Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 48
Félagið Heyrnarhjálp er hagsmunasamtök heyrnarskertra Það lætur nærri að 10% íslensku þjóðarinnar 20.000 manns, séu heyrnarskertir. Brýnustu baráttumál okkar eru m.a. að stuðla að því að kostnaður heyrnartækjanotenda verði minni vegna heyrnar- og hjálpartækja. Aðgengismál heyrnarskertra eru og afar brýn og því er nauðsynlegt að tónmöskvar verði settir upp í sem flestum opinberum byggingum. Réttindi heyrnarskertra til rittúlkunar þarf að tryggja og endurhæfingu þarf að auka og efla. í byrjun desember flutti Heyrnarhjdlp þjónustuskrifstofu sína að Snorrabraut 29,101 Reykjavík Húsið stendur á horni Snorrabrautar og Laugavegs, gegnt Tryggingastofnun, gengið beint inn frá götunni Snorrabrautarmegin. Staðsetningin er góð fyrir þá sem nota strætisvagna því hús- næðið er nálægt Hlemmi. Aðgengi að húsinu er og prýðilegt. Rafhlöðusala og öll önnur þjónusta og ráðgjöf við heyrnarskerta verður til staðar á Snorrabrautinni. Snorrabraut 29 Stjórn Heyrnarhjálpar, formaður og framkv.stj. Skýrmazltasti fjölmiðlamaðurinn Félagið Heyrnarhjálp hefur ákveðið að velja þann fjölmiðlamann sem hefur hvað skýrasta framsögn og veita honum viðurkenningu. - Með fjölmiðlamanni er átt við alla þá sem flytja talað mál í útvarpi eða sjónvarpi. Óskað er eftir skriflegum ábendingum frá almenningi og þurfa þær að berast Heyrnarhjálp, Snorrabraut 29, fyrir 1. febrúar 1996. Þriggja manna dómnefnd, skipuð af Heyrnarhjálp, mun velja þann sem hlýtur viðurkenninguna. í dómnefndinni sitja: Gylfi Baldursson, heyrnar- og talmeinafr., Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona og Jóhanna S. Einarsdóttir, framkv.stj. Formlega verður tilkynnt um niðurstöður dómnefndar þann 1. mars 1996. Myndlistarmaður verður fenginn til þess að hanna verðlaunagrip til handa skýrmæltasta fjölmiðlamanninum. Við viljum með framtaki þessu stuðla að því að þeir sem koma fram í útvarpi og sjónvarpi temji sér metnað, tali skýrt og greinilega og verði þar með áheyrilegri. Þannig njóta hinir heyrnarskertu og fullheyrandi betur hins talaða máls.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.