Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 45
s Sjónstöðvar Islands Sjónstöð íslands - þjónustu- og endurhæfingarmiðstöð sjónskertra - hefur gefið út vel gerðan bækling um þá þjónustu sem veitt er á stöðinni. Ljómandi myndir prýða þennan snotra bækling. Bæklingnum er skipt í afmarkaða þætti: Augnskoðanir til að greina augnsjúkdóma, mat á getu, horfum, eðli og meðferðarúrræðum. Félags- ráðgjöf sniðin að þörfum blindra og sjónskertra. Metin þörf og hæfni sjón- skertra fyrir sjónhjálpartæki. Þjálfun veitt í notkun slíkra tækja svo og unnið að sjónörvun mjög sjónskertra barna. Smíði gerviaugna og augnskelja. Þjálfun í athöfnum daglegs lífs, kennsla í notkun hvíta stafsins, kennsla fyrir aðstandendur og aðra í umgengni við blinda og sjónskerta. Sjónstöð Islands heyrir undir heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið og starfar skv. sérstökum lögum. Þeir sem hafa minni sjón en 30% eiga rétt á þjónustu. Tilvísun frá augnlækni er skilyrði fyrir fyrstu komu. A Sjónstöð starfa: Augnlæknir, félagsráðgj afi, sjóntækj afræði ngur, sjónþjálfi, ADL- og umferliskennari, augnsmiður og ritarar. Sjónstöðin er til húsa að Hamrahlíð 17 Reykjavík, í húsnæði Blindrafélagsins. Hún er opin mánudaga - föstudaga frá kl. 9-16. Glöggum bæklingi er vel fagnað. H.S. Framkvæmdastjóraskipti ✓ hjá Islenskri getspá Vilhjálmur B. Vilhjálmsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Islenskrar getspár frá upphafi hefur nú að eigin ósk látið þar af störfum. Við starfi hans tekur Bergsveinn Sampsted sem hafði áður starfað um hríð hjá Islenskri getspá. Nánar verður fjallað um þessi skipti í haustblaðinu. Halldór Kristjánsson: Að bera aldurinn Höfundi láðist að senda gamalli vinkonu kveðju á stórafmæli hennar en sendi henni eftirfarandi hugleiðingar þegar hann hafði áttað sig. Nú er þetta birt í trausti þess að það hafi að einhverju leyti almennt gildi þegar ástæður verða svipaðar. Ég átt hefði að geta þinn afmælisdag munað því ýmiskonar forsendur styðja það í senn, en þetta er því líkast sem mig gæti ekki grunað að gömul yrðir þú eins og venjulegir menn. En um þá fornu staðreynd er engin þörf að skrifa, þau örlög ráða lífinu meðan jörðin snýst, þeir hljóta að verða gamlir sem lofað er að lifa svo Ijóst og einfalt er það og hrakið verður síst. Og lítt er þörf að kvarta þó árin færist yfir, og ellimörkin verði þá fleiri í dag en gær á meðan brjóstið hrærist og í gömlum glæðum lifir og gaman þykir að því sem nýrra vex og grær. Og margt er hægt að þola þó andstætt gangi yfir og illt að verða samstíga fjöldanum í dag á meðan glóðin forna frá æskuárum lifir og ylur þeirra kennda sem þá glæddu bræðralag. Og hér er ekki nauðsyn að rekja eða ræða og rifja upp gamlar sögur um fyrri daga hátt en enn við skulum njóta þess sem ísinn kann að bræða og okkur hjálpar til þess að ná við lífið sátt. En mælgin verður óþörf þegar mestu er frá að segja þó margt sé gott að vita um fyrri spor og stig og samkvæmt því er heilrætt að hætta nú og þegja með heillaósk vegna afmælis og þakkir fyrir mig. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Hinn aldni þulur Halldór vinur minn, löngum við Kirkjuból kenndur, sendi mér þetta ágæta afmælisljóð. Og eitt er víst, það eru engin ellimörk þar á frekar en öðru er frá honum kemur. Kærar þakkir. Ritstjóri. fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGSINS 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.