Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 43
Ásgerður Ingimarsdóttir fv. framkv.stj. ÖBÍ:
AÐ HAFA KJARK
s
g las einu sinni minning-
argrein þar sem sagt var
um viðkomandi mann að
hann hefði haft kjark til þess að vera
góður maður. Þá eins og svo oft í
seinni tíð fór ég
að velta fyrir mér
hvort þjóðarsál
okkar Islendinga
væri eitthvað að
breytast. Ein-
hvernveginn
finnst mér að
samúð með öðru
fólki sé að
minnka. Fólk
hugsi meira um sjálft sig og gróða-
sjónarmiðið sé ansi ríkt í mönnum
eða kannski ekki gróðasjónarmið
heldur það að þú tapir á því ef einhver
annar fær eitthvað aðeins meira í
budduna.
Það heyrist líka æ oftar að ýmsir
kosti ríkið svo og svo mikið. En ríkið
erum við sjálf. Það er líka áberandi
að þeir sem hafa aðstöðu til þess að
greiða ekki allan þann skatt sem ber
að greiða eru þeir sem tala oft mest
um kostnaðinn við hitt og þetta. Ef
allir reyndu nú að komast undan að
greiða sína skatta og skyldur hvar á
þá að taka peninga t.d. handa þessu
fólki sjálfu þegar það veikist eða
verður gamalt. Erum það ekki við
sjálf sem verðum að útvega þá pen-
inga sem við síðar meir njótum góðs
af?
Svo er það þetta með samúðina.
Ef þú hefur samúð með öðru
fólki ertu ekki alltaf að tala um
kostnaðinn og óþægindin sem þú
hefur af því. Ég held að það þurfi að
vera ríkur þáttur í uppeldi barna og
unglinga að innræta þeim samúð með
öðru fólki og að sýna tillitssemi. Að
hafa kjark til þess að vera góð mann-
eskja. Nú er ég ekki að tala um að
auglýsa það á strætum og gatna-
mótum heldur að hafa innra með sér
að vera ekki sama um annað fólk, að
gefa auga því smærra í tilverunni, að
huga að manninum við vegbrúnina.
Þetta er ekki alltaf auðvelt því sumir
eru nú einu sinni þannig gerðir að þú
hefur litla sem enga samúð með þeim
og svo finnst okkur að sumir þarfnist
nú ekki mikillar samúðar, þeir hafi
ekki sýnt öðrum slíkt. Þegar ég er
að tala um að sýna öðrum samúð er
ég ekki að tala um einhverja aum-
ingjagæsku heldur að koma þannig
fram að fólk finni að þér er ekki sama
hvoru megin hryggjar það liggur, hafi
þörf fyrir samúð og uppörvun. Sem
betur fer er það svo að flestir eru
sjálfum sér nógir en einmitt þeir eiga
að líta til hinna sem einhverra hluta
vegna hafa orðið undir í lífsbarátt-
unni jafnvel þó sökin geti stundum
legiðhjáþeimsjálfum. Þeimermein
sem í myrkur rata. Allir hafa verið
lítil saklaus börn sem horfðu björtum
augum fram á veginn.
Viðhorf samtímans hafa vissu-
lega breyst nokkuð. Hraði og
erill okkar tíma bjóða ekki eins upp
á að skoða lífið frá sjónarhóli sam-
úðar og góðmennsku. Ég held að það
fallegasta sem hægt er að segja um
nokkra manneskju, lifandi eða látna
sé að hann eða hún hafi verið góð
manneskja. Þessvegna má ekki inn-
ræta unga fólkinu einungis hag mark-
aðshyggjunnar og það að fréttin um
hlutabréfasölu og peningamarkaðinn
sé athyglisverðari en fréttin um
hungursneyðina í þriðja heiminum
og þær hörmungar sem fólk má
ganga í gegnum eftir flóð og jarð-
skjálfta.
Ekki að kenna fólki að troða skó-
inn af náunganum til þess að komast
betur áfram sjálfur. Uppeldið byrjar
á heimilunum. Við eignumst börnin
okkar án þess að vera spurð hvernig
uppalendur við séum. Þessvegna er
ábyrgð okkar svo mikil og stundum
skortir þekkingu og víðsýni til þess
að haga uppeldinu þannig að vel fari.
Dugnaður og metnaður er mikils
virði og getur skilað fólki langt, en
kærleikur og tillitssemi er ekki síður
gott veganesti þó það gefi ekki eins
mikið í aðra hönd. Best er ef hægt er
að sameina þetta allt og láta svo aðra
í samfélaginu njóta góðs af. En það
er hægara um að tala en í að komast.
Það er hægt að kenna fólki að vissu
marki að umgangast annað fólk og
það virðist vera sumum meðfætt að
gefa af sjálfum sér svo öðrum líði vel
í návist þeirra, en hinsvegar eru þeir
sem eiga bágt með að koma þannig
til móts við aðra að báðum aðilum
líði vel. Stundum getur þetta stafað
af hroka en oft er þessi framkoma líka
feimni eða eitthvert óöryggi. Það er
stundum talað um að þessi eða hinn
þjáist af minnimáttarhroka og það er
oftar en ekki orsök þess hve erfitt
sumu fólki reynist að ná til annarra
svo vel fari.
s
Abyrgð skólanna er líka mikil og
það sem sáð er í sálir bama á
unga aldri skilar sér áfram. ÖIl höf-
um við heyrt fólk tala um kennara
sem hafi haft varanleg áhrif á nem-
endur sína til góðra verka. Hinir
svokölluðu æðri skólar bera ekki
minni ábyrgð. Þar er ungt fólk í mót-
un. Ungt fólk sem er á leið út í
atvinnulífið og á jafnvel að hafa
mannaforráð þarf að annast af kost-
gæfni til þess að það verði fært um
að axla þá ábyrgð sem fylgir því að
verða góður og gildur þjóðfélags-
þegn.
Það er að sjálfsögðu hægara um
að tala en í að komast að ræða svo
margbrotinn hlut sem uppeldi æsku
þessa lands en takist okkur að vekja
hjá þeim samúð með meðbræðrum
sínum og ábyrgð á eigin lífi erum við
vonandi á réttri braut.
Maður líttu þér nær. Við verðum
sjálf, hvert og eitt að skoða hug okkar
um það hvað það er sem við viljum
að speglist í þjóðarsál okkar. Öll
viljum við áreiðanlega að við séum
álitin vera dugleg, sjálfstæð þjóð sem
hugar jafnt að háum og lágum með
velvild en við skulum ekki gleyma
því að hafa líka kjark til að vera góðar
manneskjur.
Asgerður Ingimarsdóttir.
fréttabréf öryrkjabandalagsins
43