Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 28
VIÐHORF Vigfús Gunnarsson: Ihugunarefni fyrir hreyfi- hamlaða og stj órnir húsfélaga Lög um Qöleignahús, nr. 26/1994. Bílastæði, 33. grein. “Bílastæði á lóð íjöleignar- húss eru sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum sér- eignarhlutum. Verð- ur óskiptum bíla- stæðum ekki skipt nema allir eigendur samþykki og skulu þá gerðar nauðsyn- — legar breytingar á eignaskiptayfirlýsingu og þeim þinglýst.” A grundvelli ofangreindra laga var gerð eignaskiptayfirlýsing fyrir 36 íbúða fjölbýlishús í nóvembermánuði 1997 og þar kemur fram eftirfarandi: 38 bílastæði eru á lóðinni, þar af 2 bílastæði fyrir fatlaða, og eru þau sameiginleg og óskipt. Hér er birt teikning af hluta bílastæðanna, sem voru hönnuð og gerð fyrir 32 árum og hugleiðingar um nýtingu þeirra. Vigfús Gunnarsson íhugunarefni: Bílaeign hefúr aukist mikið frá því bílastæðið var hannað. Þá var gert ráð fyrir einum bíl á íbúð og aðeins tvö gestastæði. Nú tilheyra mörgum íbúðum tveir bílar og einn íbúðar- eigandi er með kerru að auki. Þegar margir gestir koma í heimsókn verður þröng á þingi og sumir verða að flýja með bíla sína út á götu eða til ná- granna. Gönguleið að inngangi húss- ins verður í þeim tilvikum óþægilega löng fyrir fólk með skerta göngugetu. Bílastæði A og B eru stærri og ætluð fyrir fatlaða í hjólastólum. A-stæðið er auðkennt með P númeri án bíl- númers, enda ætlað fyrir gesti. B- stæðið er einnig merkt með P-númeri með viðfestu bilnúmeri eins íbúa hússins og hefúr hann afnotarétt af því sem einkastæði. Bílastæði C og D eru af venjulegri stærð eru einnig merkt með P-núm- erum og viðkomandi bílnúmerum, vegna þess að annar bíleigandinn not- ar armstafi en hinn göngustaf. Mikið skert hreyfigeta, vindálag og/eða hálka valda þessum hóp verulegum vandræðum, sem eðilegt er að taka tillit til og veita sérstakan afnotarétt af bílastæðum sem næst inngangi húss. Hússtjórn veitir hand- höfum P-merkja afnotarétt af ákveðnum bílastæðum og á því að geta skipt um bíla- stæði, ef aðstæður gera það nauðsynlegt. Bílastæði fyrir fatlaða (hjólastólanotendur) eru stærri en venjuleg bíla- stæði og yfirleitt staðsett á viðkvæmum stöðum sem næst inngangi húss. Ef handhafi einkastæðis með P-númeri forfallast tímabundið í lengri tíma, er eðlilegt að ættingjar hans færi bílinn í venjulegt bílastæði, taki bílnúmerið af P-merkinu og afhendi það hússtjórn, sem geymir rað uns handhafinn kemur til baka en þá er bilnúmerið fest við P-merkið á ný. Þannig verður bílastæðið opið fyrir aðra fatlaða á fjarverutímanum. Eg mæli ekki með merkingu bíla- stæða með íbúðanúmerum, vegna þess að enginn veit hvort eða hvenær íbúar verða fyrir hreyfihömlun en þá verður að vera hægt að færa til íbúð- anúmer á bílastæðum, sem ekki má fastsetja með breytingu á eigna- skiptayfirlýsingu og þinglýsingu. Til fróðleiks. P-merki veitir heimild til að leggja í Bíiastæði sem ætlað er hreyfihömluðum á að vera 380-400 cm breitt. 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.