Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 10
eftir nokkra mánuði, við skulum endurskoða þetta! Kleppsspítalinn sendi mér fólk sem ég átti að meta. Ég fékk alltaf læknabréf um lyfjaskammt og allt sem viðkomandi þurfti að nota. Skilaboðin sem ég fékk voru, að Jón Jónsson væri kominn á lágmarkslyfjaskammt og ætti að vera gjaldgengur. Hlutverk mitt var að skoða meðfylgjandi gögn, ræða við skjólstæðinginn og sjá hvað hægt væri að gera. Ég varð að vera sannfærður um að viðkomandi stæði sig. Stæði hann sig ekki var hætta á miklu áfalli og skerð- ingu á sjálfstrausti sem þyrfti að byggja upp aftur. Þá gæti það tekið viðkomandi langan tíma að ná því hugarfari að treysta sér aftur í vinnu og treysta mér. Ég reyndi ávallt að glæða sjálf- stæði skjólstæðings. Sagði að Múla- lundur kæmi til greina sem þjálfun- arstaður til dæmis í þrjá mánuði. Starfsgeta hans yrði metin og mál hans endurskoðað eftir endurhæfingu. Síðar meir útbjó ég samning sem Tryggingastofnunin átti eftir að taka upp sem sinn, - orð fyrir orð. Ef ég gat ekki ábyrgst mann í vinnu eða fundið lausn fyrir hann, var viðkomandi kallaður inn til viðtals hjá Gylfa Asmundssyni ráðgefandi sálfræðingi, Hauki Þórðarsyni ráðgef- andi lækni og mér. Oft funduðum við fram eftir kvöldi. Þetta voru mjög fróðir menn sem ég lærði mikið af. Að öðru leyti var þetta framhald af því sem ég hafði verið að vinna með í áratugi, - ég var aðeins með mörgum sinnum fleiri gögn í höndunum.” Ráðgjafi íferlimálum Carl er sá eini sem hefur starfað að ferlimálum og segja má að hann sé sérfræðingur á því sviði hér á landi. Sjálfur segist hann aldrei hafa notað orðið “sérfræðingur”. “Ég hef verið ráðgefandi í ferlimálum á vegum félagsmálaráðuneytisins, - var skip- aður í ferlinefnd fatlaðra 1.6.’73 og starfað í skyldum verkefnum síðan. Enginn annar starfsmaður hefur verið í þessu, enginn hefur tekið við af mér. Samband íslenskra sveitarfélaga er komið í þetta núna og er með starfs- mann í þessu verkefni.” Carl segir starfssvið sitt sem ráðgefandi ferlimálafulltrúahafi verið að leiðbeina byggingaraðilum um málefni sem snerta aðgengi fatlaðra, hvort sem um var að ræða stofnanir, einstaklinga eða opinberar ferlinefnd- ir. Einnig að sjá um upplýsingar, fræðslustarf, gagnamiðlun og ráðgjöf til samstarfsnefnda sveitarfélaga um ferlimál. “Ég hef farið víðsvegar um landið og haldið fundi um ferlimál fatlaðra. Ég byrjaði á að koma byggingafull- trúa og bæjarstjórn inn í málin, með því að sýna myndir um helstu van- kanta, eins og vöntun á skábrautum, breiðum hurðum fyrir hjólastóla, sér- snyrtingar o.fl. Næstu daga fór ég yfir byggingar á staðnum sem fólk leitar til, eins og apótek, heilsugæslustöð, lögreglustöð, banka, bókasafn, hótel, sundlaug og vinnustaði. í lokin tók ég ferlinefnd staðarins og setti hana inn í, hvernig mælikvarða ég nota í sam- bandi við hús og híbýli.” Carl segist ekki hafa fundið hljóm- grunn um aðgengi eldri bygginga. “Ég fór með teikningar af hugmyndum mínum til skipulagsstjóra ríkisins og fékk svarið að þetta væri ekki fram- bærilegt. Þeim fannst teikningin ómöguleg, vildu fá sérfræðilega unna, en hugmyndin góð. Síðan hefur ekkert verið gert í þessu máli.” í júní 1991 leggur Carl fram skýrsl- una Hönnunarskyldur. Þar spyr hann: Hverjireru hamlaðir? Og skipt- ir þeim í 6 hópa: 1. Hreyfihamlaðir 2. Sjónskertir 3. Heyrnar- og talskertir 4. Þroskaheftir 5. Geðfatlaðir 6. Flogaveikir. I ársbyrjun 1990 segir Carl á fundi svæðisstjórnar í Reykjavík, að til- lögum úr skýrslu húsameistara hafi ekki verið nægilega fylgt eftir. í maí 1990 ræðir Carl um nýja bygginga- reglugerð í Keflavík og fagnar ný- mælum í henni, en gagnrýnir líka. Brot úr ræðu hans eru sígild: “Sífellt er verið að vinna að því að þeir sem eiga við fötlun að stríða, geti lifað við sem líkastar aðstæður og ófatlaðir. Hreyfihamlaðir eru ekki eingöngu þeir sem fatlaðir eru, heldur einnig aldraðir og lasburða. Umhverfið okkar er þeim á margan hátt andsnúið og hindranir leynast víða. Viðleitni manna er í flestum til- fellum í formi lagasetninga og reglugerða sem eiga að tryggja fötluðum sömu lífsskilyrði, en því miður eru reglugerðir oft ómark- vissar og á þeim ýmsir gallar sem orsaka að eftir sem áður er ástandið nánast óbreytt. Gætum þess að öll ætlum við okkur að verða eldri og enginn getur tryggt okkur hestaheilsu til æviloka. Eins er engin trygging fyrir því að börn okkar eða barnabörn þurfi ekki að lifa við fötlun. Akjósanlegasta lausnin er - að allt umhverfi okkar verði öllum aðgengilegt og allir geti búið þar sem þeir helst kjósa - án nokkurra hindrana.” Þú ert of gamall! “Ég vann það sem þurfti að vinna hjá félagsmálaráðuneytinu í 23 ár - til 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.