Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 27
Hluti ferðahópsins við Gullfoss. Frá Vin. Heimsókn og frétt hann er og hvernig sem hann er samansettur. Og hvað það er nauðsynlegt að sýna öllum virðingu. Námsráðgjöf sem miðar að því að undirbúa mann sem best undir vinnu- viðtöl og áframhaldandi nám og reynist laða mann til að sýna sjálfum sér ákveðið umburðarlyndi. Eg hef sagt það áður að mín skoðun sé sú að hvergi skili þeir fjár- munir sem varið er til málefna fatl- aðra meiri arði en þeir sem fara til endurhæfingar. Það er sorgleg staðreynd að mín fötlun var aðallega bundin við þann misskilning hjá mér að ég ætti ekkert gott skilið, því að þó að um sjúkdóma og slys hafi verið að ræða þá bað ég ekki um hjálp fyrr en ég var kominn gjörsamlega í þrot. Og hefði einhver sagt mér fyrir þremur árum hver staða mín yrði í dag þá hefði ég ekki trúað honum. Mér eru allir vegir færir. í vinn- unni hefur líf mitt fengið tilgang á ný. r Eg er afar þakklátur öllu því fólki sem á einhvern hátt hefur komið að endurhæfingu minni og þá sérstaklega starfsfólki Hringsjár. Þar er samankominn hópur fólks sem á alveg einstakan hátt nær að rjúfa þá einangrun hugans sem hinn fatlaði er oft kominn í. Eins ber að þakka stjórnvöldum fyrir fjárhagslcgan stuðning við allt endurhæfingarstarf hvar svo sem það er unnið. Einar Andrésson. Erindi flutt á atvinnumála- ráðstefnu Öryrkjabandalagsins. Hlerað í hornum Maður einn sagði svo frá verslunar- ferð með konu sinni. “Við fórum fyrst inn í verslun eina og keyptum okkur svefnpoka og kælibox, enda ætluðum við í ferðalag. Svo fór konan og keypti í matinn og kannski eitthvað fleira, en ég gætti svefn- pokans og kæliboxsins. Með þetta fer ég svo inn í skóbúð til að drepa tímann og búðarmaðurinn kom og spurði hvað hann gæti gert fyrir mig, en ég sagði sem satt var að ég væri að bíða eftir konunni. Þá sagði maður- inn við hliðina á mér: “Eg er líka að bíða eftir konunni minni, en ég hef nú aldrei haft rænu á því að taka með mér svefnpoka og nesti.” Til íslands kom hópur Svía, 25 manns í endaðan september sl. Voru þetta 19 geðfatlaðir einstakl- ingar og 6 starfsmenn frá Balder sem er athvarf í líkingu við Vin og er rekið af félags- og heilbrigðisyfirvöldum í Norrmalmhverfi Stokkhólmsborgar. Forsaga heimsóknar þessarar er jafnlöng og Vin hefur verið starfrækt, þar sem Balder er fyrirmynd Vinjar og þáverandi forstöðumaður heim- sótti staðinn áður en Vin tók til starfa. Það hafa verið mikil tengsl gegnum árin, bæði persónuleg og fagleg og í fyrra heimsóttu starfs- menn Vinjar m.a. Balder í skoðunar- ferð til Stokkhólms. Þá vaknaði sú hugmynd að gestir og starfsmenn Balder myndu heimsækja okkur að ári. Fengu þau margs konar styrki til ferðarinnar og skipulagði Björg Haraldsdóttir starfsmaður Vinjar ferðina ásamt gestum Vinjar. Dvöldu þau hér í 4 daga, dagskráin var þéttskipuð, matarboð hjá RKÍ og Geðhjálp. Dagsferð á vegum Vinjar og ferðafélagsins Víðsýnar til Þing- valla, Gullfoss og Geysis í blíðskapar haustveðri þar sem endað var í Bláa lóninu. Einnig skoðunarferðir á dag- deild geðdeildar Sjúkrahúss Reykja- víkur, athvarfið Dvöl í Kópavogi og iðjuþjálfun geðdeildar ríkisspítala á Landspítala og við Klepp. Einnig vannst tími til skemmtana s.s. hestaferðar og kráarrölts. Svo skemmtilega vildi til að sama dag og Svíamir komu hingað heimsóttu 20 geðfatlaðir Danir okkur og var ákveðið að leiða hópana saman ásamt gestum Vinjar og var öllum boðið til samsætis í Vin um kvöldið. Var umræðan lífleg og Qörug, mest bar á samanburði á gæðum og þjónustu við geðfatlaða í þessum þremur löndum. Einnig mynduðust tengsl sem von- andi verða til aukinna samskipta. Víðsýn: Stofnað hefur verið ferðafélagið Víðsýn. Tilgangur félagsins er að stuðla að ferðalögum félagsmanna sinna með ferðum innanlands sem utanlands með sem lægstum tilkostn- aði. Stofnfélagar eru 19, en þegar hafa um 30 manns skráð sig í félagið. Víðsýn hefur aðsetur í Vin og áætlað er að fara til Stokkhólms á næsta ári til að endurgjalda heimsókn Svía í haust. Allar nánari upplýsingar fást í Vin, sími 561-2612. Guðbjörg Sveinsdóttir Björg Haraldsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.