Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 33
HEILBRIGÐISÞING 1999 Hinn 25. mars sl. var heilbrigðisþing 1999 haldið í Tónlistarhúsinu í Kópavogi. Yfir- skriftin var: Framtíðarsýn í heilbrigðis- málum. Heilbrigðisáætlun til ársins 2000. Ekki verður hér grein gjörð fyrir efni þeirra fjölmörgu fyrirlestra sem fluttir voru, en óhætt að segja að mjög vel hafði til þeirra verið vandað og á hinum ýmsu þáttum tekið. Heilbrigðisáætlunin sjálf er býsna þykk bók, full af fyrirheitum góðum en á þeim grunni sem sannarlega er ágætur á að byggja. Rétt skal veita lesendum innsýn í heiti fyrirlestra og fyrirlesara en þess getið að útdráttur erindanna er hér á skrifstofu Öryrkjabandalagsins ef einhver vildi kynna sér efnið frekar. Þingið hófst með ávörpum heilbrigðisráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur og Davíðs A. Gunnarssonar ráðuneytisstjóra sem svaraði spurningunni: Hvers vegna heilbrigðisáætlun? Þá voru forsendur nánar kynntar af Vilborgu Ingólfsdóttur yfirhjúkrunarfræðingi: Heilbrigði allra á 21. öldinni og Evrópuáætlun WHO: Heilsa 21- og IngimarEinarssyni skrifstofustjóra: Islenskheilbrigð- isáætlun til 2005. Þá voru flutt erindi undir yfirskriftinni: Meginþættir heilbrigðisáætlana. A. Samábyrgð og jafnræði til heilsu þar sem Ólafur Hergill Oddsson héraðslæknir fjallaði um: Aðgengi, jöfnuð og þörf fyrir þjónustu og Þórður Helgason verkfræðingur um: Heilbrigðistækni, stuðning við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð. B. Bætt heilsufar þar sem Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir var með erindi er hann nefndi: Börn, heilbrigði og þjóðfélag og Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir með erindið: Góð heilsa á efri árum. C. Forvamirog heilsuvernd. ÞartalaðiTómasZoéga geðlæknir um: Stefnumörkun í geðheilbrigðis- málum og Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri um: Samhæfingu forvama. D. Þverfaglegar aðgerðir. Afengis - fíkniefna- og tóbaksvarnir hét erindi Þorgerðar Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra og Heilsuefling nefndist erindi Önnu Bjargar Aradóttur hjúkrunarfræðings. E. Arangursrík heilbrigðisþjónusta. Guðrún Högna- dóttir rekstrarráðgjafi fjallaði um: Gæði og fram- þróun, Magnús Pétursson forstjóri um: Starfs- mannastefnu og Margrét Oddsdóttir skurðlæknir um: Menntun heilbrigðisstétta, en hún var reyndar úti í Texas en birtist okkur og talaði við okkur á skjá enda tækninni fátt ómáttugt. F. Rannsóknir, samstarf og verkáætlanir. Þar talaði Guðmundur Þorgeirsson læknir um: Rannsóknir ÁÆtlait*- og þrótuunkrihmla vinjtu/isadrít ia wk Drög' að heilbrigðisAætlun til ársins 2005 Lingtinunurkmul I hBÍlhrljfrtUmilum HeUbrigói&> og; rryg-giingdrniil.iriðuneytíð Reykjavík 1999 Forsíða heilbrigðisáætlunar. Drög. og vísindastarfsemi og Baldur Johnsen tölvun- arfræðingur um: Upplýsingavæðingu. Síðasti hluti þingsins var svo með yfirskriftina: Framtíðarskipulag. Þar fluttu erindi: Sigríður Snæ- björnsdóttir hjúkrunarforstjóri: Þjónusta sjúkrahúsa; Stefán Þórarinsson héraðslæknir: Heilsugæsla og heil- brigðisþjónusta á landsbyggðinni og Lúðvík Ólafsson héraðslæknir: Heilsugæsla og sérgreinaþjónusta í þéttbýli. Allnokkrar almennar umræður urðu og inn í þá umræðu kom kjaraþátturinn, hversu miklu skipti varðandi heilsufar og öryggi fólks að fá búið við unandi kjör. Við hér í Öryrkjabandalaginu höfum oftlega í kjarabaráttu öryrkja lagt áherslu á það hversu viðvar- andi bágur efnahagur og óvissa um afkomuna dag hvem hefði hræðileg áhrif oft og tíðum á heilsufar fólks með tilheyrandi heilsu- og hamingjuleysi svo alltof margra og um leið viðbótarkostnaði fyrir samfélagið. Mér þótti vænt um að heyra það fólk sem helst kem- ur hér að og besta hefur yfirsýnina nefna bág kjör og aðstöðu alla í framhaldi af því sem hrein heilbrigðis- vandamál með ófyrirsjáanlegum ömurlegum afleiðing- um og þá vonandi að því unnið að úr verði bætt. Mikill fjöldi fólks sótti þing þetta m.a. margt af fólki frá félögum Öryrkjabandalagsins. Var gott að njóta yfirgripsmikils fróðleiks sem eins og áður er sagt er hér til staðar í útdrætti ef einhver skyldi vilja fá frekari fróðleiks notið. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.