Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 56

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 56
,,ÖII veröldin er leiksvið og aðeins leikarar hver karl og kona” -William Shakespeare. a a eikhópurinn wvw.islandia.is/—jonei/halinn HÁTÚN 12-105 REYKJAVÍK - SÍMI 552 9188 Halaleikliópurinii var stoliiaður 27. september 1992 með þíið að niarkmiði að „iðka leiklist lyrir alla” og' liefur starfað óslitið síðan. Á þessum sjö árum sem liðin eru frá stofnun Halaleikhópsins, hafa verið settar upp sýningar á hverju ári og hafa þær jafnan vakið athygli. Fyrsta sýning hópsins var „Aurasálin" eftir Moliere og aðrar fylgdu í kjölfarið. Af þeim sýningum má nefna, „Allra meina bót“ eftir þá Jón Múla og Jónas Árnasyni, „Gullna hliðið" eftir Davíð Stefánsson, „Túskildingsóperuna“ eftir Berthold Brecht og svo í lokin má ekki gleyma „perlunni" okkar, leikritinu „Rómeó og Ingibjörg" eftir Þorstein Guðmundsson. „Rómeó og Ingibjörg" var sérstaklega skrifað fyrir hópinn og naut mikilla vinsælda. Óhætt er að segja að Halaleikhópurinn hafi opnað nýja vídd í starfi leikhópa hér á landi, því í honum er fengist við leiklist á forsendum hvers og eins. Um leið hefur hópurinn opnað augu margra fyrir því að fatlað fólk getur einnig, þrátt fyrir ýmsar hindranir, leikið á sviði eins og aðrir. Þar með hefur hópurinn á sinn hátt, eytt fordómum í garð fatlaðra. Fötlun skiptir engu máli í þessu áhugaleikfélagi. Nú nýlega sýndi hópurinn barnaleikritið „Trúðaskólann" eftir Friedrich Karl Waechter í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.