Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Qupperneq 47
framlag hins opinbera til geðfatlaðra - 20 millj. kr. 153 millj. kr. eru settar inn í almennan rekstur málefna fatl- aðra og þegar 40% heimildin er sett til viðbótar þá er engin goðgá að ætla að framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra til framkvæmda á næsta ári muni nema 130 - 140 millj. kr. essi skerðing á lögbundnum framlögum er afar alvarleg og vandséð hvar enda muni eftir að farið er að meðhöndla fé sjóðsins að hreinum geðþótta hverju sinni. Full- trúar hagsmunasamtaka í undirbún- ingi laga um málefni fatlaðra lögðu á það mikla áherzlu að fá óskertar tekjur Erfðafjársjóðs inn í Framkvæmdasjóð fatlaðra til þeirra brýnu verkefna sem honum voru falin og eru þar enn lög- um samkvæmt, svo ekki ætti að vefj- ast fyrir mönnum. Það er alvarlegt þegar stjórnvöld og löggjafi fara svo með skýr og ótvíræð lagaákvæði og lagfæra þau ár hvert eins og þeim lfkar bezt. Framkvæmdasjóður fatlaðra á fyrir höndum fjölmörg bráðbrýn verkefni sem enga bið þola og því er nauðsyn að fjármunir honum ætlaðir fari til þeirra nota sem lög kveða á um. Til þess eru lög að hentistefna ráði ekki um framkvæmd mála hverju sinni heldur lagaákvæði ljós og skýr og það eru þau í þessu efni og eftir þeim ber að fara. Vonandi sjá menn að sér og fara að lögum. * Innritunargjald á sjúklinga á sjúkrahúsum landsins er lausnar- orð dagsins og hefur þann göfuga tilgang: “að tryggja jafna samkeppnis- stöðu sjálfstætt starfandi sérfræði- lækna og sjúkrahúsa”. Samkeppnin frjáls skal auðvitað öllu ofar og ekki má halla á sérfræðingana, þá er nú betra og réttlátara að láta halla á sjúkl- ingana sem eru að vasast í því að fara á sjúkrahús. Undarleg eru áform þessi og eflaust ekki langt í það, að auk skattpeninga okkar hlotnist okkur sú náð að leggja heilbrigðiskerfinu til aukagjöld til hvers og eins, ef við förum að standa í veikindum, slysum eða öðru þjónustukrefjandi eins og það mun heita. Óneitanlega leiðum við hugann sér í lagi að lífeyrisþeg- unum okkar sem mörgum öðrum fremur munu þarfnast þjónustukrefj- andi aðgerða heilbrigðiskerfisins. Það er mjög til samræmis framkvæmt að um leið og bætur þeirra eru lækkaðar séu lögð á þá innritunargjöld þessi, enda vitað að þar eru hin breiðu bök sem bera munu möglunarlítið auknar álögur. Mjór er mikils vísir og þetta aðeins upphaf að almennri gjaldtöku fyrir hvaðeina í enn ríkari mæli. Það eitt víst að okkar fólk mun í engu geta á sig lagt aukin útgjöld á sama tíma og þrengt er að þeirra hag. Það ættu m.a.s. fjármálasérfræðingar sam- félagsins að skilja. / Aaðalfundi Öryrkjabandalagsins var m.a. ályktað sérstaklega um nauðsyn aukinnar starfsþjálfunar og starfsmenntunar í beinum tengslum við það fagnaðarefni að Starfsþjálfun fatlaðra hefur fengið nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína sem fleiri njóta góðs af. Starfsþjálfun fatl- aðra hefur auk síns reglulega skóla- halds verið með námskeið, afar vel heppnuð og þá braut þarf áfram að ganga og í auknum mæli. Einskis má láta ófreistað að skapa fólki með skerta vinnufærni sem bezta mögu- leika á atvinnuþátttöku, starfsaðlögun sem allra bezt getur sköpum skipt um hvort viðkomandi nær að eiga sinn fullgilda þátt í verkum samfélagsins. Margt er þar merkilegt á döfinni og vissulega kemur starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytisins til góðrar hjálpar í þörfum átökum, en betur má ef duga skal. Og enn einu sinni skal ítrekað að ein af meginskyldum hvers samfélags er að sjá svo til að á hverj- um tíma sé verk að finna hverjum þeim sem vinna vill. Atvinnuleysi dagsins í dag er einhver dekksti skugginn áþeirri samfélagsmynd sem við blasir. Þann skugga þarf að afmá sem allra fyrst. Eins og getið er glögglega um í góðri skýrslu formanns á aðal- fundi bandalagsins á liðnu hausti gegnir lögfræðiþjónusta bandalagsins afar þýðingarmiklu hlutverki fyrir okkar fólk. Þangað leggja fjölmargir leið sína í hinum ýmsu erindum og fá dýrmæta aðstoð í svo mörgu. Jóhann- es Albert Sævarsson lögfr. er hér til viðtals árdegis á miðvikudögum og eins má þá ná í hann í síma. Jóhannes segir málin af ólíku tagi, sum býsna fyrirferðarmikil og kalli á frekara framhald, önnur til úrlausnar í beinu framhaldi af beiðni og mörgum þann- ig ýmist vísað til vegar vel eða þá sem oftar er að eftir athugun og aðgerðir megi menn fá unandi málalyktir eða úrlausn nokkra. Þessi þjónusta er því mörgum mjög dýrmæt og megnar að skila árangri afar góðum sem full ástæða er til að vekja á verðuga athygli. Bandalaginu er það einnig mikils virði að mega svo koma til móts við sitt fólk með verðmætri þjón- ustu og aðstoð sem árangur ber svo oft og víða. Sannarlega þörf þjónusta sem í þagnargildi ætti ekki að liggja. Þegar vel er að verki staðið ber að virða slíkt. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.