Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 21
angraðist ég faglega og tilheyrði eiginlega eng- um starfshópi lengur. Eg hafði slitnað úr tengslum við aðalskrifstofuna á Egilsstöðum, þar sem flestir sérfræðingarnir/ fagfólkið í þessum mála- flokki starfa. Samkvæmt breyting- um á lögum um málefni fatlaðra, eiga sveitar- félögin að yfirtaka mál- efni fatlaðra eftir 2 ár. I samningum félagsmála- ráðuneytisins og Homa- fjarðarbæjar er það tekið fram að: “Hornafjörður getur leitað eftir faglegri ráðgjöf og stuðningi við framkvæmd þjónust- unnar frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi”. Mikilvægt er að þessi atriði séu í samningunum, en starfsfólkið þarf einnig að vera með- vitað um mikilvægi faglegrar vinnu og það að einangrast ekki faglega. Starfsfólkið þarf að leita eftir ráðgjöf/ handleiðslu hjá sérfræðingum í mál- efnum fatlaðra og vinna teymisvinnu með öðrum fagaðilunt á svæðinu. Hússjóður Öryrkjabandalagsins á 2 íbúðir á Höfn. Ásgeir Sigurðsson leigir aðra þeirra. vonandi markvissari. Helstu samstarfsaðilar mínir eru félagsráðgjafi, framkvæmdastjóri félags- og heilbrigðissviðs og sér- kennslufulltrúi sem starfar undir fræðslu- og menningarsviði (sjá mynd 2). Ákveðið hefur verið að þetta fag- teymi hafi fasta fundi hálfsmán- aðarlega til að fara yfir málefni sem skarast og deila út verkefnum. Einnig hitti ég þetta fagfólk fyrir utan þennan fasta tíma, þegar þörf er á því. Sálfræðingur starfar hjá bæjar- félaginu og kemur hingað tvisvar í mánuði 3 daga í senn, hann situr einn fund í mánuði með fyrrnefndu teymi. Einnig hefur verið ákveðið að skipu- leggja fund einu sinni í mánuði með áðumefndu teymi, hjúkrunarforstjóra Skjólgarðs, sálfræðingi og fram- kvæmdastjóra fræðslu- og menning- arsviðs (sjá mynd 2). sem ég sé strax eru þeir að öll þjónusta við fatl- aða er á einni hendi, því oft var erfitt að sækja sumt til ríkis og annað til bæjarfélagsins. Eg varð sérstaklega vör við það hjá foreldrum bama með fötlun að þeim fannst erfitt að þurfa að hitta marga aðila vegna þeirrar þjónustu sem bömin þeirra áttu rétt á. Ég hitti yfirmann minn oftar og get því verið virkari í mótun málaflokks- ins. Ég sé fram á meiri þverfaglega vinnu, ég er orðin hluti af starfsmönn- um bæjarins sem smám saman hefur verið að fjölga í kjölfar aukinna verk- efna frá ríki til sveitarfélaga. I lokin vil ég árétta mikilvægi þess, að sú faglega þekking og reynsla sem starfsfólk Svæðisskrifstofunnar býr yfir glatist ekki þegar sveitarfélögin yfirtaka málefni fatlaðra. Ég læt þessu lokið að sinni, en hver veit nema þið heyrið frá mér aftur, þegar ég verð flutt á bæjarskrifstofuna og meiri reynsla komin á þessar breytingar í málefnum fatlaðra á Hornafirði. Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi Niðurstaða Þegar þetta er skrifað eru liðnir rúmir 3 mán- uðir frá breytingunum, þannig að margt er ennþá að mótast í þessum efn- um. En helstu kostirnir Fyrirkomulag eftir breytingar Eins og áður hefur komið fram yfirtók Hornafjarðarbær málefni fatlaðra í Austur- Skaftafellssýslu og á Djúpavogi. Meginmarkmið samn- ingsins er að færa stjórn og ábyrgð á þjónustu við fólk með fötlun yfir á eina hendi, þ.e. til Hornafjarðarbæjar og stuðla að betri nýtingu á því fjármagni sem veitt er til mála- flokksins og bæta þjónustu við fólk með fötlun. Eftir breytingarnar er ég starfsmaður Hornafjarðarbæjar og vinn undir stjórn framkvæmdastjóra heilbrigðis- og félagsmálasviðs. Stjórnsýslubreytingar voru hjá bæjarfélaginu í byrjun árs og eru málefni fatlaðra undir heilbrigðis- og félagsmálasviði (sjámynd 1) Þjónusta við fólk með fötlun var felld inn í almenna félagsþjónustu sveitarfélagsins, og fer einn starfs- maður með málefni fatlaðra í sveitar- félaginu. Ég starfa áfram eftir sér- lögum um málefni fatlaðra og sé nú einnig um þau mál sem sveitarfélögin sinntu áður samkvæmt lögunum, s.s. liðveislu og ferlimál. Öll þjónusta við einstaklinginn verður heildstæðari og FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.