Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Blaðsíða 4
Frá ferð Sjálfsbjargarheimilismanna til Danaveldis í júlí 1998. Sjá grein á næstu síðu. AF MERKU MÁLÞINGI 8. apríl sl. hélt fagdeild hjúkr- unarfræðinga á sviði endur- hæfingar fjölsótt málþing í Arsal Hótel Sögu. Efnið var: a) Stefnumótun og skipulag endur- hæfingar í Reykjavík og nágrenni. b) Umhverfi endurhæfingar í heil- brigðiskerfinu innan sjúkrahúsa og stofnana. Frummælendur voru hið vísasta fólk í þessum fræðum öllum, hvorki meira né minna en 13 framsöguerindi, stutt og hnitmiðuð - enda aðeins gefnar 10 mínútur í hvert. Hér verður aðeins tæpt á nokkrum punktum fróðleiks frá málþingi þessu og ekki sérvitnað í neinn framsögu- manna. Endurhæfingeraðsjálfsögðu áherslumál hjá Öryrkjabandalagi íslands og margt bendir til þess að vegur endurhæfingar fari blessunar- lega batnandi. Margir nefndu það að endurhæfing hefði hvergi nærri verið efst á for- gangslista í heilbrigðiskerfinu, skiln- ingur færi þó vaxandi enda staðreynd- in sú að þetta væri hagkvæmt fyrir samfélagið, fyrir svo utan hina ótví- ræðu þýðingu fyrir það fólk sem markvissrar endurhæfingar nyti. Það var rifjað upp hve saga endur- hæfingar sem sérgreinar væri í raun stutt, seinni heimsstyrjöldin með sínar hörmulegu afleiðingar svo og lömun- arveikifaraldur í kjölfarið hefðu hrint endurhæfingu af stað í stórauknum mæli. Menn ræddu þörfina á aukinni dagdeilda- og göngudeildaþjónustu svo og enn meiri endurhæfingu á fé- lagslegu, menntunarlegu og atvinnu- legu sviði. Glögglega kom fram að í dag væri veruleg bið eftir endurhæfingu. Rætt var um ný rekstrarform m.a. og sér í lagi þjónustusamninga og m.a. upplýst að slíkur væri fyrirhugaður við Reykjalund. Talað var og um tvískiptingu endurhæfingar í frumþörf og viðhaldsþörf. Rík áhersla var lögð á að tryggja lífsgæði þeirra sem lækn- ast og minnt á hve mikið væri af óupp- fylltum þörfum þungra einstaklinga m.a. hvað búsetu varðaði. Allir lögðu áherslu á það að sjúklingurinn yrði ævinlega að vera í fyrirrúmi, byggja yrði brú milli sjúklings og samfélags- ins m.a. með búsetuþjálfun. eftirfylgni og atvinnulegri endurhæfingu. Minnt var á hve lágir sjúkradag- peningar væru svo og örorkustyrkur, slíkar smánarupphæðir, að fólk neyddist til að fara fram á fullt örorku- mat. Talsvert var rætt um tengsl taugalækningadeilda og endurhæf- ingardeilda og menn þar ekki á eitt sáttir hversu náin skyldu vera - eða hversu um yfirstjóm færi. Varað var við forræðishyggju heilbrigðisstétta gagnvart sjúklingum, sem of mikil yrði oft á tíðum, virkni og gerandi sjúklingsinsmikilvægogdýrmæt. Þá var allnokkuð rætt um nauðsyn sjúkrahússtengdrar heimaendurhæf- ingar sem stórauka þyrfti. Hér að framan eru fróðleiksmolar stijálir og líttsegjandi eflaust, en svo mikil og vaxandi áhersla sem nú er á endurhæfingu lögð gefur vissu- lega von um bjartari tíð með fleiri blóm í haga. Ræddar voru ýmsar hugmyndir sem uppi væru um skipulag og yfir- stjóm endurhæfingar, bæði rætt um stofnun endurhæfingarráðs og endur- hæfingarmiðstöðvar og fróðlegt að fylgjast með hversu fram vindur um tillögur þessar. Síðasti frummælandinn var Guð- rún Erla Gunnarsdóttir hjúkrunar- forstjóri Sjálfsbjargarheimilisins sem kom ein í raun inn á eitt helsta ef ekki mesta vandamálið tengt endurhæf- ingunni - búsetumöguleikana. Rit- stjóri fékk það til birtingar og vonar að varnaðarorð Guðrúnar verði þeim umhugsunar - og framkvæmdaefni sem helst hafa völdin í þessum mál- um. H.S. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.