Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 11
Ljósm. Gunnar Vigfússon Ráðstefnan var fjölsótt vel. °g kvað þýðingarmikil atriði feit- letruð til frekari áherslu. Handbók- ]nni annars gjörð skil annars staðar í blaðinu, en Jón Ólafur lauk máli sínu á að segja að tilmæli bókarinnar væru almenn, en einnig væri bent á sér- tækar lausnir. Jóhanna Hansen staðgengill for- stjóra Framkvæmdasýslu ríkisins flutti því næst framsögu um ferlimál hjá ríkisstofnunum og sýndi sláandi myndir ágætra aðstæðna en ekki síður óhæfra. Fullyrti að aðgengis- mál hjá opinberum aðilum væru hvergi nærri nógu góð. Minnti á ný- hyggingar svo og breytingar eldri hygginga og sagði að einmitt hús- næði Framkvæmdasýslu ríkisins væri fráleitt til fyrirmyndar, en stefnan væri að allir ættu gott aðgengi að rík- isstofnunum. Nefndi dæmi um leyst mál s.s. Þjóðminjasafnið og Þjóð- menningarhús, en Stjómarráðshúsið lýsandi fyrir óleyst mál, en þar kæmi húsafriðun inn í myndina. Steingrímur J. Sigfússon formaður Norræna ráðsins um málefni fatlaðra sagði frá norrænni samvinnu m.a. á aðgengissviði. í fyrra veitt aðgengis- verðlaun vegna breytinga eldri byg- ginga (Iðnó og Langabúð hér), nú væri efnt til samkeppni um besta aðgengið að æðri menntun á Norð- urlöndum. Steingrímur hét fullu liðsinni Norræna ráðsins um málefni fatlaðra við aðgengismál, en að öðru leyti vísast til ágætrar viðhorfsgreinar í síðasta tölublaði fréttabréfsins. Þá kynntu fulltrúar Reykjavík- urborgar: Ingibjörg R. Guðlaugs- dóttir, Ólafur Stefánsson og Sig- hvatur Arnarsson úrbætur á aðgengi í Reykjavík en mjög gott átak verið þar í gangi frá 1995 og framhald þar á. Verulegu fé veitt í aðgengismál sem víða sér stað. Gangstéttir, gönguleiðir og fleiri viðfangsefni. Ferlinefnd Reykjavíkur stofnuð í árs- byrjun 1995 með fulltrúum borgar, Sjálfsbjargar og síðar Blindra- félagsins. Ingibjörg ræddi einnig nyt- söm tengsl við borgir á Norðurlöndum um innri sem ytri skipulags- og byggingamál. Ólafur kvað gjörbreytingu hafa á gönguleiðum orðið svo og á gang- stéttum. Breytingar til bóta gjörðar á um 2000 stöðum. Sighvatur nefndi helstu atriði í for- gangi við endurbætur: Bílastæði, frá- gangur frá bílastæðum (kantsteinar, tröppur, þrep, þröskuldar), merkingar fyrir sjónskerta, salerni fyrir hreyfi- hamlaða, lyftur. Ljóst er að borgaryfirvöld hafa myndarlega staðið að úrbótum á aðgengi á liðnum árum og ætla ótrauð áfram að halda. Lilja Ragn- arsdóttir sagði frá ferlimálum á Akureyri en hún er formaður ferli- nefndar fatlaðra þar. Ferlinefnd varð til 1986 á Akureyri eftir tilmæli Alexanders Stefánssonar þáv. félagsmálaráðherra til sveitarstjórna í landinu um skipan ferlinefnda. Mikil og góð úttekt fór svo fram og mikið unnið að bættu aðgengi í kjölfarið. Hún kvað handbókina verða bærilega til halds og trausts. Hún nefndi all- gott ástand gangbrauta sem gott dæmi svo og ýmislegt gott i aðgengi bygginga á vegum bæjarfélagsins, en betur mætti ef duga skyldi. Helga Skúladóttir formaður ferli- nefndar í Kópavogi sagði frá vinnulagi þeirrar nefndar en hún starfað undangengna 2 áratugi, 3 frá Hlerað í hornum Kona ein eystra hreykti sér við aðra, nýkomin úr Afríkuför: “Égsáljónog ég sá tígrisdýr og ég sá líka fila, já og gíraffa”. Hinni þótti nóg um hreykni vinkonunnar og til að vera ekki minni manneskja þá sagði hún. “Ég sá nú líka Eskfirðing og hann heitir Sara”. bæ, 2 frá samtökum fatlaðra. Mark- visst verið unnið að úrbótum gamalla synda svo og reynt að koma í veg fyrir mistök. Fyrir vinnureglum hefur okkar hugdjarfi Hrafn Sæ- mundsson gjört góða grein áður hér. Hún nefndi sprenginguna í Kópa- vogi í gífurlegum byggingafram- kvæmdum þar nú svo örðugt væri með að fylgjast. Eftir hádegi voru 3 vinnuhópar að störfum með þessi umræðuefni: 1. Lög og reglugerðir um ferlimál - upplýsingar og ráðgjöf, framkvæmd og eftirlit. 2. Handbókin Aðgengi fyrir alla. 3. Framtíðarsýn - hverju getur ný tækni breytt um aðgengi? - hlutverk félagasamtaka varðandi aðgengi? Fulltrúar héðan af bæ voru þátttak- endur i þessum vinnuhópum sem skiluðu svo áliti sem ekki gefst rými til að íjalla um hér. Mál manna að vel hefði til tekist um ráðstefnu mik- ilvægra mála sem menn mættu aldrei rnissa sjónar á. H.S. Kunn er sagan af hjónunum eystra sem alltaf ruku til, ef eitthvað stóð til og máluðu hús sitt. Eitt vorið kom forsetinn og þá var að sjálfsögðu málað. Nágrannanum blöskraði hins vegar, þegar aftur var farið að mála um haustið og spurði frúna hvort eitt- hvað stæði nú til. “Það held ég nú, “ sagði frúin, “þeir eru að segja að Vetur konungur sé væntanlegur”. FRÉTTABRÉF ÖRYRK)ABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.