Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 12
• • f Atvinnumálaráðstefna OBI Atvinnumálaráðstefna Öryrkjabandalags íslands var haldin föstudaginn 5. nóv. sl. og hófst hún kl. 13 í Borgartúni 6. Ráðstefnustjórar voru þeir Gisli Helgason og Hafliði Hjartarson. Ráðstefnuna sóttu nær 120 manns og er það afar góð þátttaka. Páll Pétursson félagsmálaráðherra flutti ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Hann vitnaði í föður sinn sem hefði sagt að ein mesta gleði mannsins í lífinu væri vinnugleðin. Nauðsyn að nýta mannauðinn hafin yfir efa. Hann kvað margt hafa verið vel gjört í þessum efhum hvað öryrkja varð- aði, bæði í hæfingu sem endurhæf- ingu. Sagði frá áliti laganefndar félagsmálaráðuneytis um að vinna skv. launuðu vinnuframlagi myndi færast yfir í lögin um vinnu- markaðsaðgerðir en hæfing og iðja myndu færast til sveitarfélaganna. Minnti einnig á nauðsyn samræm- ingar kjara á vernduðum vinnustöð- um og vitnaði þar í nefndarálit frá liðnu sumri. Gissur Pétursson forstjóri Vinnu- málastofhunar kynnti stofnun sína, verksvið og umfang. Island væri eitt vinnumarkaðssvæði en síðan væru svæðisvinnumiðlanir í öllum kjör- dæmum sem hefðu allar sín svæðis- ráð. Tvíþætt hlutverk þeirra, annars vegar skráning og vinnumiðlun, hins vegar afgreiðsla atvinnuleysisbóta. Hjá Vinnumálastofnun er starfs- menntasjóður nú vistaður. Kvað virka atvinnuleit hafa aukist og gat þar um sérstakar starfsleit- aráætlanir. Hann kvað nokkra tortryggni innan stjórnar Vinnumálastofnunar við að yfirtaka atvinnumál fatlaðra en gjörði ráð fyrir fastlega að sú yrði raunin svo sem ráðherra hefði í raun sagt. Næst talaði svo Elísabet Guttormsdóttir deildarstjóri Atvinnudeildar fatlaðra hjá Vinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins. Hún minnti í upphafi á atvinnu- málaráðstefnu ÖBI fyrir 10 árum. Elísabet sagði að árið 1998 hefðu 384 einstaklingar leitað til deildarinnar, flestir á bilinu 26-45 ára. Hún minnti á skyldur deildarinnar bæði við fatlaða einstaklinga og t.Wi9£ * i Ú. ^ , r v* yfeT 1 'fi :éL:Æ£k 1/vl ( *■' Séð yfir hluta salarins. Táknmálstúlkun á fullu. fyrirtækin um leið. Lagði áherslu á að unnt yrði að bjóða fólki starfs- kynningu í fyrirtækjum. Hún lýsti svo ferlinu og sagði m.a. að árið 1998 hefðu 67 verið ráðnir til verndaðra vinnustaða og 138 á almennan vinnumarkað. Rakti svo vinnusamninga öryrkja við TR en í gildi eru í dag 145 vinnusamningar. Skoraði í lokin á atvinnurekendur að kanna betur möguleika á ráðningu fatlaðra til vinnu. Þá var komið að Ragnari Arnasyni lögmanni Samtaka atvinnulífsins. Hann vék að því fyrst að atvinnumál fatlaðra væru ofarlega á baugi í Evrópu og í framhaldi af því sagði hann að evrópskir atvinnurek- endur hefðu þá stefnu að bæta at- vinnumöguleika fatlaðra: jöfn tæki- færi, áhersla á færni, jákvæð áhrif innan fyrirtækja, miða lausnir að ólíkum aðstæðum. Ræddi svo tvær leiðir á almennum vinnumarkaði: full laun greidd en bætur frá hinu opinbera á móti eða heimild til greiðslu launa eftir starfsgetu. Minnti á öryrkjavinnusamninga sem fordæmi fyrri leiðar. Varpaði því fram í framhaldi af áliti nefndar um launakjör á vernduðum vinnustöð- um um mat á starfsgetu, hvort slíkt gæti átt við einnig á almenna vinnu- markaðnum. Ragnar sagði í lokin: “Góð reynsla af störfum fatlaðs starfsmanns opnar öðrum fötluðum leið út á vinnu- markaðinn. Með aukinni þátttöku fatlaðra á almennum vinnumarkaði eykst skilningur ófatlaðra á mál- efnum þeirra sem leiðir til minni fordóma og betra mannlífs.” Þá töluðu þau Ólína Guðmunds- dóttir og Sindri Einarsson fyrir klúbbinn Geysi. Erindi Sindra er hér birt. Ólína kvað fyrirmyndina sótta til útlanda, undirbúningur staðið í tvö og hálft ár. Markmiðið að auka fræðslu svo fordómar minnki í garð geðsjúkra. Byrjað á virku starfi nú í september og gestakomur verið 163 í september og 235 í október. Skiptist í tvo meginþætti: vinna í klúbbnum og vinnumiðlun. Klúbburinn er valkostur fyrir þá sem eru á batavegi eftir geðræna meðferð. Svali Hrannar Björgvinsson sál- fræðingur ræddi þessu næst um gildi vinnunnar. Hann ræddi um það hversu sjálfsmynd manna tengdist starfi þeirra. “Hvað gerir pabbi þinn?, algeng spurning til barna. Starfsánægja skiptir öllu svo stór hluti sem vinnan er af okkur sjálfum. Við kannanir komið í ljós að laun eru ekki endilega í efsta sæti hjá fólki heldur starfsandi, starfsumhverfi, vinnuskilyrði svo dæmi séu tekin. Umhyggja fyrir starfsfólki á vinnu- stað skiptir mestu. Hafdís Gísladóttir framkvæmda- stjóri Félags heyrnarlausra fjallaði 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.