Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 24
Af vettvangi heyrnarlausra.
Dagur
heyrnar-
lausra
Hinn 25. sept. sl. var hinn
alþjóðlegi dagur heyrnar-
lausra hátíðlegur haldinn
með ágætri athöfn í Norræna húsinu.
Dagurinn var að þessu sinni helgaður
heyrnarlausum börnum sérstaklega.
Formaður Félags heyrnarlausra,
Berglind Stefánsdóttir, setti hátíðina
með nokkrum vel völdum orðum.
1986 var þessi alþjóðlegi dagur fyrst
haldinn og hefur verið æ síðan.
Baráttan stæði um að vera sem sýni-
legust og fá viðurkenningu táknmáls
lögfesta sem fyrst. Heyrnarlausir
stæðu vel saman sem hópur og þeirra
möguleikar fælust ekki hvað síst í
aukinni og bættri tækniþróun, sem
opnar þeim nýjar leiðir. Tölvurnar
110 sem afhentar voru með sérstök-
um leigusamningi heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytis við Nýherja stórt
skref fram á við. Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra færði fram hamingjuóskir og
kvað ýmislegt hafa áunnist og af-
hending tölvanna í dag giftudrjúgur
áfangi. Leigusamningurinn sem
ráðuneytið í gegnum Heyrnar- og
talmeinastöð rikisins gerði við
Nýherja um tölvurnar 110 væri afar
mikilvægur áfangi fyrir heyrnarlausa,
auðveldaði öll samskipti m.a. bein
samskipti við Neyðarlínuna. Ingi-
björg kvað heyrnarlausa mega vera
mjög stolta af sínu félagi.
þegar Jesús tók börnin sér í fang og
blessaði þau, öll börn væru sérstakir
vinir Jesú og vænst þætti honum um
þegar þau bæðu hann. í Jesúm er
ekki hægt að hringja, en alltaf hægt
að biðja hann því hann er aldrei á tali,
Táknmálskórinn söng þrjá sálma á
sinn hrífandi hugnæma hátt. Svo var
fluttur blandaður leikþáttur með
miklum og góðum tilþrifum af heyrn-
arlausum nemendum í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð og var vel
fagnað. Leikþátturinn var ekki túlk-
aður og fróðlegt að finna til vanmátt-
ar síns varðandi túlkun hinna líflegu
atriða, aðeins rennt í grun um hvað
væri að fara fram af okkur hinum
heyrandi, minnti okkur um leið vel á
vanda hinna heyrnarlausu í heimi
heyrandi.
Á eftir gæddu menn sér á kaffi og
kræsingum en kynnir á samkomunni
var Unnur Dóra Norðfjörð.
Sögustund var svo fyrir börnin í
umsjá Eyrúnar Ólafsdóttur. í
framhaldinu er rétt að geta þess að
4.október var opnuð á Mokka mynd-
listarsýning tveggja einhverfra
heyrnarlausra sem nú dvelja á sam-
býli í eigu Hússjóðs að Lækjarsmára.
Þetta voru þeir Gísli Steindór
Þórðarson sem þar sýndi 15 vatnslita-
myndir og Sigurður Þór Elíasson sem
sýndi 18 myndir í pastellitum. Báðir
höfðu verið sl. vor á námskeiði hjá
Öldu Sveinsdóttur myndlistarmanni
og áhugakonu mikilli í þessum efn-
um. Sýningin stóð til 5. nóv. og vakti
ærna athygli.
Hamingjuóskir fylgja þeim félög-
um frá okkur hér á bæ og Félagi
heyrnarlausra um leið alls hins besta
árnað.
H.S.
Leigusamningurinn var svo form-
lega undirritaður af ráðherra,
framkvæmdastjóra Nýherja og
stjórnarformanni Heyrnar- og tal-
meinastöðvar.
Og síðan voru tvö börn sem fóru í
að nýta þessi nýju tæki ásamt ráð-
herranum og bar ekki á öðru en þau
væru heldur betur fljót að tileinka sér
þá tæknimöguleika sem nýju tölv-
urnar gefa.
Séra Miyako Þórðarson, prestur
heyrnarlausra var því næst með
barnamessu og hafði brúðuna
Guðfinnu sér til halds og trausts.
Lagði mjög fallega út af guðspjallinu
Hlerað í hornum
Þeir Jón og Sigurður voru miklir vinir
og fylgdust tryggilega að á golf-
vellinum. Nú deyr Sigurður og Jón
fer á fund miðils til að fá fréttir af
vininum. Hann fær þetta flna sam-
band og spyr Jón því Sigurð hvað
hann segi í fréttum. “Ja, ég hefi nú
bæði góðar og slæmar fréttir fyrir
þig”. “Jæja, góðu fréttirnar þá fyrst”.
“Já, hér er sá besti golfvöllur sem ég
hefi nokkum tímann augum litið”.
“Nú en slæmu fréttirnar þá?” “Ja, þú
ert bókaður á mót hérna næsta
þriðjudag.”.
+++
Þeir Gunnar og Bjöm voru á golfvell-
inum þegar líkfylgdin fór fram hjá.
Gunnar lagði kylfuna á jörðina, tók
ofan húfuna og laut höfði steinþegj-
andi: Bjöm horfði undrandi á en
sagði ekki orð fyrr en Gunnar hafði
sett upp húfuna og mundað kylfuna á
ný. “Var þetta einhver þér nákominn
sem verið var að jarðsyngja?”, spurði
Bjöm. “Já, hún var það. Hún var
búin að vera mér góð eiginkona í
meira en 30 ár”.
24