Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Page 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Page 46
r. • I B RENNIDEPLI Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1996 hlýtur að vera öllum þeim efst í huga sem láta sig mál einhverju varða. Ekki sízt á það við um þau velferðarmál, sem öllu skipta um hag einstaklinga sem þjóð- arheildar. Þar ber tryggingamálin hæst á þessum vettvangi, enda ræður stefnumörkun sem einstakar ákvarð- anir þar svo afar miklu um hag þeirra sem í tryggingabótum eiga sitt tekju- lega athvarf allra helzt. í þeim efnum eru engin gleðitíðindi boðuð í þessu frumvarpi sem gerir á marga lund ráð fyrir því að tryggingaþegar haldi ekki sínum hlut og hefðu menn þó talið að sá hlutur væri slíkur að hvergi mætti út af bregða og nauðsynin meiri að lyfta þar lífskjörum sem unnt væri. Því verður ekki að óreyndu trúað að fram nái að ganga áform frumvarpsins svo nærri hag tryggingaþega sem þau höggva. Ályktanir aðalfundar Öryrkjabandalagsins taka á þessum málum og vonandi verða þær um- hugsunarefni þeim sem endanlega taka ákvarðanir í þessum efnum, enda er þar alvarlega varað við afleiðingum þess að mál gangi svo fram sem frum- varpið segir til um. ✓ Ilífeyrismálum tryggingaþega einum er ráð fyrir því gert að út- gjöld til þeirra lækki um einn milljarð miðað við það sem orðið hefði, ef óbreytt ástand hefði gilt. Þessi upp- hæð er um 7% af heildargreiðslum líf- eyristrygginga, hvorki meira né minna. 450 milljóna lækkun kemur til vegna þess að bætur lífeyrisþega eiga ekki að hækka í takt við launaþróun í landinu svo og vegna annars fyrir- komulags á eingreiðslum sem ekki getur til annars en lækkunar leitt. Það á sem sagt ekki að skila margrómuð- um efnahagsbata til lífeyrisþega, þeirra hlutur er svo ríflegur að þess gerist ekki þörf. En fleira er á döfinni. Boðað er að á næsta ári verði lögfestur fjármagnstekjuskattur sem þá komi til álagningar árið 1997 að því er skilið verður. Hins vegar eiga lífeyrisþegar að vera eins konar tilraunadýr hvað þennan skatt varðar, því frá og með næstu áramótum eiga bætur þeirra að skerðast af völdum fjármagnstekna, þannig að þeir skulu brautina ryðja og fara að greiða skatt þennan áður en landsmönnum almennt er það lög- skylt. að er vægast sagt undarlegur hugsunarháttur á bak við slíka gerð og í dag veit raunar enginn hvernig með skuli fara, það aðeins sagt að svo skuli fram fara með ein- hverjum hætti. Sömuleiðis á að lækka bætur til þeirra sem um er sagt, að þeir hafi ekki hirt um að greiða í lífeyris- sjóð eftir að lagaskylda varð. Fram- kvæmd öll óljós og erfið augljóslega svo margt sem þama spilar inn í, en það eitt augljóst að þama skal refsa þeim fyrst sem treysta á trygginga- bætur til lífsframfæris. Mikil er sú reisn og rausn. Þá munu heimilda- bætur lækka vegna óútskýrðra ástæðna, en lækka skulu þær frá því sem annars hefði verið og sameigin- lega taka þessir liðir báðir til lækkunar upp á 535 millj. kr. á næsta ári og það munar um minna. Heimildabæt- urnar eru mörgum það haldreipi helzt sem þó dugar til að endar nái einhvern veginn saman, þó örðugt sé öðrum að skilja hvernig unnt er. Lækkun þeirra er því alvarleg atlaga einmitt að þeim sem oft erfiðast eiga. Þessi áform öll eru raunar slík að hér hlýtur Alþingi að taka í taumana og tryggja það að lífeyrisþegar haldi hlut sínum og miðað við tekjustig þeirra almennt er það nú ekki til of mikils mælzt. Öryrkjabandalagið mun beita öllu sínu afli til að hindra að þessi annar- legu áform verði að virkileika. Von- andi leggjast sem allra flestir á þá sveif, utan þings sem innan. * ✓ Ilögum um málefni fatlaðra segir að Framkvæmdasjóður fatlaðra eigi að fá til ráðstöfunar óskertar tekjur Erfðafjársjóðs s.s. þær eru á hverjum tíma. Þetta hefur verið í heiðri haldið, en að vísu hafa auka- útgjöld verið lögð á sjóðinn undan- farin ár, hrein rekstrarútgjöld sem eiga heima í beinum útgjaldatölum fjár- laga. Sjóðnum var á þessu ári gert að sinna slíkum útgjöldum sem hvergi er að finna í lögum um málefni fatlaðra og verja til þessa allt að 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Hér er um að ræða útgjöld vegna frekari liðveizlu, nárns- og tækjastyrkja, stuðningsfjöl- skyldna o.fl., en þessi útgjöld munu nema hartnær 100 milljónum á þessu ári - vægt reiknað. Þessi útgjöld leggj- ast áfram á sjóðinn og eflaust fara þau eitthvað yfir á annað hundrað milljóna kr. á næsta ári. En nú er þetta ekki látið nægja, heldur er sjóðurinn auk þess skertur um litlar 153 milljónir kr. Áætlaðar tekjur frá Erfðafjársjóði á næsta ári eru 390 millj. kr. en til Frarn- kvæmdasjóðs fatlaðra skilað 237 millj. kr., þegar frá hefur verið dregið 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.