Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 9
fólk og fólk sem starfar við endur- hæfingu. Áhersla verður lögð á að nýta ýmsa sjóði innan Evrópusambandsins í þágufatlaðsfólks. Þar má nefna “The Structural Funds”: Á yfirstandandi tímabili 1994-1999 er Structural Funds mikilvægasta fjárhagstækið í Evrópusambandinu til þess að bæta aðstæður fatlaðs fólks í aðildar- löndunum. Framkvæmdastjórnin mun setja fram ítarlegar reglur (“Guides of Good Practice”) sem mælt er með að aðildarlöndin fari eftir til hagsbóta fyrir fatlað fólk. Auk þess verður haldið áfram að gefa út rit s.s. “Helioscope” sem gefið er út á 11 tungumálum og “Helioflash” sem gefið er út á þremur tungumálum. Þá er mælt með að halda upp á Evrópu- dag fatlaðs fólks og stefnir fram- kvæmdastjórnin ásamt Evrópu- þinginu og öðrum Evrópustofnunum að því að styrkja þetta verkefni. HUGSANLEG AÐILD ÍSLENDINGA Öll ofangreind verkefni eru auðvitað á vegum Evrópusam- bandsins. Þá vaknar auðvitað spurn- ingin hvernig þetta snýr við okkur íslendingum. Eins og staðan er núna höfum við áheyrnaraðild að þessum verkefnum. Til þess að við fáum fulla aðild er nauðsynlegt að búa til aðra samþykkt EFTA ríkjanna við fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins sem felur í sér fulla aðild EFTA ríkj- anna að þessum verkefnum. í fram- haldi af því verða EFTA ríkin að greiða til verkefnisins. Það sem undirrituðum þykir hvað mest áhugavert í tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar eru svokölluð “Pilot projects” sem hugsanlega yrðu svipað uppbyggð og verkefnahópamir “Exchange and Information Activi- ties” í HELIOS II verkefninu. Þá er gert ráð fyrir fleiri styrkjum til ráðstefnuhalds og möguleiki verður á fleiri niðurgreiddum ferðum fatlaðs fólks ef við fáum áfram fulla aðild að Mobility International. VINNUM Á HAGNÝTAN HÁTT Eins og að framan greinir er hér á ferðinni gífurlega umfangsmikil starfsemi. Þó er vert að benda á að aðstæður og leiðir í málefnum fatlaðs fólks í sumum aðildarlöndum Evrópu- sambandsins eru mun lakari en hjá okkur. Þá þykir undirrituðum “bákn- ið” innan Evrópusambandsins í sum- um tilfellum afar mikið og mikill tími fara í alls kyns skriffinnsku og skýrslugerðir. Þess vegna tel ég að sú leið sem við höfum valið hingað til í ofangreindu Evrópusamstarfi, þ.e. etta er heiti á nýlegum, ljómandi læsilegum bæklingi sem Samtök sykursjúkra hafa sent frá sér. Bæklinginn prýða skemmtilegar teiknimyndir sem eiga að sýna mun- inn á að vera í felum og koma fram í dagsljósið og taka þátt í baráttunni. Fyrirsögn yfir fjögur áherzluatriði bæklingsins er: Samstaða veitir betri yfirsýn. Fyrsta áherzluatriðið er: Sykur- sýki (diabetes): Fötlun eða ögrun. Sagt er frá því að sykursýki sé við- varandi sjúkdómur sem hefur áhrif og sín óþægindi, en á henni er unnt að hafa stjórn. Þar er fræðslan drýgsti bandamaður. Stærsti fróðleiksbrunnurinn um sjúkdóminn er sjúklingurinn sjálfur, er nafn næsta áherzluatriðis. Þar kemurframað 1,5 — 2% þjóðarinnar hafa sykursýki. Sykursýki er hinn “þögli sjúkdómur”, segir þar. Þeir sem lifa með sykursýki geyma mesta að leggja áherslu á það sem kemur til góða fyrir fatlað fólk á íslandi, hafi verið rétt. Því er mikilvægt, í hugsan- legri þátttöku í þeim verkefnum sem framundan eru á vegum Evrópusam- bandsins, að við sjáum af þeim hagnýt not og fólk finni það á sjálfu sér að þátttakan skili raunverulegum árangri. Helgi Hróðmarsson. og mikilvægasta fróðleikinn um sjúkdóminn. Hvað getum við boðið sykur- sjúkum og aðstandendum þeirra? er síðan spurt. Þar er vikið að hlutverki Samtaka sykursjúkra sem er að fræða fólk um sjúkdóminn með fræðslu- fundum, fræðsluefni og tímaritinu Jafnvægi sem kemur út einu sinni til þrisvar á ári. Hver erum við? Hvers vegna er okkur ekki sama? eru svo spurning- arnar í lok bæklingsins. Þar er athygli vakin á því, að aðeins einn af hverjum sex sem sykursýki hafa, eru í samtök- unum. Og lokaorðin eru hvatning til að efla samtökin. Við þurfum öll á hvert öðru að halda. Vonandi verður útgefendum að ósk sinni, því ekki mun af veita. Samtök sykursjúkra eiga aðsetur sitt að Laugavegi 26, Pósthólf 5292, 125 Reykjavík. H.S. Eru margir sykursjúkir í feluleik? FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.