Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 39
Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir: ÆVIKVÖLD JÓNS OG GUNNU Jón og Gunna, háöldruð hjón, taka sér morgungöngu í Smá- íbúðahverfinu um átta leytið hvernig sem viðrar. Þau gera hlé á göngu sinni, tylla sér á hitaveitu- stokkinn til að hvfla lúin bein og sjá sólarupprás- ina yfir Bláfjöll- um, hlýða á fuglasönginn og stöðugan nið frá bílaumferð Miklubrautar- innar sem líkist þungum fossnið úr fjarska. Ung móðir með ungbam í fangi fylgir syni sínum út í anddyri. Hún hagræðir skólatöskunni á herðum hans og veifar, “bæjó” ómar út í morgun- kyrrðina. Jón og Gunna rísa á fætur og halda áfram göngu sinni. Gömlu hjónin leiðast og styðjast við sinn hvorn stafinn. Andlit þeirra eru rún- um rist. Gunna er langleit og fölleit. Hún er fremur stórgerð með skýlu- klút yfir hárinu og gengur kengbogin svo að hægt væri að strauja þvott á spjaldhrygg hennar. Henni við hlið trítlar Jón kiðfættur, rýr og samfall- inn. Nýlega var svo byggður nýr hitaveitustokkur sem stendur lítið eitt upp úr jarðveginum og Jón og Gunna sjást ekki meir. I morgunsárið í níu vetur, sumar, vor og haust hef ég gengið hitaveitustokkinn á stefnumót við tölvuna þegar borgin er að rumska af nætursvefni sínum og gengið framhjá Jóni og Gunnu. Eg sakna þessara öldnu vina minna og furða mig á hverju þetta sæti. Hálft ár leið, þá mæti ég Gunnu einni í morgunsárið á heilsu- bótargöngu. Hún er gjörbreytt, hefur rétt úr kútnum og gengur ekki lengur hokin. Fólksemferhjákastarkveðju á gömlu konuna og er sem það hafi endurheimt gamlan vin. Égheilsaog tek þessa öldnu samferðakonu mína tali og spyr, hvernig högum hennar sé háttað. Hún segir, að þau Jón hafi hætt morgungöngunni þegar nýi hitaveitustokkurinn kom því hann væri svo lágur að ef þau settust niður, hefðu þau sig ekki upp aftur. Hún segist vera í dagvist tvisvar í viku hálfan daginn í Múlabæ sem rekið er af Rauða krossinum og líði sér þar vel. Hún fái að leggja sig þar, því að vinkona mín er árrisul. Aftur á móti hefði Jón misst heilsuna og væri hann kominn á elliheimili. Gunna segist taka strætó á daginn til að heimsækja Jón. Versterhvað hátteruppívagninn og bflstjóramir snöggir að taka af stað segir Gunna. Ég er hálf smeyk við að stíga út úr vagninum enda orðin svifasein, það gerir aldurinn, orðin hálfníræð, bætir hún við. Geta synir ykkar ekki ekið þér til Jóns? spyrég. Gunnaeyðirþví, þeir eru að vinna og komast ekki fyrr en á kvöldin, þá er Jón orðinn þreyttur og jafnvel sofnaður, og ég líka illa upplögð. Færðu ekki einhverja heimilis- aðstoð?, spyr ég. Gunna gerir lítið úr því og segir manneklu vera hjá Félagsmálastofnun, að vísu fékk ég unglingsstúlku fjóra tíma í viku. Hún mætti seint á morgnana og svöng og flýtti sér að ljúka verkunum oghvarfaðþvíbúnu. Það nýttist mér illa, segir gamla konan, ég er vönust því að elda minn mat sjálf meðan ég kemst upp og niður kjallaratröpp- urnar. Geturðu ekki fengið inni í þjónustuíbúð fyrir aldraða?, spyr ég. Fallegu þjónustuíbúðirnar eru ekki fyrir neina meðaljóna að fjármagna, svarar Gunna dapurlega. Ekki ásakaði hún neinn sóma- konan, en Gunnu er þungt um hjarta- ræturnar þegar hún segir mér frá líðan Jóns. Jón liggur orðið mest fyrir í rúminu og fær ekki tennurnar sínar til að matast því að fáliðað er á dvalarheimilinu og enginn hefur tíma til að sjá til þess að hann geti burstað tennurnar. Fallegi silfurbúni stafur- inn, sem Jón fékk á áttræðisafmælinu finnst hvergi, bætir hún við. En verst þykir mér, gamla konan varð hálf- klökk, að Jón liggur óklæddur með bleiu alla daga. Saga þessarar öldnu samferða- konu hafði djúp áhrif á mig. Ég gekk nokkurn spöl í takt við gömlu konuna en varð svo að halda áfram í vinnuna enda orðin of sein. Ég var þungt hugsi, er þetta Island í dag, framtíðarsýn almúgafólks sem komið er á efri ár? Aðurnefnd Jón og Gunna eru fædd uppúr síðustu aldamótum og mega muna tímana tvenna. Þau byrjuðu að vinna fyrir sér strax um fermingu. Jón réri til fiskjar frá 16 ára aldri en Gunna gætti bús og barna. Hún vann ýmsa íhlaupavinnu ef færi gafst. Heið- urshjónin eiga þrjú börn og hafa bætt við vísitölufjölskylduna frá 1959 3/ 4úrbarni. Þauhafalifaðafkreppuna og stríðsárin þegar barneignafrí og atvinnuleysisbætur voru óþekkt fyrirbrigði. Þau tóku aldrei bflpróf, enda átti vísitölufjölskyldan einungis tæplega hálfan bfl. Með eljusemi og ítrustu sparsemi komst fjölskyldan yfir litla þriggja herbergja kjallara- íbúð í Smáfbúðahverfinu, því í þá dagavarillmögulegtaðfálán. Hjón- in voru alla tíð nýtir þjóðfélags- þegnar og komu drengjunum sínum vel til manns. Jón og Gunna koma ekki til með að dansa á rósum í ellinni. Sparifé þeirra eins og margra annarra brann upp á verðbólguárunum. Jón háseti getur ekki drýgt ellilaunin með kvótasölu. Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir. Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.