Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 23
manns. Við reynum að vera svolítið menningarleg, fáum oft til okkar góða gesti, nú ný- lega t.d. Símon Kuran, leikhúsin eru kynnt o.s.frv. Svo kemur fólk þama með sölusýn- ingar sem er tals- vert vinsælt. Fyrir skömmu var land- vörður á Öskju- svæðinu með skemmtilega myndasýningu og frásögn svo dæmi sé tekið. Enn fleiri nefndir eða hvað? Já, fjáröflunar- nefnd er m.a. í því að þróa nýjar hugmyndir sem nýtzt gætu til fjáröflunar, því alltaf er þess rík þörf. Laganefndin sér um að lögin séu í takt við tímann, eru því í raun í sífelldri endurskoðun. M.a. koma þar til breytingar á lögum Sjálfsbjargar - landssambandsins. Sigurjón Einarsson er okkar laga- doktor. Ferðanefnd hefur í stórræðum staðið sl. tvö ár. Árið 1995 var farið til írlands með stóran hóp - hátt í 50 manna, 15 hjólastólabundnir þar af. Það reyndist erfitt að vera með svo stóran hóp og í fyrra voru tvær ferðir farnar til Þýskalands, 12 - 14 í hvorri ferð með hjálparfólki og það gekk mjög vel. Vandamálið er kostun hjálparmanna, verður alltaf verra og verra. Fjáraflanir skila minna og minna fé. Fyrirtækin hafa breytt um starfshætti, segjast sjálf vera með hjálparsjóði, neita því öllum svona sérbeiðnum. Ráðuneytin vísa svo á fyrirtækin, en neita allri aðstoð. Hér þarf að finna einhverja unandi lausn, ef unnt er. Nú langar mig að fræðast svo- lítið um Vatnsendaparadísina ykk- ar, sem þið rómið svo mjög? Magnús Hjaltested á Vatnsenda lagði Sjálfsbjörg til landspildu við Elliðavatn. Auður Sveinsdóttir lands- lagsarkitekt var fengin til að skipu- leggja svæðið, gera það aðgengilegt fötluðum, svo þeir geti stundað þar útiveru. Skógrækt með Skeljungi lagði okkur til góðan gróður og var byrjað að gróðursetja í sumar er leið. Þar kom Vinnuskóli Reykjavíkur til góðrar hjálpar. Stígar eru nú tilbúnir undir malbik eða steypu, unnið að því að fá fyrirtæki til að malbika þá eða steypa og hjálpa til við uppsetningu bryggjanna. Margir hafa hjálpað okkur vel og dyggilega. Bráðabirgða- húsnæði hefur verið innréttað og endurnýjað og er sú vinna langt kom- in. Hugmyndin er húsnæði með sal- ernisaðstöðu og þar sé um leið góð kaffiaðstaða í 80 - 100 ferm. húsnæði. Þarna hafa bæði opinberir aðilar og fyrirtæki komið mjög myndarlega að verki og eiga þakkir skildar. Og þá er máske farið að síga á seinni hlutann og rétt að spyrja um starfið á skrifstofunni þinni, Jóhannes. Hvað er þar helzt á akri erjað? Það er nú alltaf erfitt að tíunda eigin verk. Nú skrifstofan heldur utan um félagslíf sem fjáraflanir og oft er þar anzi mikið umleikis. Við tókum að okkur afgreiðslu á SVR kortum, en S VR breytti til vegna mikillar mis- notkunar að þeirra sögn, en sem ég held nú að hafi verið mjög orðum aukið. Frá áramótum hafa verið afgreidd yfir 1000 kort. Sundkortin eru alltaf jafnvinsæl, eðlilega þar sem þau veita frían aðgang að sund- stöðum höfuð- borgarsvæðisins og í raun held ég að landsbyggðin hafi sömu góðu siðina um gjaldfrían að- gang. 1993 var afgreiðslan upp á 900 kort. Nú nær 1300 á ári. Enn má svo nefna upplýs- ingastarfsemi hvers konar, sem aukizt hefur með þrengri hag fatl- aðra. þar hefur góðærið gengið fram hjá og ekki bólar á því enn. Er svo ekki rétt að gefa þér tækifæri til ein- hverra lokaorða? Því verður að fagna að opinberir aðilar viðurkenna mikilvægi tilvistar slíks félags í mörgum greinum. Þetta á t.d. við um ferlimálin og er átak Reykjavíkurborgar í þessum efnum gleðilegasta dæmið þar um. Við okk- ur er haft samráð um ferlimál m.a. um breytingar á húsum. Landssam- bandið og Sjálfsbjörg á höfuðborgar- svæðinu hafa gefið út sérstaka leið- beiningabók um þessa hluti. Lokaorð mín varða mig máske dálítið persónu- lega. Eg varð á sínum tíma fyrir slysi, þurfti að læra að vinna með afleiðing- um þess, þurfti sjálfur að heyja mína baráttu við kerfið. Mér finnst þessi reynsla mín hafa komið sér afar vel í þessu starfi mínu hér, ekki sízt þegar vísa þarf öðrum til vegar. Og svo er bezt að klykkja út með óskum um batnandi hag okkar fólks, því ekki mun af veita. Jóhannesi Þór er þakkað spjallið og félaginu Sjálfsbjörg á höfuðborgar- svæðinu er alls góðs árnað í erfiðu starfi og krefjandi, en gefandi um leið. Án baráttu, án starfs hefst ekkert og Jóhannes Þór er lýsandi dæmi um þá sem aldrei láta deigan síga. megi honum og félögum hans farnast hið bezta. Formaður Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu er Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.