Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 3
Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi: AF VETTVANGI KJARAMÁLA Síðastliðinn vetur hefur Öryrkjabandalagið vissulega verið áberandi í kjarabaráttu öryrkja. Þegar í haust við setningu Alþingis safnaðist stór hópur fatlaðra saman fyrir utan þinghúsið og þar fór fram áhrifarík mótmælastaða, þar sem þátttakendur báru logandi kyndla. Það má segja að nær samfelld barátta hafi verið frá þeim degi í allan vetur og þar til að alþingiskosningar fóru fram 8. maí s.l. Það verður að segjast að allir flokkar hafa lofað einhverjum bótum fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili, þannig er ekki annað hægt en að líta með nokkrum vonaraugum um úrbæt- ur í nánustu framtíð. Má nefna nokkur atriði sem eru í stefnuskrám rrkisstjórnarflokkanna fyrrverandi í kosningabaráttunni. Talað var um fólk í fyrirrúmi hjá Framsóknarflokki. Að aukinn verði stuðningur og þjónusta við fjölskyldur langveikra barna, að gera verði þjóð- arsátt um velferðarsáttmála sem bæti hag þeirra sem búa við lakastar að- stæður í hópi aldraðra, öryrkja, atvinnulausra og barnafólks. Islensk heilbrigðisþjónusta á að standa öllum til boða burtséð frá efnahag. Að lífskjör fatlaðra og öryrkja verði bætt enn frekar þannig að þeir geti tekið virkari þátt í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda áfram á sömu braut og verið hefur þ.e. að bæta hag öryrkja enn frekar, svo sem þar segir. rátt fyrir að Öryrkjabandalagið hefði viljað sjá mun meiri bót í ýmsum málaflokkum hefur nokkuð áunnist sem betur fer. Eftir að örorkulífeyrir var rofinn úr tengslum við vikukaup verkamanna °g laun hækkuðu mikið, hefur það verið krafa bandalagsins að örorku- lífeyrir fylgdi almennri launaþróun og væri ekki lægri en lágmarkslaun í landinu sem í dag eru 74.800 kr. á mánuði. Þegar bætur voru síðan tengdar við vísitölu framfærslu með hliðsjón af launaþróun í landinu, varð sú aðgerð ekki til þess að öryrkjar fengju það mikla hækkun að kjör þeirra næðu lágmarkslaunum. Dregið hefur verið verulega úr tekjutengingu bóta við tekjur maka. Tekjumörk tekjutryggingar þar sem annað hjóna er á bótum eru nú 90.504 kr. í stað rúmra 40.000 kr. sem áður var. Tekjumörk einstaklings hækkuðu Guðríður Ólafsdóttir einnig og eru nú 30.168 kr. í stað rúmlega 20 þús. kr. áður. Frá 1. mars sl. náðist fram ný túlk- un tryggingarráðs um heimilis- uppbót og sérstaka heimilisuppbót fyrir einstæða foreldra. Þar var horfið frá þeirri túlkun að einstæðir foreldrar hefðu fjárhagslegt hagræði af barni sínu. Nú geta einstæðir foreldrar sótt um þessa tvo bótaflokka, það er að segja ef ekkert annað kemur í veg fyrir greiðslu til þeirra t.d. launagreiðslur. Við bendum einstæðum foreldrum á þegar þeir sækja um þessa bótaflokka að taka fram í umsókninni að sótt sé um tvö ár aftur í tímann, þar sem heimildarákvæði er í lögum um félagslega aðstoð þar að lútandi. Ekki er von á að það náist fram að sinni, en þrátt fyrir það verður á það látið reyna með þessu móti. Trygginga- ráðuneytið tekur fram í bréfi sínu til Tryggingastofnunar ríkisins, að greiðslur gildi aðeins frá og með 1. mars s.l. Öryrkjabandalagið mun leggja áherslu á að þessir bótaflokkar verði greiddir foreldrum fyrir síðustu tvö ár. Ný reglugerð um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra hefur verið gefin út og mun gilda frá og með úthlutun fyrir árið 2000. Styrkjum var fjölgað nokkuð og inn komu tveir nýir styrkjaliðir, auk þess sem hækkun varð á upphæðum. Inn kemur heimild fyrir þá sem eru að kaupa bifreið í fyrsta sinn og falla undir lægri styrkinn að fá helmingi hærri upphæð í það eina skipti. Þá er heimilt að greiða 50% styrk til þeirra einstaklinga sem þurfa dýrar og mikið sérbúnar bifreiðar. I undantekning- artilfellum getur sá styrkur numið allt að 60% en þá er kvöð á bifreiðinni til 6 ára, en kvöð í öðrum flokkum er til fjögurra ára. Nýjar reglur um örorkumat tóku gildi fyrir skömmu og er tekjumatið ekki eins afgerandi og áður var. Meiningin með nýja örorkumatinu er að 75% öryrkjar haldi sínu örorkustigi þrátt fyrir tekjur og hafi þannig rétt til þeirra hliðaráhrifa sem fylgja 75% matinu, s.s. lægri greiðslur fyrir læknisþjónustu og lyf. Það hefur löngum verið þyrnir í okkar augum hvað svonefndir vasa- peningar hafa verið lágir en þeir hafa aldrei fyrr en nú náð örorkulíf- eyrinum, en þann 1. apríl s.l. hækkuðu vasapeningar úr rúmlega 12 þúsund kr. í 16.829 kr. Við hefðum viljað sjá þessa upphæð hærri eða u.þ.b. 25.000 kr. á mánuði og hefði ekki verið útgjaldaauki fyrir ríkiskassann nema um 35 til 40 millj. kr. á ári. Það fólk sem býr á dvalarheimilum þarf að vísu ekki að greiða fyrir fæði, húsnæði og lyf, en allt annað eins og fatnað, snyrtivörur, tómstundir, skemmtanir og gjafir. I þessu sambandi má nefna Sjálfsbjargarheimilið í Hátúni 12, þar sem búa mikið fatlaðir einstaklingar sem ekki hafa önnur búsetuúrræði. Manni finnst að fólk sem þannig er statt þurfi að hafa nokkur auraráð til að geta létt sér lífið að einhverju marki og tekið þátt í því samfélagi sem það lifir í. Góðærið þarf að ná til allra. Guðríður Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi ÖBÍ fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGSINS 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.