Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 8
Gulræturnar að koma upp hjá Carli í aprfl - og eins og sjá má er mikið ræktað í gróðurhúsinu. frammi fyrir föður mínum, nýklæddur í hreinum og stroknum fötum. “Þú ert ekki klæddur!” sagði hann, “ekki fyrr en þú ert kominn með bindi og búinn að bursta skóna.” Maður býr lengi að svona löguðu. Föðurætt minni fylgir skyggnigáfa sumra. Pabbi var gæddur ákveðnu innsæi og gat séð ýmislegt sem aðrir sáu ekki, samanber nafna hans ísfeld snikkara sem byggði kirkjur á Aust- fjörðum. Pabbi týndi aldrei nokkrum hlut, lagði sig bara í rólegheitum og horfði yfir atburðarás dagsins. Mig aftur dreymir, - sé atburði sem eiga eftir að gerast. Eitt haustsíðdegi sagði ég við Hlín: “Ég ætla að skreppa austur á Þingvöll!” Ég kom austur og við sátum að kvöldverði þegar bankað var. Mamma fór til dyra. Það var hvíslað. Hún kom aftur inn, mjög alvarleg. Pabbi hvíslaði líka til mín: “Ég ætla að biðja þig að koma út og hjálpa mér.” Uti í myrkrinu stóð vörubíll. Á pallinum var íslenski fáninn. Ég vissi strax að líkkista var undir fánanum og tók undir vinstra homið eins og mér hafði verið falið að gera í draumi. Þama bar ég inn lrkkistu Jónasar Hall- grímssonar, sá líkflutningur var umdeildur eins og alþjóð veit, þess vegna mátti ég ekki segja neitt. Endurhœfingarfulltrúinn Móðir mín vildi að ég yrði prestur. “Þú yrðir sjöundi presturinn í fjöl- skyldunni,” sagði hún. Starf endur- hæfingarfulltrúans er ekkert ósvipað. Núna finnst mér, að ég hafi alltaf verið að undirbúa mig fyrir starfið. Ég kom til Islands á kreppuárunum þegar stríðshræðslan var að byrja að segja til sín. Þá þótti gott að hafa vinnu, um skólagöngu var ekki að ræða, en ég hef ávallt reynt að læra af starfi og lífinu. hvort hann vill taka við þér,” sagði Guðrún. Á Kúvíkum í Reykjarfirði dvaldi ég heilt sumar og það rigndi upp á hvern einasta dag. Enginn skildi ensku og íslenskan fór að koma úr undirvitundinni. Ég hafði skilið málið, en ekki getað tjáð mig. Von mín hafði verið að fá vinnu í síldar- verksmiðjunni, en hún var ekki komin í gagnið. Ég hafði samt nóg að starfa, tók því gler úr gluggum, smíðaði falsa og var með öðrum að bjarga inn heyi. Um haustið sigldi ég til Reykjavíkur með Gullfossi, ekkert pláss var um borð, en ég svaf í lestinni ofan á ullarballa. Aðlögunarhœfni og uppeldi Mér hefur hvergi leiðst og alls- staðar liðið vel, jafnvel á rigningar- sumri í Djúpuvík. Uppeldið mótar ábyrgðartilfinn- ingu og sjálfstraust. Það er aðlögun- arhæfni,- að láta sér líða vel á hverjum stað, - að standa sig í allri vinnu. Ég fékk strangt uppeldi og mikinn aga, sem ég bý alltaf að. Latneska mál- tækið segir: þú ert faðir pabba þíns, sem merkir, að ég sé hluti af föður mínum. Hve mikill hluti - fer eftir skapgerð minni. Ymis viðhorf hans endurspeglast í dætrum mínum, svo eitthvað hef ég flutt frá honum til þeirra. Sjáðu skóna mína!” segir Carl og réttir fram gljáburstaða inniklossa. “Það er ekki íslenskt að vera í vel burstuðum skóm. Á sunnudags- morgni í bernsku stóð ég stoltur alltaf út um gluggann eftir nafninu Mozart. Ég hafði aldrei séð fólkið, en mér leið vel hjá því - og sjálfstraust stráksins Carls óx. Þegar kom til tals að ég færi til íslands að læra íslensku, fékk ég vinnu hjá manni sem fór um sléttuna í lest og safnaði saman afurðum hjá bændum. Þannig vann ég fyrir Islandsfarinu. Á leið okkar stoppaði lestin í Montreal. Siglutrén sáust víða að á marflatri sléttunni og höfnin heillaði. Utþráin var mikil og ég gaf mig á tal við skipstjóra sem vildi ráða mig á skip sitt sem var á leið til Suður- Afríku. Ég var búinn að fá káetu um borð og átti að mæta snemma næsta morgun. Mér var ekki svefnsamt um nóttina fyrir spenningi og mætti tím- anlega niður á höfn, en þá var skipið farið frá hafnarbakkanum. Ég bað bátsmann um að elta uppi skipið. “Hvernig ætlarðu að finna það?” spurði hann og benti út á St. Lawrence flóann, sem var krökkur af skipum. Þannig fór um sjóferð þá, mér var ekki ætlað að sigla til Suður- Afríku. Islandssiglingin var ekki bein. Ég sigldi fyrst til Frakklands, þaðan til London og þræddi öll söfn þar í heila viku - að þeirri vikudvöl bý ég enn. Föðursystir mín Guðrún Jensen og maður hennar tóku á móti mér við skipshlið og fóru strax að tala ensku við mig. Ég sá að ég myndi ekki læra íslensku með því að umgangast ein- göngu Vestur-íslendinga. “Við skul- um síma í föðurbróður þinn, Carl Jensen í Reykjarfirði á Ströndum, 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.