Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 51
Hópurinn eftir vel heppnaða sýningu og fleiri þó. Trúðaskóli Halaleikhópsins Veröld vorsins Vermandi er vorið vefur gullnum tónum lífgrös, lömb og blóm. Léttist líka sporið, lóukvak í mónum. Allt fær annan róm. Held ég út í haga horfna vini að finna, lambagrös og lyng. í brjósti bærist saga bernskudaga minna, um þá sæll ég syng. Ungur drengur átti yndi mest á vorin, önnin ærnust þá. Gleðin merla mátti, mörg þó yrðu sporin oft við ærnar þá. Ört á ævi líður, yndis þó ég leita enn um ylhlýtt vor. Ellin aðeins bíður, ekkert mun því breyta. Þyngjast þreyttum spor. Helgi Seljan. hálfa öld búið í afar erfíðu hjónabandi. Prestur sagðist hafa spurt þá öldruðu hvort hún hefði aldrei hugleitt skilnað. Þá sagði sú aldraða með alvöruþunga: “Nei, aldrei nokkum tímann”, en bætti svo við, “en ég skal segja þér prestur minn að mér datt morð oft í hug.” +++ Tvær vinkonur voru úti í garði annarrar og horfðu á nágrannakonuna hengja upp þvott á snúru. Þær vom að tala um meint framhjáhald eigin- manns heimakonunnar og vinkonan spurði: “Afhverjuertusvonavissum að hann haldi framhjá þér og það með nágrannakonunni?” “Jú, sjáðu nú til, þama er hún nú einmitt að hengja upp skyrtuna mannsins míns.” Enn heldur Halaleikhópurinn sínu striki og sýnir nú ærslaleikinn Trúðaskólann í Halaleikhúsinu að Hátúni 12. Trúðaskólinn er útfærsla ensks leikhússmanns á vinsælu samnefndu barnaleikriti. Dótturdóttir mín sem fór með mér á frumsýning- una var afar hrifin og hefur óspör verið að minna mig á hin og þessi atriði sem henni þóttu hreint yndislega skemmtileg. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson og hefur hann greinilega unnið vel með annars góðan efnivið, heimur trúðsins allvel ýktur og framganga leikara í góðum takt við ærslin og þennan undarlega heim sem hrærst er í. Hlutverkin eru 5 og því sannarlega mikið lagt á hvem og einn, áhersla lögð jafnhliða á góða framsögn og skýra svo og tilþrif öll sem trúða er vani. En innan um öll lætin á sviðinu þar sem aldrei er að finna dauðan punkt né vandræðafát er svo textinn kryddaður ýmiss konar orðaleikjum og orðasamböndum sem kátínu vekja. Leikendur fóru hver öðrum betur með sín hlutverk, ég náði hverju orði og þó höfðað væri til hinna yngstu áhorfenda sem sannarlega voru vel með á nótunum þá hafði ég ærið gaman að ýmsu og ekki síst hinni bráðskemmtilegu orðnotkun og orðatiltækjum um leið. Leikendur voru með af lífi og sál og á kostum fóru þau oft á tíðum. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sem prófessor Blettaskarpur var einstak- lega ágæt í leik sínum og túlkun allri, leikandi karlmann afar sannfærandi og framsögn hreinlega óaðfinnanleg. Sömuleiðis þótti mér Guðný Alda Einarsdóttir sem Bólatilþrifamikil og túlkandi sinn trúð einkar vel. Sama má í raun segja um Sigríði Geirsdóttur sem Lævís, Jón Þór Olafsson sem Belg og Höllu Lúthersdóttur sem Dropa, skiluðu sínu vel til áhorfenda og sýndu góð leikræn tilþrif. Sá sem hefur lengi í áhugaleik- félagi starfað, eins og undirritaður, veit hvílík vinna og fyrirhöfn liggur hér að baki og þar koma ekki aðeins leikendur við sögu heldur mikill íjöldi fólks sem á einn eða annan hátt leggur lið, lið sem í raun gerir leiksýningu að leiksýningu, gerir ekki síður oft gæfumuninn í útkomunni. I leikskrá eru mörg nöfn slíkra liðveitenda í svo margri grein og við lauslega talningu sýnist mér þau nálgast þrjá tugi. Megi Trúðaskólinn vori vermdur njóta hylli og velgengni. Halaleik- hópurinn heldur svo sannarlega merki Þalíu hátt á lofti. Hugheilar þakkir með árnaðaróskum. H.S. fréttabréf öryrkjabandalagsins 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.