Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 14
Af stjórnarvettvangi Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands fimmtudaginn 18. mars sl. og hófst kl. 16.40 í sal á 9. hæð Hátúni 10. Formaður bauð fulltrúa velkomna og þá sér í lagi þau Benedikt E. Benediktsson frá Málbjörgu og Lilju Þórhallsdóttur frá Daufblindrafélagi Islands sem ekki höfðu áður setið stjórnarfund. Mættir voru 20 stjórn- armenn. 1. Yfirlit formanns: a) Formaður Haukur Þórðarson, gat þess fyrst að framkvæmdastjóm hefði haldið 6 fundi frá síðasta stjórn- arfundi í desember. Hann gat þessu næst um tilnefn- ingar í svæðisráð um málefni fatlaðra af hálfu Öryrkjabandalags íslands, en hinir sömu voru tilnefndir og áður áttu þar sæti. Skrá yfir fulltrúana er birt hér í blaðinu. Hann kvað Guðríði Ólafsdóttur hafa verið tilnefnda í Umferðarráð af hálfu ÖBI og til vara væri Hafliði Hjartarson. Þá hefði Málfríður Gunnarsdóttir verið tilnefnd sem fulltrúi í NHPR - Norræna ráðinu um málefni fatlaðra - fyrir Öryrkjabandalagið í stað Þóreyjar V. Ólafsdóttur. Að lokum hefði María Jónsdóttir frá Styrktarfélagi vangefinna verið tilnefnd í starfshóp á vegum félags- málaráðuneytis um húsaleigukostnað á sambýlum. b) Haukur vakti athygli á hinni löngu bið sem væri eftir heymartækj- um hjá Heyrnar- og talmeinastöð Islands vegna ónógra tjárveitinga. Heymartæki orðin fullkomnari og um leið dýrari. Öryrkjabandalagið hefði sent ráðherra einarða áskorun um úrbætur. c) Formaður greindi frá umleitan Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna um djáknastarf í þágu öryrkja, en Guðrún er framkvæmdastjóri FAAS og unr leið í djáknastarfi þar. Framkvæmdastjórn hefði sam- þykkt tilraunaverkefni mánuðina ágúst - desember á þessu ári í 10% vinnuhlutfalli þ.e. 4 stundir vikulega þann tíma. d) Þá sagði formaður frá því að ráðgerð væri hjálpartækjasýning með aðild fjölmargra aðila og hefði Öryrkjabandalagið samþykkt að taka þátt í því verkefni en ýmis aðildar- félög einnig þátttakendur. Upplýst var að stefnt væri að því að sýningin yrði ífebrúar á næsta ári. Helgi Hróðmars- son fulltrúi ÖBÍ. e) Erindi frá menntamálaráðuneyti vegna Fullorðinsfræðslu fatlaðra, sem væri mjög umfangsmikið verkefni sem fengi á fjárlögum um 85 millj. kr. og 35 stöðugildi væru henni reiknuð. Fullorðinsfræðslan ferfram í Reykjavík, á Selfossi og á Akureyri. Ráðuneytið hefði borið fram þá ósk að Öryrkjabandalag íslands tæki að sér þetta verkefni með þjónustusamn- ingi, helst nú á þessu ári. Guðrún Hannesdóttir og Hafliði Hjartarson hefðu verið tilnefnd til nánari við- ræðna við ráðuneytið um málið en að þeim loknum yrði þá ákvörðun tekin um svar. f) Haukur upplýsti að kannað hefði verið um nýtingu orlofshúsa launþegasamtakanna fyrir öryrkja til dvalar sem ekki ættu kost slíkra orlofsdvala. Tilraun væri ákveðin með eitt hús í sumar í Munaðarnesi í 12 vikur og yrði Öryrkjabandalagið að greiða mismun leigunnar hjá BSRB annars vegar og á vægu gjaldi til þeirra sem leigja hins vegar. Utan orlofstímans gætu öryrkjar svo fengið orlofsdvöl á sama verði og félagar BSRB. Helgi Hróðmarsson mun annast þetta mál og mun þegar hafa skrifað aðildar- félögum okkar bréf hér um. 2. Helgi Seljan greindi frá undir- búningi iðnaðardaga s.s. síðasti stjóm- arfundur hefði samþykkt. Samband vemdaðra vinnustaða yrði samstarfs- aðili bandalagsins varðandi þessa daga sem fyrirhugaðir eru á hausti komanda. Helgi greindi einnig frá allmörgum umsögnum um lagafrumvörp og önn- ur þingmál. Þeirra merkast væri fmm- varp um örorkumat og úrskurðamefnd sem bæði hefðu orðið að lögum. Athugasemdir bandalagsins teknar mjög til greina, en umsögn að öðru leyti mjög jákvæð af hálfu banda- lagsins. Nánarummálþessiíbrenni- depli blaðsins. 3. Gísli Helgason gat um lagfær- ingar sem gerðar hefðu verið á Islenska talgervlinum, en hann til- nefndur af hálfu Öryrkjabandalagsins til þess verks. Nú værinýútgáfakom- in út og væri Blindrafélagið umboðs- aðili og sæi um úthlutun. Upplýst var hveijir tilnefndir hefðu verið í svæðisráð og Guðríður Ólafs- dóttir sagði frá annars vegar bréfi 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.