Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 27
rekendum og því fjárhagslegt öryggi jafnvel ekki til staðar. / Aíslandi greinast á milli 40 - 50 hjartveik börn árlega eða u.þ.b. 1% allra fæddra barna hér á landi. Því hafa nær 1000 fjölskyldur tekist á við þetta erfiða hlutskipti frá því að greining hófst. Af þeim 40 - 50 börn- um sem greinast með hjartasjúkdóma ár hvert, þurfa 20 - 25 þeirra að gang- ast undir aðgerð. 18-20 þeirra að- gerða verða framkvæmdar hér á landi. Árlega greinast þó 5 - 7 börn með það flókinn hjartasjúkdóm, að þau þarfn- ast aðgerðar erlendis og oft berst þessi hópur barna við sjúkdóm sinn allt sitt æviskeið. Það að aðgerðirnar færast hingað til lands í þeim mæli sem nú er, er okkur aðstandendum og ástvin- um hjartveikra barna mikið gleðiefni. Því að þegar takast þarf á við óumflýj- anlegar kringumstæður sem þessar, þá er ómetanlegt að finna fyrir nálægð aðstandenda og ástvina og finna stuðning þeirra í verki sem fjarlægðin landa á milli gefur ekki eins kost á. Það gleðiefni eigum við ekki síst að þaklca samstarfi LHS og Rauða kross Islands sem afhentu forstjóra Rfkis- spítala þ. 30. júlí 1996 15 milljón króna fjárframlag til kaupa á hjarta- ómsjá og handlækningatækjum fyrir hjartveik börn. Þetta ýtti enn frekar á stjórnvöld í að færa hjartaaðgerðir á börnum hingað til lands og við afhendinguna skrifaði heilbrigðisráð- herra undir samning ásamt forstjóra Ríkisspítala þess efnis að hjartaskurð- aðgerðir á börnum hæfust að hausti sama ár. Eflum traust samstarf enn frekar og látum okkur varða hvors annars hlutskipti. Þá stöndum við sterkari í baráttunni fyrirbættu líkam- legu og í senn andlegu heilbrigði. Með von um ánægjulegt samstarf. Elín Viðarsdóttir, formaður. Við þetta er því að bæta að stjórn Neistans skipa: Elín Viðarsdóttir, form., Margrét Ragnars varaform., Ólöf Sigurjónsdóttir, gjaldkeri, Halifríður Kristinsdóttir, vara- gjaldkeri, Ragna Sveinbjörnsdóttir, ritari og þœr Margrét Guðjónsdóttir og Sandra Franks meðstjórnendur. Formaður Styrktarsjóðs hjartveikra barna er Guðrún Pétursdóttir og varaformaður er Össur Skarphéð- insson. Elín Þorbjarnardóttir: Göngum vel um gæði jarðar Göngum vel um gæöi jarðar sem gefin eru oss af náð. Athöfn sérhver aðra varðar erum við hvert öðru háð. Vatnið hreint úr viðjum fljóta vantar sárt um allan heim. Með þökk og gleði þess skal njóta, því skal tekið höndum tveim. Víðáttan og vorið bjarta verða metin ei til fjár. Fjöllin, sem að fönnum skarta fegra landið daga og ár. Loftið hreina og Ijósið tæra leika um byggðir, fjöll og sjó. Hreysti og gleði fólki færa fegra sýn um grund og mó. Ökum ekki utan vegar óbyggðanna gróðri í. Heilar spildur hafa þegar horfið ryksins mekki í. Ylinn senda eldsins glóðir okkur heim í kuldatíð. Jörðin okkar mikla móðir miðlar gjöfum ár og síð. Hafið og þess holli fengur hafa blessun af sér leitt, en hversu mikið, hversu lengur hömlulaust skal úr því veitt. Hvernig nýtast hafsins gæði í hugum ýmsra er nokkurt mál. Legg ég þetta litla kvæði sem lóð á neysluvogarskál. Elín Þorbjarnardóttir. E.s. Þessi áminning Elínar er vissulega allrar athygli verð og henni færðar hlýjar þakkir fyrir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.