Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 40
Þrjár sögur úr daglega lífinu Formáli: Foreldrafélag geð- sjúkra barna og unglinga hélt í apríllok sl. fund um málefni bama og unglinga er við geðsjúkdóma stríða. A fundinn mættu frambjóð- endur þeirra flokka sem fram buðu í alþingiskosningunum. Fyrir þá voru lagðar allnokkrar beinar spurningar um þau mál sem Foreldrafélagið vildi helst fá við svör. í fundarboði voru kynntar þrjár sögur úr daglega lífinu sem ritstjóra þóttu sann- arlega þess verðar að birta hér ásamt hugleiðingum frá félaginu í framhaldi af sögunum. En fyrst að sögunum þrem: Ellefu ára gamalt barn, greint geðsjúkt, kveikir í sér við eldhúsborðið heima hjá sér, er alvarlega veikt og ætti að komast strax inn á sjúkrahús, en þarf að bíða í 18 sólarhringa eftir plássi. Ef bamið hefði verið fótbrotið, þá hefði barnið aldrei þurft að bíða í 18 sólarhringa. Ellefu ára gamalt barn sem greint er geðsjúkt og þunglynt, gerir margar sjálfsmorðstilraunir sama daginn. Algjört neyðar- ástand ríkir, það verður að koma barninu inn á spítala, en það er sunnudagur og Barna- og ungl- ingageðdeild Landspítalans: B.U.G.L. erlokuð. (Börninokk- ar geta ekki verið veik á rauðum dögum!!) Endirinn varð sá að bamið og faðirinn voru lögð inn á fullorð- insdeild Landspítalans í tæpan sólarhring. A mánudagsmorgni erútskrifaðafB.U.G.L. svohægt sé að taka bráðatilfelli inn. Hefði barnið verið með bráða botn- langabólgu, þá hefði vart talist eðlilegt að leggja inn á hjartadeild og bíða eftir að skurðstofan opnaði á mánudagsmorgni. Tíu ára gamalt barn sem greint er geðsjúkt, stendur utan skóla í byijun desember, engin úmæði og sjúkrakennsla stendur ekki til boða. Enginn skóli þar til í apríl að barnið er lagt inn á B.U.G.L. til frekari greiningar, þá fer barnið í Dalbrautarskóla. Um síðustu helgi var barnið útskrifað af B.U.G.L. og úr skólanum og er nú fyrir utan skóla. Sorglegt er til þess að hugsa, að ef barnið væri með viður- kenndan sjúkdóm, stæði ekki á sjúkrakennslu. s Iframhaldi af þessum sögum birtir Foreldrafélagið óska- lista enda ástandið ólíðandi: Bráðamóttaka, fleiri innlagnar- pláss, sérhæfður skóli, langtíma meðferðarúrræði, hvfldarvistun, að spítalinn sé opinn 365 daga á ári, að fá að vera með í nýja barnaspítalanum, trygginga- löggjöfin verði skoðuð sérstak- lega fyrir þennan hóp og stuðn- ingur inn í almenna skóla verði stórefldur. M.a. er minnt á eftirfarandi: Rétt er að hugsa lengra til fram- tíðar, ótrúlega hátt hlutfall geð- sjúkra ungmenna endar í neyslu ávana- og fíkniefna, og síðan sagt: Hvert pláss á Litla Hrauni er dýrt. Ef þjónustan er aukin og börnunum sinnt um leið og þau veikjast, yrði mörgum efalítið bjargað. Saman getum við byrgt stóran brunn - eru svo lokaorðin frá Foreldrafélaginu. Nú er komið nýtt kjörtímabil með ný fyrirheit, nýjar vonir og miðað við andsvör stjórnmála- manna á fyrrgreindum fundi er tilefni til talsverðrar bjartsýni. Vonandi lætur sú bjartsýni ekki að sér hæða. H.S. Ur kveri Mundu Pálínar Hún Munda Pálín Enoksdóttir sem nú dvelur austur á Sogni hefur verið að sýsla við það að raða saman hending- um og hefur gefið hugleiðingar sínar út í nokkrum kverum. Ritstjóri hefur eignast öll þessi kver Mundu Pálínar og birtir hér sýnishom úr einu þeirra sem hún kallar: Ljúfu ómar. Vísan telur!! Telur réttvísinnar brugðna sverði að það takast megi að ég saklaus talin verði á útkomunnar mikla degi. Lögin Löngum eru lögin sein að læra margt og skilja. Skilja þurfa manna mein. En það þau eigi vilja. Ó það tár Brá er grátbólgin. Bót ei fæst fólgin falið er ævintýr. Tár það fram, sem knýr. Því er lokið. -Leiðinni læst og lokið. ÓGuð Kalt er mér um hjartarætur. Kveina sárt um daprar nætur. Kvölin nístir mig í bein, nöpur finnst mér dvöl í heim. -Guð mig færi í annan geim. Ljúfa er skáldanafn Mundu Pálínar, sem yrkir af tilfinningu og heitu særðu hjarta. Megi henni vistin verða sem best. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.