Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 20
FRÁ SJÓÐI ODDS ÓLAFSSONAR Hinn 26. apríl sl. fór fram við hátíðlega en látlausa athöfn hér í Hátúni 10 afhending styrkja úr Sjóði Odds Ólafssonar, en dagurinn einmitt valinn til þessa sem fæðingardagur Odds. Þama vora mættir 14 styrkþegar eða fulltrúar þeirra svo og fulltrúi barna Odds, formaður og fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins og að sjálfsögðu stjórn sjóðsins en hana skipa nú: Ólafur Hergill Oddsson, Anna Ingv- arsdóttir og Asgerður Ingimarsdóttir. Ólafur Hergill, formaður sjóðsstjórn- ar, bauð fólk velkomið og bað það njóta góðra veitinga er á borð höfðu verið bornar. Hann ávarpaði svo samkvæmið, gat um þá breytingu á sjóðsstjórn að Ásgerður Ingimarsdóttir hefði komið í stað Helga Seljan, bauð Ásgerði velkomna og þakkaði Helga farsæla formennsku. Hann fór yfir tildrög og tilgang sjóðsins. Heiðruð væri minning frumherja og forystumanns af stofnaðilum: Hússjóði Öryrkja- bandalagsins, Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og Öryrkjabandalagi íslands. Rakti tilganginn, styrki til rannsókna, fræðslu og náms s.s. áður hefur hér verið vel tíundað í blaðinu Hann gat um höfðinglega gjöf Sigurgeirs Steinssonar, sem sagt var frá í síðasta blaði, gjöf sem Ólafur Hergill sagði efla sjóðinn mjög til athafna góðra. Færði Sigurgeiri alúðarþakkir fyrir rausn sína. / Olafur Hergill rakti svo stutt- lega náms- og starfssögu föður síns, Odds Ólafssonar, en Oddur fékk berkla, yfirvann þá, lærði til læknis, varð 1945 fyrsti yfirlæknir Reykjalundar og gegndi því starfi þar til hann settist á þing, en þar sat hann í 9 ár og beitti sér fyrir mörgum baráttumálum öryrkja þar. Oddur var fyrsti for- maður Öryrkjabandalagsins, fyrsti formaður Hússjóðs og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum hjá SÍBS, ÖBÍ, Reykjalundi og víðar. Ólafur Hergill þakkaði fyrir hönd afkomenda Odds þá virðingu og þökk sem minningu hans væri með sjóðnum sýnd. Fór með ljóð móð- urbróður síns Jakobs Jóhann- essonar Smára: Þú ert; hrífandi fall- egt og umhugsunarvert í einlægni sinni. Hann tilkynnti þessu næst um styrkhafa og Anna Ingvarsdóttir afhenti svo styrkina. Styrkupp- hæðin nú var 1.5 millj. kr. og fór til 18 styrkhafa. Þau voru: Anna Bergþórsdóttir til náms í fram- haldsskóla, Arndís Hauksdóttir til guðfræðináms, Birkir Rúnar Gunn- arsson til náms í tölvufræði í Bandaríkjunum, Björg Guðjóns- dóttir, Ingveldur K. Friðriksdóttir og Unnur Árnadóttir vegna þýð- ingar á prófi vegna heilakönnunar, Eyþór Bjömsson o.fl.v. rannsóknar á símhúðarbreytingum á sjúkl- ingum með nýgreindan astma, Félag heyrnarlausra vegna fullorð- insfræðslu, Friðrik Guðmundsson vegna náms í Kennaraháskóla Islands, Gunnar Guðmundsson o.fl.v. könnunar á faraldsfræði bandvefsmyndandi lungnasjúk- dóma, Hanna Björg Sigurjónsdóttir v. mastersnáms í uppeldis- og kennslufræðum, sérgr. þroskaheftir foreldrar, Heiðdís Jónsdóttir v. háskólanáms í ítölsku og íslensku, Hólm- fríður Benediktsdóttir v. tölvunáms, tengt grafískri hönnun, Hulda Guðmunds- dóttir v. rannsókna á högum fjölskyldna langveikra bama, Ingi- björg Auðunsdóttir o.fl. v. rannsókna á blöndun í skólastarfi, Karl Marinósson v. náms í fjölskyldumeð- ferð v. endurhæfingar barna með geðræn vandamál, Kristbjörn Guðmundsson v. náms í Tækni- skóla Islands, Námsráðgjöf H.Í., Mikael M. Karlsson v. námsgagna- kerfis fyrir fólk með dyslexíu, Sigurlaug Sveinbjömsdóttir o.fl.v. útgáfu fræðslubæklings um heila- blóðfall og Systkinasmiðjan v. námskeiða fyrir systkini fatlaðra. s Aeftir lýstu allir viðstaddir styrkþegar verkefnum sínum og/eða námi á ljósan og glöggan hátt og tókst sú kynning einkar vel. Að lokum voru allir kallaðir til myndatöku og afrakstur hennar m.a. sýndur hér með. Þetta var einkar ánægjuleg athöfn, enn ein staðfestingin á dýrmæti þessa sjóðs fyrir svo marga fatlaða til náms svo og til þeirra sem vinna í þeirra þágu á svo margan veg, enda kom það skýrt fram í þakkarræðum styrk- hafa. Verðugri minningu er vel á lofti haldið. H.S. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.