Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 5
Edda fyrir miðju með klúbbinn sinn í Laugardalnum þar sem þau trimma á mánudögum
og fimmtudögum. „Við erum oftast um 20 til 28 saman,” segir Edda.
vinkonur.” Gróa Skúladóttir, móðir
Eddu dó 63ja ára. þá svo ungleg að
allir héldu þær mægður vera systur.
Hvernig gekk skólanámid
meö allri þessari vinnu?
„Mig þyrsti í nám og gekk vel í
skóla, lauk barnaskólanámi hjá
Pálma Péturssyni sem tók mig í
aukatíma þegar hann sá hvað ég var
langt á eftir. Tvo strætisvagna varð ég
að taka snemma á morgnana til að
komast í Gaggó Vest. Oft var það
erfitt fyrir fatlaða stelpu. Ofsalega
langaði mig í menntaskóla, en það
var ekki hægt, einhver varð að hjálpa
mömmu með sex böm. Mikið grét ég
yfir því.
Þá sagði mamma: „Þú getur grenj-
að og grenjað, en það kemur enginn
að bjarga þér nema þú sjálf. Lífið er
harkan sex!”
Sjálfsagt finnst einhverjum að hún
hafi verið fullharkaleg við mig, en ég
þakka henni alltaf fyrir að kenna mér
þá lexíu að bjarga mér sjálf.
Fyrsta vinnuráðningin mín var
dálítið fyndin!” Edda hlær. „Konu
vantaði barnfóstru og kom til
mömmu. „Eg á eina ágæta sem er
bæði stjórnsöm og góð,” sagði
mamma. Ég gleymi seint svipnum á
konunni þegar hún sá fötluðu
stelpuna. Mamma talaði við hana í
einrúmi og ég var ráðin.
„Þú segir bara krökkunum að þau
eigi að passa þig, svo að þau hlaupi
ekki frá þér,” sagði mamma.
Krakkarnir voru víst nokkuð baldnir,
en ég notaði ráð mömmu. Bakaði líka
svo góða klatta að þau fengu
grautarást á mér. Nestið tók ég með í
íjöruferðir og synti með krökkunum í
sjónum sem var vel volgur í þá daga.
Yngstu stelpuna batt ég við Shell-
bryggjuna á meðan ég synti sjálf.
Sjóböð væru svo góð fyrir fatlaða,
hafði ég heyrt. Þetta endaði með því
að þau neituðu að fara að sofa á
kvöldin nema Edda kæmi og segði
þeim sögu.”
Eftir gagnfræðaskólapróf fór Edda
að leita sér að vinnu:
„Ert þú að leita að vinnu? - svona
fotluð manneskja!”
„Já, ég er að bjóða fram minn
vinnukraft,” sagði ég.
„Hvernig dettur þér þetta í hug?”.
„Ég er ágætur vinnukraftur,” sagði
ég, en það dugði ekki til, fólk var yfir
sig undrandi og jafnvel hneykslað.
Að lokum var búið að brjóta mig
mikið niður, en samt stóð ég upp, því
að vinnu skyldi ég fá! Þá leitaði ég til
Andrésar Andréssonar klæðskera á
Laugavegi og sagði: „Ég er ekki að
biðja um kaup, heldur bara að læra og
verða nýtur þjóðfélagsþegn.”
Þar byrjaði ég að vinna 16 ára,
kauplaus fyrstu mánuðina, en hann
bætti það upp síðar. Mánaðarlaunin
voru 1.200 kr. Ég gekk í nudd til
Björgvins Finnssonar á Laufásvegi
og borgaði allt sjálf, því að ég vann
lyrir fullu kaupi. Og þótt ég legði
fram allar nótur, fékk ég jafnháa
skatta. Engin lög komin um skattaaf-
slátt! Hann kom ekki til fyrr en eftir
stofnun Sjálfsbjargar.
Eitt sumarið fékk ég frí hjá Andrési
og réð mig sem verkstjóra á Sníða-
verkstæði Magna í Hveragerði. Mig
langaði svo til að prófa leirinn í
Hveragerði. Þetta var árið 1954, þeg-
ar Heilsustofnun NLFÍ var í mótun
og í miðjum Hveragerðisbæ stóð lítið
hús á vegum hótelsins með leirköss-
um og sturtuaðstöðu. Ég borgaði 50
kr. til Eiríks blinda sem hitaði leirinn.
Þá var ég 18 ára og vann frá 7 á
morgnana til 8 á kvöldin. Stelpurnar
sem unnu með mér hjá Andrési,
ætluðu ekki að komast yfir að ég
skyldi þora að taka þetta að mér, en
þetta sýndi mér - ef viljinn er fyrir
hendi getur maður allt. Ég þakka
mömmu alltaf fyrir að innprenta mér
sjálfsbjargarhvötina.
Þú varst Uka ein
af stofnendum Sjálfsbjargar
„Já, við vorum að berjast fyrir því
að komast út í lífið. Þá áttu lamaðir
ekki í annað hús að venda en elli-
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5