fatlaðra forsendur, áherzlusvið og framkvæmd og var honum dreift á ráð- stefnunni. Hann verður kynntur hér í blaðinu alveg sérstaklega. Mál manna var að hér hefði hið bezta til tekizt og nauðsyn bæri til að koma sem beztri kynn- ingu reglnanna út í sam- félagið. H.S. J Ó L \ hjarta mínu ég fögnuð finn er fara að nálgast jól. Með blessunarríkan boðskap sinn sem björtust mér lýsi sól. Á bernskunnar vit þá ber minn hug sem birtu lætur í té. Og andi minn glaður fer á flug að finna sín helgust vé. Því sjálfur Kristur þar kalla fer með kærleikans fegurst mál, sem tindrandi skæra birtu ber beint inn í hverja sál. í gráma hversdagsins, amstri og önn skal eilitla hafa töf. Þau töfra mig ennþá tær og sönn ég tek þeim sem dýrri gjöf. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.