Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 9
Hrafn Sæmundsson fulltrúi: REYKJALUNDUR Fyrsti heilaþvottur Fyrsta verkefnið mitt á Félags- málastofnun Kópavogs var að stuðla að því að koma á fót “vinnustofu fyrir fatlaða og aldraða”. Þessi áform breyttust og úr varð að lokum (starfs- þjálfunarstaður) end- urhæfingar- og hæf- ingarstaðurinn Örvi. í upphafi vissi ég ekkert hvað ég var að gera. Ég hélt að vinnustaður ætti að framleiða sem mest og fólk á vinnu- staðnum ætti að framleiða sem mest og svo væri árangurinn mældur í gróðanum. Þetta var 1982 og ég var nýkominn úr offsetinu og inn í nýjan heim. En sennilega slumpaði ég á að gera það eina rétta. Ég fór til tveggja bestu vina minna í Sjálfsbjörg, Ólafar Ríkarðsdóttur og Theódórs A. Jónssonar og sagði si svona: Flvað á ég að gera? Og þau tóku mig í kennslustund. Þegar ég kom aftur í Kópavoginn vissi ég að nýi vinnu- staðurinn átti að vera endurhæfing- arstaður. Og svo var heilaþvottur Ólafar og Theódórs magnaður að þetta orð hljómaði stöðugt í höfðinu á mér og ég held að baráttan fyrir þess- um sjónarmiðum og Örva í núver- andi mynd hafi tekið meginhluta af orku minni frá fyrsta degi og þar til Örvi var opnaður. Og ég talaði og talaði eins og páfagaukur um endur- hæfingu og lærði heilu romsurnar utanbókar um endurhæfingu. En þó endaði þetta nú þannig að þegar ég kom á Reykjalund þá uppgötvaði ég fyrst hvað endurhæfing raunverulega er. Þegar dalalæðan hlær Það var taugasérfræðingur minn Grétar Guðmundsson sem hálf- partinn ýtti mér út í að fara á Reykjalund. Ég hef aldrei haft sjúkdóm minn sem áhugamál og fannst þetta óþarfi. Og ég man ennþá þegar konan mín keyrði mig uppeftir í fyrsta sinn. Ég man eftir landslag- inu þegar við nálguðumst Reykjalund. Það voru ekki brattir klettaveggir, hrikaleg fjöll eða jöklar sem risu yfir Reykjalundi. Það var kyrrð og friður í landslaginu. Það var einhver mýkt og hljóðlát fegurð sem flæddi um hverja taug. Og mót- tökurnar á Reykjalundi voru ótrúlega líkar þessu landslagi og höfðu sömu áhrif og náttúran í kringum staðinn. Og ég komst fljótt að því að það voru ekki aðeins hin frábæru og markvissu vinnubrögð þjálfaranna sem skiluðu árangri í endurhæfingunni heldur líka allt hitt. Öll mannlegu sam- skiptin. Frelsið. Umburðarlyndið. Litlir hlutir eins og leynilegt sam- komulag við næturvörðinn um að hleypa manni út svo hægt væri að finna kyrrðina og sjá fegurðina og birtuna í ljósaskiptunum, kaffið hjá nætur- vaktinni, frelsið til að sitja í setustof- unni þegar aðrir gengu til náða til að raða orðum um fjallið og lóurnar á túninu og hjúkrunarkonan sem kom með svefntöfhma þegar þurfti að tryggja lágmarkssvefn áður en morg- imæfingamar byrjuðu og hugurinn neitaði að hætta að starfa og ótal- margt fleira. Þetta allt er líka endur- hæfing. Þolinmæði starfsfólksins og umburðarlyndi undir miklu álagi er aðdáunarverð. Að hafa fasta stjórn á öllu en búa samt til “stofnanalaust” umhverfi án færibands. Maður kemur upp á Reykjalund á núlli en fer þaðan líkamlega og andlega endurhæfður að lokinni dvölinni. Hlerað í hornum Prestur einn heimsótti aldraða konu, sóknarbarn sitt. Þegar hann hafði komið sér þægilega fyrir í stofunni sá hann skál með hnetum á borðinu og bað þá öldruðu að leyfa sér að smakka. Undir samtalinu fór þó svo að prestur kláraði upp úr skálinni og baðst nú auðmjúklega afsökunar á græðgi sinni. Þá sagði heiðurskonan: “Ég borða ekki hnetumar lengur því eftir að ég missti tennumar hef ég bara sleikt utan af þeim súkkulaðið.” *** Það var á tímum gömlu góðu húsvitj- Falinn fjársjóður Eitt stærsta vandamálið sem þeir þurfa að glíma við sem vinna við félagslega málaflokka er að geta ekki sannað fyrirbyggjandi vinnu. Kerfið hefur tilhneigingu til að vera þannig að ef það verður slys og þetta slys kostar þjóðfélagið margar milljónir þá er það borgað umyrðalaust. Ef hinsvegar einhver kemur og segir: Ég get komið í veg fyrir slys. Gæti ég fengið hundrað kall til að koma í veg fyrir þetta slys, þá segir kerfið og þjóðfélagið: Þú ert bara að plata. Kannski er þetta stærsta meinlokan í annars góðu velferðarkerfi okkar íslendinga. Ég fullyrði að staður eins og Reykjalundur gefur ríkissjóði meiri arð en hlutabréf í bönkum atvinnu- lífsins. Þetta vita margir. En það þýddi ekki fyrir Björn Ástmundsson að koma til ríkisstjórnarinnar og segja: Ég býð upp á 50% vexti af sex milljörðum til að auka endurhæfingu á Reykjalundi og koma upp fleiri slíkum stöðum. Honum yrði bent á rólegan stað til að eyða ævikvöldinu! En kannski eru augu manna að opnast meira fyrir fyrirbyggjandi vinnu og endurhæfingu. Ég er peð í mannhafinu og get ekki sannað að tilvera mín hafi nokkuð að segja úti í þjóðfélaginu en ég væri allavega dýrari í geymslu einhvers staðar. Það reikningsdæmi er hægt að reikna en án endurhæfingar á Reykjalundi væri ég ekki uppistandandi í dag. Hrafn Sæmundsson. ananna hjá prestunum. Einu sinni sagði prestur við strák á einum bóndabænum að læra nú eina setn- ingu úr biblíunni og segja sér hana að ári. Setningin var: Sjá guðs lambið sem burt ber heimsins syndir:” Svo líður og bíður, prestur kemur og spyr og er strákur heldur betur rogginn og byrjar svo: “Sjá guðs gemling sem burt ber syndir heimsins.” Prestur bregst við hinn versti og segir: “Þetta er ekki svona aulinn þinn, það er guðs lambið.” Þá svarar strákur: “Ja hafi það verið guðs lamb í fyrra, þá er lambið orðið að gemlingi núna.” Hrafn Sæmundsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.