Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 7
Carl í skjóli trjánna í Hraunborginni. Hlín var í garðyrkjuskóla í Englandi og rak um árabil ræktunarstöð í Laugardal. Þarna er hún með fangið fullt af laukum sem þau rækta margar tegundir af. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri og ljósmyndari, sem margir þekkja og býr héma hinum megin við girðing- una,” segir Carl. “Við Hjálmar fórum í laugardags- bíltúra að horfa í kringum okkur og leist fljótlega best á þetta svæði. Hjálmar var ríkisstarfsmaður sem kannaði leiðina til að sækja um lóðir til jarðeigna ríkisins. Ég fékk fyrst lóð hinum megin við götuna, en Hannes Davíðsson sagði það eina staðinn sem Reykvíkingar hefðu fyrir berjatínslu, svo að ég missti af þeirri lóð en tókst að fá þessa í staðinn. Hraunborgin var geysileg viðbrigði frá Laugardalnum. Hér var ekki stingandi strá og ekkert grænt nema mosinn. Ég byrjaði á að planta út 7 þúsund trjám og “stiklingum” áður en ég byrjaði á húsinu, svo að Hlín gæti fest rætur. Hér hefur allt vaxið svo vel, að ég hef orðið að höggva niður 15 metra tré til að lofta út.” Carl hefur sannarlega skapað skjól fyrir Hlín sína. “Að finna Hlín var mesta gæfuspor mitt í lífinu,” segir Carl. “Ég sá hana fyrst á Þingvöllum á íslend- ingadaginn, eina skiptið sem þjóð- hátíð Vestur-íslendinga var haldin á íslandi, og þekkti hana í mörg ár áður en við giftumst. Að hafa séð hana 1940 og giftast henni ekki fyrr en 3. des. 1944 - kalla ég mörg ár.” Orð Carls eru hlý og umvefjandi þegar hann talar við konuna sína sem er Parkinsonsjúklingur. Hlín minnirá lífsglaða, unga stúlku þar sem hún reikar á milli trjánna í Hraunborginni. Brosandi kemur hún inn til að segja, að það sé 40 stiga hiti úti í gróðurhúsi. “Hér þurfum við ekki á Kananeyja- dvöl að halda,” segir Carl. Hugarþelið sem Hlín og Carl bera til gróðursins sýnir vel upprunann. Þeir sem alast upp í skjóli trjánna eiga erfitt með að búa á berangri. Æska vestanhafs - íslensk fullorðinsár Faðir minn Thorarinn Isfeld Jensen Brand varð að stytta nafnið sitt í Thor Brand vestanhafs, svo að bréf til hans frá Islandi glötuðust ekki í pósti. Pabbi flulti frá Eskifirði til Kanada 1911, ætlaði að vera í 3 ár, en árin urðu 26. Hann var búfræðingur og tré- smíðameistari sem byggði mörg hús vestanhafs. Móðir mín Elísabet Bjarnason var fædd og uppalin vest- anhafs, aðallega við Manitobavatn, með trjárisa að baki og vatnsflötinn að framan. Ég á kort Kanadíska landmælinga- félagsins af Bjarnason-eyju á Mani- tobavatni sem kennd er við afa minn, Helga Bjarnason. Mamma kenndi börnum margra þjóðarbrota og fékk ákúrur fyrir að kenna á móðurmálinu, íslensku. Foreldrar mínir fluttu til Islands á kreppuárunum og pabbi var þjóð- garðsvörður á Þingvöllum í 13 ár. Æviminningar þeirra skráðar af Vil- hjálmi Vilhjálmssyni í bókinni “Heim til íslands” sem kom út 1967. Ég var 5-6 ára þegar ég elti mömmu og systur hennar, sem báðar voru með byssu til að skjóta í matinn, en Bjarnason-eyja er geysistór og mikil matarkista. Atta ára var ég sendur í sveit frá Winnipeg til bæjar- ins Mozart í 400 mílna fjarlægð. Lestin stoppaði á mörgum stöðum, en ég var vakandi forvitinn og horfði FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.