Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 5
Guðrún Erla Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri: HU GRENNIN G AR Hver vill mig? Hvar get ég búið? Erindi flutt á málþingi hjúkrunarfræðinga á sviði endurhæfingar 8. apríl sl. Einstaklingur með helftar- lömun eða langvinnan hröm- unarsjúkdóm er fullendur- hæfður og þarf nú að flytjast í fasta búsetu, þar sem hann fær þjónustu allan sólarhring- inn. Oftar en ekki þegar um langvinna sjúk- dóma er að ræða er fjölskylda hinsfatlaðaorð- in, ekki bara uppgefin heldur yfirkomin af þreytu og álagi. Við segjum samt, nú er komið því að þið finnið fyrir hann búsetu. Hér getur hann ekki verið í svo dýru plássi. Hversu oft hafið þið ekki sagt þetta og ég heyrt?. Það hringir síminn hjá mér og spurt er, getur hann ekki komið inn strax. Aðstæður eru kannaðar og reynt að leysa málin á viðunandi hátt, svo sem með skammtímavistun svo þessi einstaklingur geti metið, er þetta staður þar sem ég get hugsað mér að búa á miðað við núverandi aðstæður mínar? Það gleðilega í dag er að nú hefur fólk í þessari aðstöðu val, það getur valið á milli þess að flytjast á Sjálfs- bjargarheimilið eða í Skógarbæ. Þetta hélt ég, er ég byrjaði að skrá þessar hugrenningar. Því miður, svo er ekki, ef þú átt lögheimili utan Reykjavíkur, þá er eingöngu hægt að sækja um á Sjálfsbjargarheimilinu. Við sem erum svo lánsöm að vera ekki í þessari aðstöðu og erum hér, ákveðum einn góðan veðurdag að kaupa okkur ný híbýli, við förum í fínu fötin og skoðum fasteignir, lítum yfir markaðinn og veljum og höfnum. Bingó, við fundum eignina okkar og hér ætlum við að búa, gerum kaup- tilboð og svo framvegis. I dag eigum við að koma eins fram við þá einstaklinga sem eru í bú- setuleit en þurfa þjónustu, við eigum að bjóða þeim á staðinn, koma og skoða og velja og hafna, með því móti vinnurn við faglega. Ég verð ótrúlega oft vör við það að sá hópur sem hér er í salnum og starfar við það að skrifa umsóknir um búsetu fyrir þann hreyfihamlaða sem þarf þjónustuna, hefur í raun og veru ekki hugmynd um, á hvaða staði það er að sækja um búsetu fyrir einstakl- inginn. í kjölfar umsóknarinnar er hringt og spurt. Er ekki að koma að því að hann Jón komist á hjúkrunar- deildina hjá ykkur þama í Hátúni? Ég segi: Hér er engin hjúkrunardeild, hvað ert þú að meina, hefur þú aldrei komið hingað? Skrifaðir þú umsókn- ina ? Er það virkilega svo að þú hafir verið að ræða um framtíðarbúsetu þessa einstaklings og hafðir aldrei á staðinn komið? Er þetta ekki virð- ingarleysi við þennan einstakling? Er ekki tímabært að við vinnum faglega á þessu sviði sem öðrum, og kynnum okkur þá staði sem sótt er um á og séum þá í stakk búin til þess að meta kosti þeirra og galla með þeim einstaklingi sem er þjónustunnar þurfi? Er ekki rétt að við séum fær um að ræða kosti og galla búsetunnar fyrir þennan einstakling. Ef við vitum bara hérumbil hvar í borginni staður- inn er hljóta svör okkar að vera tak- mörkuð. Hvað fínnst ykkur? Sjálfsbjargarheimilið er í Hátúni 12 í Reykjavík, ætlað hreyfihöml- uðum, rekið á föstum fjárlögum en í eigu Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Ibúar heimilisins eru 39 og þar af höfum við 2 skammtímavistun- arrými fyrir þá sem búa heima hjá sér, ef ættingi sem um hann hugsar þarf til dæmis að leita sérlækninga, leggj- ast inná sjúkrahús, eða komast loksins í sumarfrí, eða bara hvíla sig. Við rekum líka endurhæfingaríbúð, sem er mjög fullkomin, einnig er dagvist með mörgum góðum tilboðum fyrir hreyfihamlaða í húsinu, þar gefst íbúum heimilisins kostur á að eyða hluta af deginum. Stjá sjúkraþjálfun er einkarekin af sjúkraþjálfurum og er einnig til húsa í Hátúni 12. Smá- vegis kynning á heimilinu, en ég ætla að nota þetta gullna tækifæri hér og bjóða fundarmenn velkomna í heim- sókn. Það myndi gleðja mig sérstak- lega að taka á móti ykkur til þess að hægt væri að koma betur til móts við okkar skjólstæðinga. Það eina sem þið þurfið að gera er að hringja í Hátún 12, fá símasamband við mig og við mælum okkur mót. Enn og aftur velkomin. Eftir lestur þessarar ágætu skýrslu til heilbrigðis og tryggingaráðherra um sjúkrahúsmál frá faghópi heil- brigðisráðherra, sem geymir margar mjög góðar hugmyndir, sá ég strax í huga mér að það myndaðist flöskuháls í endurhæfingunni. Er ekki staðan sú að gleymst hefur að huga að rýmum í framhaldi af dvölinni á Reykjalundi? Sennilega hefur það ekki verið hlut- verk nefndarinnar að fjalla um fram- haldið eða þá sem ekki endurhæfast og þurfa fasta búsetu. Þar kreppir skórinn að Finnst mér því áhugavert að huga að nýjum byggingarstað þar sem sérbýli með stofu, svefnherbergi og baði allt á einni hæð, með útgöngu út í sérgarð fyrir hvern og einn ásamt síðan sameiginlegu rými væri ákjós- anlegasti kosturinn. I tengslum við slrka byggingu væri einnig hægt að hugsa sér sambýli í nágrenninu. Þann- ig höfum við aukið val fyrir hreyfi- hamlaða. Reykjavík fer senn að teygja anga sína að Esjurótum og teldi ég afar áhugavert að huga þar að slíkum framkvæmdum. Guðrún Erla Gunnarsdóttir Guðrún Erla Gunnarsdóttir fréttabréf öryrkjabandalagsins 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.