Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 29
útvarpslögumnr. 68/1985. íútvarps- lögum er kveðið á um skyldur Ríkis- útvarpsins til að halda í heiðri lýð- ræðislegar grundvallarreglur mann- réttinda og frelsi til orðs og skoðana. Jafnframt er Ríkisútvarpinu gert með lögum að miða útvarpsefni við fjöl- breytni íslensks þjóðlífs og veita þá þjónustu sem unnt er með tækni og þjóðinni má að gagni koma. I dómi Hæstaréttar kemur fram að þar sem Ríkisútvarpinu er falið með lögum að vera vettvangur frjálsra skoðanaskipta geti þeim verið rétt að kynna þá kosti sem eru í boði fyrir alþingiskosningar og verði því að gæta jafnræðis ekki aðeins milli þeirra stjómmálaafla sem bjóða sig fram heldur einnig að þeim sem útsendingunni er beint til. Þannig beri Ríkissjónvarpinu að sjá til þess að útsending framboðsumræðna sé einnig aðgengileg heymarlausum. Er hér einnig vitnað í 7 gr. laga um mál- efni fatlaðra um að fatlaðir skuli eiga rétt á almennri þjónustu ríkis og sveit- arfélaga. Það sem vekur mikla athygli í dómi Hæstaréttar er hversu Mann- réttindasáttmála Evrópu er gert hátt undir höfði. ✓ Idómsorði segir m.a.: “Það er óaðskiljanlegur þáttur kosninga- réttar að sá, sem réttarins nýtur hafi tœkifœri til að kynna sér framboð og málefni, sem kosið er um, enda myndi sá réttur einstaklinganna, sem vernd- aður er í 3. gr.l. viðauka mannrétt- indasáttmála Evrópu, missa efiiislegt inntak ef frambjóðendum væru ekki tœkar leiðir til kynningar á stefnu- málum sínum eða kjósendum gert ókleift eða torvelt að nálgast slíkar upplýsingar”. Hér eru mörkuð þátta- skil í málefnum heyrnarlausra í Evrópu og hefur þessi dómur mik- ilvægt fordæmisgildi fyrir félaga okk- ar víðsvegar um Evrópu sem standa í sömu baráttu og heyrnarlausir á Islandi. Evrópuþingið hefur nýlega í ályktun sinni frá 18. nóvember 1998 farið fram á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kanni möguleik- ann á að rikisreknum sjónvarpsstöðv- um innan aðildarríkja Evrópusam- bandsins verði gert skylt með laga- ákvæði að túlka sjónvarpsefni yfir á táknmál. Er lögð áhersla á að tákn- málstúlka fréttatengt efni, sjónvarps- efni tengt stjómmálum og sér í lagi sjónvarpsefni tengt kosningum. Dómur Hæstaréttar kemur því á afar mikilvægum tíma í réttindabaráttu heyrnarlausra í Evrópu og kemur Félagi heymarlausra á Islandi á lista sem brautryðjendum í þessu mikil- væga réttindamáli. Með dómi Hæstaréttar er stigið mikilvægt skref í réttinda- baráttu heyrnarlausra á Islandi. I fyrsta sinn á Islandi gafst heyrnar- lausum tækifæri til að fylgjast með umræðuþætti leiðtoga stjórnmála- flokkanna í sjónvarpinu 7. maí sl. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hefur fjöldi fólks lýst yflr ánægju sinni með þetta mikilvæga skref. í alltof langan tíma hafa heyrnar- lausir verið útilokaðir frá þjóðmála- umræðum og umfjöllun um málefni líðandi stundar. Með dómi Hæsta- réttar er það viðurkennt að heymar- lausir eigi að njóta sömu lýðræðis- réttinda og aðrir Islendingar þ.e. að geta fylgst með stjómmálaumræðu og þannig myndað sér skoðun á lýðræð- islegan hátt líkt og aðrir landsmenn. Dómur Hæstaréttar markar tímamót í sögu heyrnarlausra og er upphafið að betra aðgengi heyrnarlausra í íslensku upplýsingasamfélagi. Hafdís Gísladóttir framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra 6 félög ÖBÍ á sama stað Iframhaldi af ágætri heimsókn okkar Guðríðar Ólafsdóttur í þjón- ustusetrið væna að Tryggvagötu 26 þá þykir einnig rétt að minna sérstaklega hér á til glöggvunar fyrir það fólk sem þangað þarf að leita og það munu ugglaust margir. Félögin sem í þjónustusetrinu eiga samastað eru: Félag nýrnasjúkra LAUF - Landssamtök áhugafólks um flogaveiki Parkinson samtökin Samtök sykursjúkra Tourette samtökin Umsjónarfélag einhverfra í frásögn af heimsókn okkar hér í blaðinu er glögglega greint frá því hvenær opið er hjá hverju félagi fyrir sig og ekki ástæða til að endurtaka það hér. Enn og aftur eru félögunum sendar hamingjuóskir með sitt vistlega setur. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.