Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 35
(therapist), umsjónarþjálfari (senior therapist) og ráðgjafi (clinic supervi- sor). Námsferlið hófst á því að við tengdumst þjálfun barna sem njóta atferlismeðferðar í íslensku rannsókn- inni, sem var undirbúningur fyrir dvöl í Noregi. Þegar þangað kom tók við þjálfun barna sem njóta þjálfunar í norsku rannsókninni. Þar fengum við ráðgjöf frá norskum ráðgjöfum sem allir eru þroskaþjálfar og starfa við Glenne Senter í Vestfold. Glenne Senter er hluti af Habiliteringstjen- esten í Vestfold og sinnir fólki með einhverfu og alvarlegar atferlistrufl- anir. Þessi hluti tók fimm og hálfan mánuð, þar af þrír mánuðir í Noregi. Eftir þennan áfanga höfðurn við það verkefni að þjálfa börn hér heima, taka þátt í námskeiðum með Sigríði Lóu sem haldin eru við upphaf þjálf- unar hjá börnum sem hefja þátttöku í rannsókninni, ásamt því að koma að þjálfun nýrra þjálfara, samtals þrír mánuðir. Síðasti hluti námsins hófst í Nor- egi þar sem við fengum þjálfun, ráð- gjöf og fræðslu frá kollegum okkar á Glenne Senter, samtals tveir mánuðir. Nú um áramótin byrjuðum við að starfa sem ráðgjafar í IYAP og sinnir hvor um sig ráðgjöf vegna meðferðar tveggja bama. A námstímanum er gerð krafa um lestur bóka og fræðigreina tengda við- fangsefninu. Náminu lýkur með gæðamati og prófi í fræðilegri þekk- ingu. Gerterráðfyrirþvíaðnámslok verði 1. júlí næst komandi en tengsl- um okkar við IYAP lýkur formlega árið 2000. Lokaorð: Markmið með námi sem þessu er að byggja upp þekkingu sem nýtist í ráðgjafarþjónustu fyrir börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Þekking sem mun ótvírætt styrkja Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til að rækja hið aukna þjónustuhlut- verk sem stofnuninni hefur verið falið, ásamt því að styrkja okkur sem fag- menn. Áhugi á atferlismeðferð hefur verið vaxandi að undanfömu sem birt- ist meðal annars í áhuga foreldra og hagsmunasamtaka. Lykill að bættri þjónustu fyrir böm með einhverfu og fjölskyldur þeirra er fræðsla og þekking. Þakkir: Umsjónarfélag einhverfra, Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Sjóð- ur Odds Olafssonar, Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur, Minningarsjóður Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur, For- eldra og styrktarfélag Greiningar- stöðvar, Sigríður Lóa Jónsdóttir, sál- fræðingur, Evald Sæmundsen, sviðs- stjóri sviðs 4, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður GRR, Ásgeir Sig- urgestsson, framkvæmdastjóri GRR, Ástrós Sverrisdóttir, formaður UE, börn, foreldrar og þjálfarar sem eru þátttakendur í IYAP. Heimildir: Evald Sæmundsen (1997), Far- aldsfræði og algengi einhverfu á íslandi. Umsjón, bls 15-17, Reykjavík ; Umsjónarfélag ein- hverfra. Sigríður Lóa Jónsdóttir(1997), Atferlismeðferð barna með ein- hverfu - Hagnýt atriði. Umsjón, bls 34-37, Reykjavík; Umsjónar- félag einhverfra. Lovaas,0. 1(1987) Behavioral treatment and normal educational and intellectual functioning in young autistic children. Journal of Consulting and Clinical Psychol- ogy- Agnes Elídóttir Guðný Stefánsdóttir Urskurðarnefnd í ágreiningsmálum hjáTR Rétt í lok þessa síðasta þings á kjörtímabilinu fór í gegn breyting á lögum um almannatryggingar sem til ýmissa þátta tók en megin- atriðið fólst þó í því að kvartana- og kærumál vegna afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins fara nú fyrir sérstaka, óháða úrskurðamefnd. Áður hefur það verið tryggingaráð sem tekið hefur slík mál til afgreiðslu og úrskurðar og það þekkir ritstjóri af eigin raun, að þar var reynt að meta mál og vega af sanngirni, en vissulega má það til sanns vegar færa að ráð sem fara á með stjórn stofnunar sé ekki nógu vel bært að úrskurða í málurn þeirrar sömu stofnunar og viðskiptavina hennar. Alla vega fer ekki á milli mála að réttaröryggi ætti að vera býsna vel tryggt með slíkri sjálfstæðri úrskurðarnefnd. I frumvarpinu eins og það var lagt fyrir Alþingi var gjört ráð fyrir því að nefndarmenn yrðu skipaðir af ráðherra án tilnefninga. Öryrkjabandalagið lagði til að ákveðnir aðilar s.s. Hæstiréttur tilnefndi nefndarmenn og niðurstaðan sú að Alþingi kom myndarlega til móts við okkar sjónarmið í þessu efni og ber að fagna því. Þannig skal Hæstiréttur nú tilnefna bæði formann og varaformann. Skal formaður vera með réttindi héraðsdómara en varaformaður læknir. Þriðja manninn tilnefnir svo ráðherra og er vonandi að þar komi að góður fulltrúi þess fólks sem til nefndarinnar þarf að sækja, svo fólk fái enn meiri trú á því sem nefndin fæst við, enda trú mín að þarna verði valinn maður í hverju rúmi. Þessi nýsamþykkta skipan gengur í gildi 1. júlí nk. og von okkar sú að til heilla verði og nokkurra hagsbóta fyrir það fólk sem þykir það órétti beitt á einhvern veg af hálfu þessarar viðamiklu og víðfeðmu stofnunar. Okkar sannfæring hins vegar sú að í yfirgnæfandi fjölda mála er af starfsfólki haldið af sanngirni, lipurð og réttsýni, en minnast skulu menn þess að þessu ágæta starfsfólki eru ákveðnar reglur settar sem þetta fólk ber ekki neina ábyrgð á en verður eftir að fara. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.