Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 27
og áður sagði hefur sá hópur sem er virkur í starfi félagsins snúið sér meira að ákveðnum verkefnum. Stærsta verkefnið hingað til var samnorræn ráðstefna sem var haldin í Reykholti sumarið 1994. í ágúst n.k. verður norræn ráðstefna haldin öðru sinni á Islandi, í þetta sinn að Laugarvatni. Nýlega var formlega stofnaður foreldrahópur barna sem stama, en þetta er önnur tilraunin sem gerð er til að koma svona hóp á laggimar. Við væntum mikils af starfi þessa hóps. Erlent samstarf Aður en félagið var stofnað var undirritaður kominn í samband við ýmsa einstaklinga og félög um stam víða um heim. Töluverð tengsl eru milli þessara aðila milli landa og má segja að þeir eigi sér sameiginlegt tungumál. Þeir skilja hver annan. Það samstarf sem við emm mest virk í er norræna samstarfið. I um 30 ár hafa félögin á hinum Norður- löndunum haldið sameiginlega ráð- stefnu, þar sem fjallað er um stam frá ýmsum sjónarhornum. Eitt aðalatrið- ið við þessar ráðstefnur er sú sam- kennd sem við finnum með þessum hóp. Við höfum átt fulltrúa á þessum námsstefnum síðan 1991 og í ár er komið að okkur að halda ráðstefnuna í annað sinn. Norræna samstarfið hefur gefið mikil persónuleg tengsl okkar við fjölda fólks á hinum Norð- urlöndunum. Við höfum líka tekið þátt í sam- starfi innan Evrópusamtaka félaga um stam, ELSA. Innan þessara samtaka fara fram skoðanaskipti og skipst er á upplýsingum um það sem er að gerast, hvernig unnið er t.d. gagnvart yfir- völdum og samtökin beita sér fyrir þrýstingi á stjómvöld eftir því sem við á. Ekki hefur verið farið út í samskipti almennra félaga á þessum vettvangi, en það gæti orðið síðar. Fjármagns- skortur háir þessu samstarfi nokkuð, en ELSA hefur fengið styrki frá ESB semhjálpauppásakimar. Viðíslend- ingar njótum þó ekki góðs af því eins og flestir aðrir, þar sem Island stendur utan ESB. A heimsvísu eru starfandi alþjóð- leg samtök, International Stuttering Assoeiation (ISA). Formlegt starf þessara samtaka er frekar lítið enn sem komið er, en heimsráðstefnur hafa verið haldnar á þriggja ára fresti, nú síðast í Suður-Afríku sumarið 1998. Þar áttum við því miður engan fulltrúa. ÖBÍ Á aðalfundi ÖBI s.l. haust var beiðni Málbjargar um inngöngu í ÖBI samþykkt. Með því má segja að félagið sé búið að ávinna sér sess sem fullgildur vettvangur fyrir þann hóp fólks sem stamar. Lokaorð Félagar í Málbjörgu eru nú um 70 talsins. Það er von okkar að við get- um, með starfi félagsins, breytt að- stöðu þeirra sem stama í landinu til betri vegar. Það er óhætt að segja að við sem höfum starfað að málefnum félagsins höfum fundið að starfið hefur haft jákvæð áhrif á okkar eigið stam og við erum betur tilbúin en áður að takast á við stamið með það fyrir augum að ná tökum á því, í stað þess að það hafi tak á okkur. Benedikt E. Benediktsson STYRKVEITINGAR ÖBÍ 1999 Til aðildarfélaga: Alnæmissamtökin 370 þús.kr. Blindrafélagið 670 þús.kr. Daufblindrafélagið 420 þús.kr. Félag aðstand. Alzheimersj. 570 þús.kr. Félag heymarlausra 860 þús.kr. Félag nýrnasjúkra 220 þús.kr. Foreldrafél. misþr. barna 520 þús.kr. Foreldra- og styrktarfél. heyrnard. 280 þús.kr. Geðhjálp 800 þús.kr. Geðvemdarfélagið 360 þús.kr. Gigtarfélagið 650 þús.kr. Heyrnarhjálp 360 þús.kr. LAUF 380 þús.kr. Málbjörg 250 þús.kr. MG félagið 200 þús.kr. MND félagið 260 þús.kr. MS félagið 790 þús.kr. Parkinsonsamtökin 510 þús.kr. SPOEX 440 þús.kr. SÍBS 740 þús.kr. Samtök sykursjúkra 360 þús.kr. Sjálfsbjörg 890 þús.kr. Styrktarfél. lam. fatl. 590 þús.kr. Styrktarfél. vang. 810 þús.kr. Tourette-samtökin 280 þús.kr. Umsjónarfél. einhv. 470 þús.kr. Samtals til félaga 13.050 rnillj. kr. Einnig var úthlutað 950 þús.kr. til annarra aðila. Helstu styrkirnir voru veittir til: íþróttasambands fatlaðra; verkefnis Hörpu Njáls og Hala- leikhópsins. 4 aðrir smærri styrkir voru veittir. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 14 millj. kr. samtals til styrkveitinga og tóku styrkupphæðir eðlilegt mið þar af. H.S. fréttabréf öryrkjabandalagsins 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.