Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 16
Drengurinn með lambið litla - vorsins væna tákn. hann gæti séð í bláan himininn. Fátt fegurra en blár himinn nema ef vera skyldi barnsaugu, hvoru tveggja áþekkt, bjart og heiðríkt. Þá yrði rúmið fært á sinn gamla stað undir stafngluggann. Þá sæi hann, með því að rísa upp við dogg, niður á flötina og fram að hliðinu. Fyrst í stað yrði flötin fól og litlaus. En eftir nokkra daga tæki að örla á litlum, grænum nálum, sem teygðu sig óðfluga upp úr moldinni. Já, blessaður nýgræð- ingurinn myndi fljótlega klæða gamla frónið. Þá færu þeir að sleppa í sveitinni. Öldungurinn sat uppi í rúminu og reri fram í gráðið. Glærar og sinaber- ar hendurnar krepptust um pontuna. Orðið var æði skuggsýnt úti, her- bergið nærri myrkt. Tengdasonurinn gekk inn, kveikti loftljósið, kastaði kveðju á gamla manninn og spurði, hvort hann ætti ekki að kveikja á olíuvélinni. Gamli maðurinn sagði ekkert en hélt áfram að róa fram í gráðið. Flætti svo skyndilega, hallaði undir flatt, setti pontuna á nasirnar og saug innihald hennar að sér. - Eg veit ekki. Er kalt hér inni? spurði hann svo og dæsti. - Það er ffemur svalt, finnst mér, svaraði tengdasonurinn. - Jæja, er það. Ég finn ekki fyrir neinum kulda. - Jú, það er bara svalt, andkalt, finnst mér, endurtók tengdasonurinn. Hann hafði komið með steinolíu á flösku og var tekinn að hella henni á glæran glergeymi vélarinnar. - Það er skömm hvað ég eyði mik- illi olíu frá ykkur, sagði gamli maðurinn. - Ha, olíu? Nei, nei, þú eyðir ekki mikilli oliu. Öðru nær. - Jú, víst eyði ég einhverju, víst geri ég það. Þessi ellistyrkslús hrekkur víst skammt fyrir allri eyðslunni minni, tautaði gamlinginn. Tengdasonurinn svaraði engu, heyrði kannski ekki hvað sá gamli var að tuða, enda farið að kalda og ein- staka roka skall á glugganum svo köflótta teppið bærðist til. Eftir að lokið var að tæma úr flöskunni á geyminn vottaði fyrir olíuþef í kompunni. Tengdasonurinn kveikti á vélinni og reis síðan á fætur. - Þetta er hálfgerður garmur, sagði hann. - Ha, varstu að segja eitthvað? Tengdasonurinn hækkaði róminn. - Ég sagði að vélin væri hálfgerður garmur, endurtók hann. - Já, sagðirðu það. Hún dugir mér samt. - Ég ætla að reyna að útvega nýja, alla vega skárri. Vitleysa. Þessi dugir mér. Tengdasonurinn virtist ekki taka andmæli gamla mannsins alvar- lega, því hann svaraði ekki, dinglaði tómri olíuflöskunni og horfði í kringum sig í kompunni. - Er benvítis trekkurinn ekki óþægi- legur? spurði hann, gekk inn að glugganum og reyndi að strekkja köflótta teppið betur fyrir hann. - Nei, hvað ætli hann sé til miska. Annað eins hefúr maður nú reynt. Ekki var alltaf logn á Heiðinni forð- um, aldeilis ekki. Rödd öldungsins var lág og íjarlæg - eins og Heiðin. - Það þyrfti að kítta hann upp og tvöfalda glerið. - Já, líklega væri það betra, gegndi sá gamli. Hann hafði að vísu heyrt þetta áður. - Skömm að vera ekki búinn að þessu, en við bjuggumst við ... já, bara bölvuð skömm. - O, engan asa. Það ferst hvorki himinn né jörð þó það dragist eitt- hvað. Þú hefur líka svo margt annað á þinni könnu. - Jú, barasta bannsett ómynd en ég geng í þetta einhvern næsta daginn. - Já, hann gat brugðið til beggja vona á Heiðinni... - Þú værir nú vís til að minna mig á það. - Ha, jú, mikil ósköp, víst gæti ég það. En ég held barasta að þetta sé mesti óþarfi. - Óþarfi! Nei, nei, öðru nær, langt í ffá. Alger slóðaskapur að hafa ekki komið því í verk í haust, andæfði tengdasonurinn. - Skárra væri það. Það yrði miklu betra ... ég meina, þá myndi hætta að trekka. Líklega gerði það það, líklega það, tautaði gamlinginn og seildist á ný í pontuna undir koddann. Tengdasonurinn gekk fram að dyrunum, staldraði þar við, hélt áfram að dingla olíuflöskunni. - Trassaskapur, eintómur trassa- skapur. Maður þykist alltaf hafa svo mikið að gera, sagði hann og afsök- unartónn í raddblænum. - Segðu þetta ekki, þú sem ert í flestum, ef ekki öllum nefndum og félögum. Ó, já. Það tekur sinn toll. Maður var einu sinn fjallkóngur. Maður þekkir þetta duggunarlítið. O, já. - Það er alveg sama, bannsettur trassaskapur samt og annað ekki, tautaði tengdasonurinn. Svo tók hann sig á. - Get ég annars nokkuð gert fyrir þig núna? Vildirðu kannski meira kaffi? - Nei, nei, blessaður minn. Þetta er nú orðið eitthvað nóg. Að fá svo gott 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.