Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 38
FORVITNAST UM FOLDABÆ að var á kyrru aprflkvöldi sem undirritaður naut þess að mega koma í Foldabæ og fá þar að spjalla á léttum nótum við heimafólk og gesti þeirra. Þetta var góð og gjöful stund, en kveikti umleið lönguntil að mega í stuttu máli kynna þenn- an stað og starf- semina þar, sem glöggu gestsauga fékk ekki dulizt Guðrún K. aQ til fyrirmyndar Þórsdóttir. væri. í aprfllok ^— var því haldið í Foldabæ á nýjan leik og þá til fundar við Guðrúnu K. Þórsdóttur, forstöðu- mann Foldabæjar og forvitnast frekar um þessa starfsemi. Fara minnis- punktar frá því samtali hér á eftir. Foldabær er að Logafold 56 í Reykjavík, í Grafarvogshverfi vel að merkja, fallegt og stflhreint hús á tveim hæðum sem Reykjavrkurdeild Rauða kross íslands á. Foldabær er svokallað stoðbýli, en fyrirkomulagið er það að Reykjavíkurborg veitir framlag til starfseminnar sem jafn- gildir 7 stöðugild- um í heimaþjón- ustu. Reykjavíkur- deild RKÍ heldur utan um starfsem- ina. Hver íbúi leggur svo á mánuði fram 55 þús kr. Stoðbýlið var opnað 24. júní 1994 og forstöðu- maður hefur frá upphafi verið Guðrún K. Þórs- dóttir. Aðspurð um menntun sína seg- ist Guðrún vera sjúkraliði með B.A.próf í sálar- fræði, grunnnám í viðskiptafræði og stundarnú djákna- nám. Áður en opnað var fékk starfs- fólk vikufræðslu, en svo fluttu þarna inn á 5 vikum, 7 konur og þrjár þeirra dvelja enn í Foldabæ. Þó 7 konur búi þarna í dag þá er stoðbýlið ekki kynbundið, það er bæði fyrir karla og konur. Allar þessar konur stríða við minnissjúkdóma, aðallega þó Alz- heimersjúkdóminn, allar höfðu þær áður búið einar, en ekki með nokkru móti verið unnt lengur, þrátt fyrir dagvistun, alla mögulega heimaþjón- ustu og aðstoð barna þeirra sem bezta. Hér hefur fólk svo alla þjónustu, í Foldabæ er vakandi vakt allan sólar- hringinn, og sýnilegt gestsauga að gætt er vel að öllu. Aðaláherzla er á að reka þetta sem heimili. Öll aðföng eru sótt, það er eldað, þvegið og þrifið eins og á venjulegu heimili. Guðrún segir að þarna sé engin eiginleg verkaskipting, allir gangi í öll störf og það sama gildi um sig. Tvær eru á vakt bæði kvölds og morguns og þannig skipt að önnur sér um eldhúsið, hin félagslega þátt- inn, en báðar sjá um böðun og þrif. Þetta fyrirkomulag hefur gengið mjög vel og skapað m.a. góða fjölbreytni í störfum fyrir alla. Guðrún sagði að mikill dagamunur væri hjá konunum, en svo væri nú raunar um flesta þó í minna mæli væri. Áhersla er lögð á hinn félagslega þátt, virkja konurnar í öllu sem aðhafzt er, hafa þær með í öllum heimilisstörfum: þvo upp, hengja upp þvott, baka pönnukökur, taka til í herbergjum svo dæmi séu tekin. Halda sem sagt þessari daglegu færni sem allra mest og bezt við. Þetta tekst mjög vel og tilfinningin fyrir því að þetta sé einmitt þeirra eigin heimili verður enn sterkari fyrir bragðið. arna er engin hörð né ofskipulögð dagskrá, en reynt að halda öllu í reglu eins og á stóru, góðu heimili. Guðrún segir að mikið sé lesið í Foldabæ. mikið spjallað og lesið m.a. það helzta úr blöðunum. Fréttatímum ekki sleppt í útvarpi eða sjónvarpi, horft á góða þætti, einkum íslenzka í sjónvarpinu. Það er eins mikið verið úti í göngut'erðum, og unnt er, enda umhverfið yndislegt og gefur marga möguleika. Einnig er iðkuð létt leik- fimi inni. Staðreyndin er sú að hreyfi- færni er mjög góð. Farið er í Hagkaup og Bónus til að verzla sem og víðar og taka heimilismenn virkan þátt í innkaupum. Guðrún segir að starfs- fólk noti sína eig- in bíla til beinnar afþreyingar fyrir konurnar. Jafn- framt er farið í ferðir, þær lengstu voru austur á Þingvöll og að Nesjavöllum og svo önnur ferð í Hraunborgir í Grímsnesi svo dæmi séu tekin. g svo kemur að öllum sjálfboðaliðunum, sem ómetanlegir eru. Hingað kem- ur hálfsmánaðar- lega kona sem gengur undir o Á góðri gleðistund með Gerðubergsfólki. 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.