Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 54
• í B RENNIDEPLI Hvað svo sem menn vilja segja um árangur eða árangursleysi hinnar stöð- ugu baráttu á hinum ýmsu sviðum, þá verður því ekki neitað að margt þokast í rétta átt, þó ætíð þyki mönnum sem hraðar og betur mætti ganga. Tvenn lagafrumvörp til breytinga á lögum um almannatryggingar urðu að lögum rétt í bláþinglokin og von okkar einlæg sú að til mikilla bóta megi verða, þó ætíð sé það mikilvægast hvernig á málum er haldið í fram- kvæmd allri. Almannatryggingalögin snerta innstu kviku mannífsins, kjaragrund- völl þúsundanna, hag og heill svo ótrúlega margra. Hinn ytri rammi þarf auðvitað að vera sem skýrastur og um leið bestur á hverri tíð, en hvers kyns framkvæmd laganna skiptir oft engu minna máli. Reglugerðir, vinnuregluro.s.frv. geta oft reist þá þröskulda sem illa verða yfirstignir og gera fólki oft óþarflega erfitt fyrir og muna skyldu allir reglu- gerða- og reglusmiðir, að í engu mega ákvarðanir þeirra snúast gegn orðum og enn síður anda laganna. Lögin um breyttar forsendur um örorkumat þar sem afleiðingar læknisfræðilega við- urkenndra sjúkdóma eða fötlunar verða að útgangspunkti eiga að tryggja það fyrst og síðast, að tekjur hvers konar hafi aldrei áhrif á mat til örorku og þar með rétt til örorku- skírteinis, sem óneitanlega er mikils virði. Aður var mögulegt að lækka fólk í mati niður í 65% sem þá þýddi örorkustyrk einan og hann skertan og réttindamissi um leið í tengslum við missi örorkuskírteinis. Nú er það úti- lokað og því ber að fagna. Vissulega eigum við eftir að sjá raunverulega framkvæmd þessa m.a. og sér í lagi hversu sá staðall verður úr garði gerð- ur sem allt örorkumat á að byggjast á frá og með 1. sept. nk. en vonum hið besta. Þann staðal þarf tryggingaráð að staðfesta og við treystum því að staðallinn verði sá mælikvarði rétt- lætis sem byggja má á af sanngirni og réttsýni. Aherslan á endurhæfingu og möguleikana til hennar í lögum er ótvírætt af hinu góða, en um leið verður að vera vel tryggt að nægilegt framboð sé af endurhæfingartilboðum og þau séu ekki hvað síst miðuð við menntunar- og starfslega endurhæf- ingu. Endurhæfingu hvers konar þarf ótvírætt að hefja til aukins vegs svo árangursrík til allra heilla sem hún getur verið. Hin lögin sem í gegn fóru fólu í sér ýmsar breytingar varðandi skilyrði til bóta hér á landi og tví- mælalaust til rýmkunar þar sem skil- yrði um búsetutíma koma í stað ákvæðis um lögheimili. Aðalatriði laganna var þó varðandi úrskurðarnefnd sem fjalla skal um ágreining um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta þ.e. í stað tryggingaráðs sem ákvarðað hefur og úrskurðað í slíkum kærumálum komi nú sjálfstæð og óháð nefnd, úrskurðarnefnd almannatrygginga. Nefndina skipa þrír menn, tvo tilnefnir Hæstiréttur, formann sem skal vera með réttindi héraðsdómara og varaformann sem skal vera læknir, en hinn þriðja skipar ráðherra án tilnefningar. Varamenn skulu uppfylla sömu hæfnisskilyrði og vera tilnefndir á sama hátt. Það að hafa sjálfstæða úrskurðar- nefnd þannig skipaða ætti að tryggja enn meira réttaröryggi fólks, þó ekki sé verið að segja að tryggingaráð hafi ekki haft þau sömu mið að leiðarljósi. Umþessi meginatriði lagannabeggja þ.e. örorkumatið og úrskurðarnefnd- ina var tekið hið ágætasta tillit til um- sagna ÖBI sem ítrekuð voru á fundum með þingnefnd. I síðari lögunum vorum við þó afar ósátt með lagagrein um loftslagsmeð- ferð psoriasis-sjúklinga sem nú er alfarið sett undir siglinganefnd T.R. að ákvarða hvort heimil sé yfirleitt, en sú er reynsla SPOEX - Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga að lofts- lagsmeðferð sé sú eina sem dugar mörgum í þeirra hópi. Ritstjóri var einn þeirra sem á Alþingi á sínum tíma beitti sér fyrir því að almannatryggingar kæmu myndarlega að slíkri loftslagsmeðferð og veit hvílíkum árangri hún hefur skilað svo ótalmörgum og í raun sparað fé, fyrir utan svo velllíðan fólks, líkamlega og andlega sem henni hefur fylgt. SPOEX óttast eðlilega að með þessari þrengingu nú sé í raun verið að útiloka þennan möguleika sem svo mörgum hefur reynst hreinn heilla- gjafi gagnvart erfiðum sjúkdómi. Undir það skal tekið hér. Eins og annars staðar er glögglega um getið hér í blaðinu þá urðu í vetrarlok nokkrar breytingar til bóta á reglugerðinni frá 1987 um þátttöku almannatrygginga í styrkjum til bif- reiðakaupa hreyfihamlaðra. Sú breyting sem markverðust er í raun er til komin frá nefnd þeirri sem vann 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.