Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Síða 4
Frá ferð Sjálfsbjargarheimilismanna til Danaveldis í júlí 1998. Sjá grein á næstu síðu. AF MERKU MÁLÞINGI 8. apríl sl. hélt fagdeild hjúkr- unarfræðinga á sviði endur- hæfingar fjölsótt málþing í Arsal Hótel Sögu. Efnið var: a) Stefnumótun og skipulag endur- hæfingar í Reykjavík og nágrenni. b) Umhverfi endurhæfingar í heil- brigðiskerfinu innan sjúkrahúsa og stofnana. Frummælendur voru hið vísasta fólk í þessum fræðum öllum, hvorki meira né minna en 13 framsöguerindi, stutt og hnitmiðuð - enda aðeins gefnar 10 mínútur í hvert. Hér verður aðeins tæpt á nokkrum punktum fróðleiks frá málþingi þessu og ekki sérvitnað í neinn framsögu- manna. Endurhæfingeraðsjálfsögðu áherslumál hjá Öryrkjabandalagi íslands og margt bendir til þess að vegur endurhæfingar fari blessunar- lega batnandi. Margir nefndu það að endurhæfing hefði hvergi nærri verið efst á for- gangslista í heilbrigðiskerfinu, skiln- ingur færi þó vaxandi enda staðreynd- in sú að þetta væri hagkvæmt fyrir samfélagið, fyrir svo utan hina ótví- ræðu þýðingu fyrir það fólk sem markvissrar endurhæfingar nyti. Það var rifjað upp hve saga endur- hæfingar sem sérgreinar væri í raun stutt, seinni heimsstyrjöldin með sínar hörmulegu afleiðingar svo og lömun- arveikifaraldur í kjölfarið hefðu hrint endurhæfingu af stað í stórauknum mæli. Menn ræddu þörfina á aukinni dagdeilda- og göngudeildaþjónustu svo og enn meiri endurhæfingu á fé- lagslegu, menntunarlegu og atvinnu- legu sviði. Glögglega kom fram að í dag væri veruleg bið eftir endurhæfingu. Rætt var um ný rekstrarform m.a. og sér í lagi þjónustusamninga og m.a. upplýst að slíkur væri fyrirhugaður við Reykjalund. Talað var og um tvískiptingu endurhæfingar í frumþörf og viðhaldsþörf. Rík áhersla var lögð á að tryggja lífsgæði þeirra sem lækn- ast og minnt á hve mikið væri af óupp- fylltum þörfum þungra einstaklinga m.a. hvað búsetu varðaði. Allir lögðu áherslu á það að sjúklingurinn yrði ævinlega að vera í fyrirrúmi, byggja yrði brú milli sjúklings og samfélags- ins m.a. með búsetuþjálfun. eftirfylgni og atvinnulegri endurhæfingu. Minnt var á hve lágir sjúkradag- peningar væru svo og örorkustyrkur, slíkar smánarupphæðir, að fólk neyddist til að fara fram á fullt örorku- mat. Talsvert var rætt um tengsl taugalækningadeilda og endurhæf- ingardeilda og menn þar ekki á eitt sáttir hversu náin skyldu vera - eða hversu um yfirstjóm færi. Varað var við forræðishyggju heilbrigðisstétta gagnvart sjúklingum, sem of mikil yrði oft á tíðum, virkni og gerandi sjúklingsinsmikilvægogdýrmæt. Þá var allnokkuð rætt um nauðsyn sjúkrahússtengdrar heimaendurhæf- ingar sem stórauka þyrfti. Hér að framan eru fróðleiksmolar stijálir og líttsegjandi eflaust, en svo mikil og vaxandi áhersla sem nú er á endurhæfingu lögð gefur vissu- lega von um bjartari tíð með fleiri blóm í haga. Ræddar voru ýmsar hugmyndir sem uppi væru um skipulag og yfir- stjóm endurhæfingar, bæði rætt um stofnun endurhæfingarráðs og endur- hæfingarmiðstöðvar og fróðlegt að fylgjast með hversu fram vindur um tillögur þessar. Síðasti frummælandinn var Guð- rún Erla Gunnarsdóttir hjúkrunar- forstjóri Sjálfsbjargarheimilisins sem kom ein í raun inn á eitt helsta ef ekki mesta vandamálið tengt endurhæf- ingunni - búsetumöguleikana. Rit- stjóri fékk það til birtingar og vonar að varnaðarorð Guðrúnar verði þeim umhugsunar - og framkvæmdaefni sem helst hafa völdin í þessum mál- um. H.S. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.