Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 13
setustofa, notaleg mjög með sjónvarpi og myndbandstæki, þar sem fólk gæti einnig spilað og teflt yfir kaffibolla. s Ihinni sameiginlegu aðstöðu yrðu veittar allar helstu og mikilvæg- ustu upplýsingarnar um öll félögin, þar yrðu til staðar handbækur þeirra og fræðslurit, en svo yrði auðvitað hvert félag með sína sérþjónustu. Enn vantaði á um húsgögn þó margt hefði fengist og það á vægast sagt afar góð- um kjörum m.a. frá opinberum aðil- um. Jón S. kvað sérfjárveitingu mundu verða til þjónustusetursins en einnig hefðu félögin hrint af stað fjársöfnun meðal fyrirtækja og einstaklinga og hún gengið afar vel. Það ríkti einlæg bjartsýni um betri tíð hjá öllum og á meðan við vorum þarna glumdi sím- inn í ýmsum áttum svo greinilega er full þörf þeirrar þjónustu sem þarna er veitt. Jón Jóhannsson frá Parkinsonsam- tökunum greindi okkur frá því að norræna Parkinsonráðið héldi hér ársfund sinn dagana 7. og 8. maí þ.e. rétt í beinu framhaldi af heimsókn okkar Guðríðar sem var 4. maí. Af dagskrá þessa ársfundar, sem var svo haldinn austur á Hótel Geysi, mátti ráða að vel væri að verki staðið hjá Parkinsonsamtökunum hér. Við látum svo fylgja hér opnunar- tíma hjá félögunum en hann er þessi: Félag nýrnasjúkra: Miðvikudaga kl. 17-19. LAUF: Alla virka daga kl. 9-15. Parkinsonsamtökin: Miðvikudaga kl. 17-19. Samtök sykursjúkra: Alla virka daga kl. 9-13. Tourette samtökin: Þriðjudaga kl. 9-12 Umsjónarfélag einhverfra: Þriðjudaga kl. 9-15. Hér hefur verið að öllu staðið af framsýni og fyrirhyggju og ljóst að mikið hagræði er hér að þessari sameiginlegu aðstöðu. Og þegar símsvörun öll hefur í horf komist þá er um að ræða stóraukna þjónustu félaganna sem einungis hafa ráð á opnun einu sinni í viku. Við Guðríður færum öllu þessu góða fólki alúðarþakkir fyrir mætar móttökur og ykkur fylgja til framtíðar hlýjar farsældaróskir frá okkur hjá Öryrkjabandalagi Islands. Megið þið heil njóta húsakynna góðra. H.S. Ritstjóri fékk á sitt borð afar áhugaverða og í raun yndislega bók til aflestrar sem ber þetta heiti: “Hvers vegna svararðu ekki afi?”. Það er FAAS - Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra minnissjúkra s.s. félagið heitir nú sem gefur út þessa bók, þýdda úr dönsku. I umsögn um bókina ábaksíðu seg- irm.a.: “Stjóm FAAS ákvað að huga að bamaböm- um minnissjúkra og réðst því í útgáfu þess- arar bókar, en efni hennar er æskilegt innlegg til fræðslu í leik- og grunnskólum. A skýran og næman hátt lýsir hún því hvað gerist þegar einstakl- ingur fær Alzheimer- sjúkdóm eða annan minnissjúkdóm, hvemig reynsla sjúkl- ingsins er og jafnframt hvernig aðstandandi upplifir sjúkdóms- ástandið”. Og einnig þetta: “Höfundi bókarinnar tekst að færa í letur á myndrænan hátt hvemig böm- in á einlægan og kærleiksríkan hátt skilja og nálgast eldra fólk, sem farið er að tapa minni”. Ritstjóri fullyrðir að þetta séu Bókarfregn “Hvers vegna svararðu ekki afi?” vissulega innistæðurík orð, því hann las bókina á dönsku einn bjartan aprílmorgun og hreifst af. Bókin er sögð í fyrstu persónu, í orðastað ungs drengs í og með og ein reynslusagan af annarri líta dagsins ljós, ljúfsárar og sannar, einlægni barnsins skín í gegn, en svo er fléttað inn gagnlegum fróðleik um minnissjúkdóma og þá einkum Alzheimersjúkdóminn. Allt er þetta gert eins ljóslifandi og á eins einfaldan máta og unnt er. Lausleg þýðing ritstjóra á nokkrum línum bókarinnar munu staðfesta þetta: “Frændi minn hét Ottó. Einu sinni þegar frænka mín var úti að versla, borðuðum við frændi minn heil ósköp af kökum sem nýbúið var að baka. Hann borðaði enn fleiri en ég. Þegar frænka kom heim, skammaði hún okkur hressilega, því kökurnar áttu að vera handa gestum um kvöldið. Ottó frændi sagði að það hefði hann hreinlega ekki vitað. Þó hafði hann sjálfur verið með í að bjóða gestunum”. Bókin er gefin út af Prentsmiðjunni Odda, mörgum góðum ljós- myndum og teikning- um prýdd. Þýðandi bókarinnar er Matthías Kristiansen. Framtak þetta er afar gott og langt síðan ég hefi lesið bók um svo alvar- legt efni mér til eins mikils fróðleiks og skilningsauka um leið, að ógleymdum einstaklega hrífandi efnistökum. Til hamingju - FAAS fólk með ágæta bók. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.