Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 28
VIÐHORF Hafdís Gísladóttir framkv.stj. Félags heyrnarlausra: TÍMAMÓT f SÖGU HEYRNARLAUSRA í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosningum er möguleikinn til að taka við upplýsingum og tjá sig skilyrði til að þeir njóti lýðræðisréttinda. I baráttu Félags heymarlausra fyrir bættum réttindum heyrnarlausra í samfélaginu höfum við sífellt rekið okkur á að nauðsynlegt er að viður- kenna íslenskt táknmál sem móður- mál með lagasetningu. Opinber við- urkenning á íslensku táknmáli sem móðurmáli er nauðsynleg ef tryggja á heyrnarlausum sömu réttindi og aðrir Islendingar njóta. Með dómi Hæstaréttar er að mínu mati litið á það sem sjálfsagðan hlut að táknmál sé móðurmál ákveðins minnihlutahóps í samfélaginu sem eigi sama rétt og aðrir og að taka beri tillit til þess í ákvörðunartöku innan ríkisstofnana. ✓ Idómsorði segir: “Mál þetta varðar mikilvæg réttindi, þ.e. kröfu ákveðins hóps einstaklinga um að þeir njóti á sama hátt og aðrir þeirrar þjónustu stefnda, sem ætluð er til að auðvelda kjósendum sínum val á milli framboða í kosning- um til löggjafarþings þjóðarinnar. Ákvörð- un stefnda um tillhög- un útsendingar um- rædds framboðs- fundar felur í sér að heymarlausir sitja þar ekki við sama borð og aðrir landsmenn”. Dómur Hæstaréttar byggir fyrst og fremst á íslenskum lögum m.a. á jafnræðisreglu stjómarskrárinnar 65. gr., 3 gr. stjómskipun- arlaga nr. 97/1995 og Þrátt fyrir að félagið hafi óskað eftir rökstuðningi á synjun sjónvarpsins hefur hann aldrei fengist og jafnvel þótt stjómmálaöflin sem eru í framboði hafi skorað á sjónvarpið að túlka framboðsumræð- urnar hefur það ekki náð fram að ganga fyrr en nú með dómi Hæsta- réttar. Félag heymarlausra taldi sig því hafa reynt allar leiðir áður en sú ákvörðun var tekin að leita álits dómstóla. ✓ Ibeiðni sinni um túlkun hefur Félag heyrnarlausra máli sínu til rök- stuðnings vitnað í íslensk lög sem og alþjóðlega sáttmála sem íslensk stjómvöld hafa samþykkt. Félagið hefur einnig bent á sérstöðu heyrnar- lausra sem minnihlutahóps í íslensku samfélagi og að íslenskt táknmál sé grundvöllur þess að þeir geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Heyrnarlausir hafa ekki haft aðgang að upplýsingum í sjónvarpi og útvarpi og hefur það komið í veg fyrir að þeir geti myndað sér skoðanir á lýðræðislegan hátt. Forsenda þess að heymarlausir njóti lýðræðis er að þeir fái upplýsingar á íslensku táknmáli. Ef heymarlausir eiga að geta tekið þátt Á menningarvöku í Gerðubergi. Hafdís Gísladóttir Fimmtudagurinn 6. maí markaði tímamót í sögu heyrnarlausra á íslandi ef ekki í allri Evrópu. Þennan dag úrskurðaði Hæstiréttur íslands í máli Félags heyrnarlausra gegn Ríkis- útvarpinu (RÚV) en félagið hafði stefnl þeim síð- arnefnda vegna synjunar sjón- varpsins á beiðni félagsins um að túlka á táknmáli framboðsumræður í sjónvarpinu jafnóðum og þær fæmfram. Hæsti- réttur taldi synjun RÚV ólögmæta og viðurkenndi að sjónvarpinu væri skylt að láta túlka þessar umræður um leið og þær fæm fram. Um margra ára skeið hefur Félag heyrnarlausra farið fram á við sjón- varpið að framboðsumræður sem fara fram kvöldið fyrir kosningar verði túlkaðar á táknmáli jafnóðum og þær fara fram. Hefur félagið óskað eftir þessu fyrir forseta- , bæjar- og sveitar- stjórnar- og alþing- iskosningar. Svar sjónvarpsins hefur ávallt verið á sömu leið þ.e. að ekki sé hægt að verða við ósk Félags heyrn- arlausra. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.