Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Qupperneq 40
Þrjár sögur úr daglega lífinu Formáli: Foreldrafélag geð- sjúkra barna og unglinga hélt í apríllok sl. fund um málefni bama og unglinga er við geðsjúkdóma stríða. A fundinn mættu frambjóð- endur þeirra flokka sem fram buðu í alþingiskosningunum. Fyrir þá voru lagðar allnokkrar beinar spurningar um þau mál sem Foreldrafélagið vildi helst fá við svör. í fundarboði voru kynntar þrjár sögur úr daglega lífinu sem ritstjóra þóttu sann- arlega þess verðar að birta hér ásamt hugleiðingum frá félaginu í framhaldi af sögunum. En fyrst að sögunum þrem: Ellefu ára gamalt barn, greint geðsjúkt, kveikir í sér við eldhúsborðið heima hjá sér, er alvarlega veikt og ætti að komast strax inn á sjúkrahús, en þarf að bíða í 18 sólarhringa eftir plássi. Ef bamið hefði verið fótbrotið, þá hefði barnið aldrei þurft að bíða í 18 sólarhringa. Ellefu ára gamalt barn sem greint er geðsjúkt og þunglynt, gerir margar sjálfsmorðstilraunir sama daginn. Algjört neyðar- ástand ríkir, það verður að koma barninu inn á spítala, en það er sunnudagur og Barna- og ungl- ingageðdeild Landspítalans: B.U.G.L. erlokuð. (Börninokk- ar geta ekki verið veik á rauðum dögum!!) Endirinn varð sá að bamið og faðirinn voru lögð inn á fullorð- insdeild Landspítalans í tæpan sólarhring. A mánudagsmorgni erútskrifaðafB.U.G.L. svohægt sé að taka bráðatilfelli inn. Hefði barnið verið með bráða botn- langabólgu, þá hefði vart talist eðlilegt að leggja inn á hjartadeild og bíða eftir að skurðstofan opnaði á mánudagsmorgni. Tíu ára gamalt barn sem greint er geðsjúkt, stendur utan skóla í byijun desember, engin úmæði og sjúkrakennsla stendur ekki til boða. Enginn skóli þar til í apríl að barnið er lagt inn á B.U.G.L. til frekari greiningar, þá fer barnið í Dalbrautarskóla. Um síðustu helgi var barnið útskrifað af B.U.G.L. og úr skólanum og er nú fyrir utan skóla. Sorglegt er til þess að hugsa, að ef barnið væri með viður- kenndan sjúkdóm, stæði ekki á sjúkrakennslu. s Iframhaldi af þessum sögum birtir Foreldrafélagið óska- lista enda ástandið ólíðandi: Bráðamóttaka, fleiri innlagnar- pláss, sérhæfður skóli, langtíma meðferðarúrræði, hvfldarvistun, að spítalinn sé opinn 365 daga á ári, að fá að vera með í nýja barnaspítalanum, trygginga- löggjöfin verði skoðuð sérstak- lega fyrir þennan hóp og stuðn- ingur inn í almenna skóla verði stórefldur. M.a. er minnt á eftirfarandi: Rétt er að hugsa lengra til fram- tíðar, ótrúlega hátt hlutfall geð- sjúkra ungmenna endar í neyslu ávana- og fíkniefna, og síðan sagt: Hvert pláss á Litla Hrauni er dýrt. Ef þjónustan er aukin og börnunum sinnt um leið og þau veikjast, yrði mörgum efalítið bjargað. Saman getum við byrgt stóran brunn - eru svo lokaorðin frá Foreldrafélaginu. Nú er komið nýtt kjörtímabil með ný fyrirheit, nýjar vonir og miðað við andsvör stjórnmála- manna á fyrrgreindum fundi er tilefni til talsverðrar bjartsýni. Vonandi lætur sú bjartsýni ekki að sér hæða. H.S. Ur kveri Mundu Pálínar Hún Munda Pálín Enoksdóttir sem nú dvelur austur á Sogni hefur verið að sýsla við það að raða saman hending- um og hefur gefið hugleiðingar sínar út í nokkrum kverum. Ritstjóri hefur eignast öll þessi kver Mundu Pálínar og birtir hér sýnishom úr einu þeirra sem hún kallar: Ljúfu ómar. Vísan telur!! Telur réttvísinnar brugðna sverði að það takast megi að ég saklaus talin verði á útkomunnar mikla degi. Lögin Löngum eru lögin sein að læra margt og skilja. Skilja þurfa manna mein. En það þau eigi vilja. Ó það tár Brá er grátbólgin. Bót ei fæst fólgin falið er ævintýr. Tár það fram, sem knýr. Því er lokið. -Leiðinni læst og lokið. ÓGuð Kalt er mér um hjartarætur. Kveina sárt um daprar nætur. Kvölin nístir mig í bein, nöpur finnst mér dvöl í heim. -Guð mig færi í annan geim. Ljúfa er skáldanafn Mundu Pálínar, sem yrkir af tilfinningu og heitu særðu hjarta. Megi henni vistin verða sem best. 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.