Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 25
Endurhæfing í Neskaupstað Sem Austfirðingur af hug og hjarta hlaut ég að staldra við pistil í síðasta tölublaði Velferðar, málgagns Landssamtaka hjarta- sjúklinga, frá Birni Magnússyni yfirlækni í Neskaupstað. Þar greinir Björn frá endur- hæfingu eða HL-þjálfun á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, en hún hófst árið 1995. Björn segir að síðan hafi tveir til þrír hópar sjúklinga komið þangað meðreglubundnumhætti. Mest- megnis eru það hjartasjúklingar en einnig lungnasjúklingar. Hóp- urinn telur yfirleitt átta til tíu manns og dvalartími á sjúkrahús- inu er fimm til sex vikur. Hann segir að þar sem Austurland sé svo víðfeðmt verði að leggja sjúklingana inn, þ.e. þeir fara þó heim um helgar og þeir sem styst eiga fara heim eftir þjálfun á degi hverjum. Markmiðið segir Björn vera það að byggja skjólstæðingana upp, þannig að þeir haldi áfram þjálfun heima. Megináhersla er lögð á þjálfun, slökun og félags- lega afþreyingu. Varðandi það Björn Magnússon síðastnefnda nefnir Bjöm æfingar í línudansi og iðkun listmálunar. Ahersla er einnig lögð á fræðslu um matargerð og mataræði. Bjöm Magnússon segir að fyr- irhugað sé að kaupa nýjan og fullkominn búnað til þolprófana. Undirtektir við það í fjórðungn- um hafa ágætar verið. Hann segir að endurhæfingin hafi notið mik- illa vinsælda og færri komist að en vildu og það veit ritstjóri að eru orð að sönnu. H.S. Fjárhagsáætlun Öryrkjabandalagsins Astjómarfundi 18. mars sl. var tekin fyrir og samþykkt fjár- hagsáætlun bandalagsins fyrir árið í ár. Heildartekjur frá Islenskri getspá eru áætlaðar 132 millj. og þær skiptast milli Öryrkjabandalagsins og Hússjóðs í hlutföllunum 47.5% og 52.5%. f tölum er hlutur bandalagsins því 62.7 millj.kr. Hæsti einstaki liðurinn eru laun og launatengd gjöld eða 14.750 millj.kr. Styrkveitingar fylgja þar fast eftir eða 14.7 millj.kr. Atvinnumál fatlaðra - Glitskuldin - tekur til sín 8.9 millj.kr. Fréttabréfið kostar 6.8 millj.kr. enda fer það orðið út í yfir 17 þús eintaka. Þá kemur liðurinn: Auglýsingar og kynningar með 3.7 millj.kr. VinnustaðirÖBÍ fá 3.3 millj.kr. Erlend samskipti taka til sín 1.450 millj.kr. og aðkeypt þjónusta og þá einkum lögfræðiþjónusta er áætluð 1.3 millj.kr. Aðrar upphæðir eru snöggtum lægri. Fjárhagsáætlun er vissulega alfarið háð tekjunum frá íslenskri getspá þar sem óvissuþáttur um útkomu er auðvitað alltaf til staðar. Fjárhagsáætlunin svo samþykkt á að skila sínum rúmu þrem milljónum í rekstrarafgang og þar litið ekki síst til óvissunnar um íslenska getspá sem áður er nefnd. Áætlunin var samþykkt samhljóða og á öðrum stað í blaðinu er getið um skiptingu styrkupphæða. H.S. Hlerað í hornum Rifjuð er upp lítil, Ijúf saga sem Kristín okkar Jóns sagði ritstjóra einu sinni, en hún á tvíburasystur sem Þórhildur heitir. Hún var þá tveggja ára að æfa sig við gang og vandaði sig vel. Fyrir enda gönguleiðarinnar var stór spegill. Sem nú Kristín lítur upp og fram fyrir sig segir hún við móður sína: “Nei, sjáðu mamma, hún Þórhildur er komin.” Ekki þarf að taka fram að á þeim tíma voru þær tvíburasystur mjög líkar. * * * í blaðinu Degi má finna gnótt góðra sagna. Þar sagði frá íslenskri stúlku sem fór til Jerúsalem og fékk hótelherbergi með góðu útsýni til Grátmúrsins fræga. Henni varð löngum starsýnt á aldraðan mann sem kom þangað þrisvar á dag og baðst fyrir. Hún fór að Grátmúrnum og hitti þann aldraða og spurði um þennan sið hans. Hann sagðist hafa beðist þarna fyrir í 25 ár, beðið fyrir friði í heiminum, að allir sjúkdómar hyrfu, að allt yrði til blessunar o.s.frv. “Og hvernig hefur þetta svo reynstþér?”, spurði stúlkan. Þá sagði sá aldraði: “Biddu fyrir þér. Þetta er eins og að tala við stein”. * * * Öldruð kona beið og beið við gang- stéttarbrún andspænis gönguljósum. Kaupmaðurinn í búðinni rétt hjá fylgdist með en gat svo ekki stillt sig um að fara á vettvang og spyrja kon- una hvers vegna hún færi ekki yfir. Þá sagði sú aldraða: “Ja, græni karl- inn er búinn að koma og ég veit ekki hvað oft en það bólar ekkert á grænu konunni svo ég komist yfir.” +++ Æskuvinirnir hittust og voru að rilja upp og reyna að muna og annar sagði við hinn: “Heyrðu, manstu eftir henni Siggu Ijóshærðu, sem allir strákarnir voru svo skotnir í og nú segir almannarómur að hún sé bara hrein mey. Heyrðu, Gunni varst þú ekki með henni Siggu í gamla daga?” “Jú, en það var löngu áður en hún varð hrein mey.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.